Stórsókn í velferðarmálum – húsnæði fyrir alla Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 16. apríl 2019 08:00 Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg staðið fyrir einhverri umfangsmestu uppbyggingu húsnæðis í sögu borgarinnar. Árangurinn verður sífellt sýnilegri og í fyrra, árið 2018, var meira byggt af íbúðarhúsnæði í Reykjavík en nokkru sinni fyrr, meira en árin þegar Breiðholtið byggðist upp. Undir forystu Samfylkingarinnar hefur þess sérstaklega verið gætt, að tryggja að uppbyggingin nýtist öllum samfélagshópum, ekki síst þeim efnaminni, námsmönnum, fötluðum, og eldri borgurum svo einhverjir hópar séu nefndir. Með samþykkt fjárhagsáætlunar ársins 2019 varð ljóst að áfram verður haldið á þessari braut fjölbreyttrar húsnæðisuppbyggingar og enn aukin áherslan á félagslegt húsnæði og fjölbreytta velferðarþjónustu. Óhætt er að segja að Reykjavík blási til stórsóknar í velferðarmálum, enda eru framlög til velferðarmála aukin um ríflega 4 milljarða milli áranna 2017 og 2019 og um 2 milljarða bara í málaflokk fatlaðs fólks.Húsnæðisuppbygging fyrir fatlað fólk Unnið er að gríðarlegri húsnæðis- og þjónustuuppbyggingu fyrir fatlað fólk til að tryggja að fólk hafi raunverulegt val um búsetu. Í samræmi við áætlun um sértæka húsnæðisuppbyggingu voru á árinu 2018 opnaðir þrír nýir íbúðakjarnar á vegum Reykjavíkurborgar og áætlað er að þrír til viðbótar verði opnaðir á árunum 2019-2020. Þá eru hafin kaup á 44 íbúðum í sjálfstæðri búsetu með viðeigandi stuðningi. Við munum opna heimili fyrir unglinga með þroska- og geðraskanir, íbúðakjarna með 6 íbúðum fyrir konur með geð- og fíknivanda og breytt og bætt heimili fyrir karlmenn með fíkni- og geðvanda. Áhersla á almennt félagslegt húsnæði hefur einnig verið mikil enda þörfin brýn.Félagslegt leiguhúsnæði Félagslegum leiguíbúðum hefur fjölgað um 400 síðustu fjögur ár ásamt því sem farið var í sérstakt átak til að koma til móts við barnafjölskyldur í mikilli þörf og 49 íbúðir keyptar sérstaklega vegna þess verkefnis. Umsækjendum um félagslegt leiguhúsnæði fækkaði um 7,1% frá 1. febrúar 2018 til 1. febrúar 2019 enda hefur úthlutunum fjölgað í kjölfar fjölgunar íbúða og enn hraðari fjölgunar má vænta í ár en áætlanir meirihlutans í borgarstjórn gera ráð fyrir að fjölga félagslegum leiguíbúðum um 552 til ársloka 2022. Auk þess er verið að fjölga sértækum íbúðum fyrir heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Nýjar reglur um úthlutun félagslegs húsnæðis munu auðvelda íbúum að meta stöðu sína og Reykjavíkurborg að forgangsraða þeim sem eru í mestri þörf hverju sinni. Húsnæðismál eru brýnt velferðarmál og mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið. Reykvíkingar geta treyst því að það er sannarlega verið að vinna að því að mæta þörfum allra í Reykjavík fyrir öruggt heimili. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg staðið fyrir einhverri umfangsmestu uppbyggingu húsnæðis í sögu borgarinnar. Árangurinn verður sífellt sýnilegri og í fyrra, árið 2018, var meira byggt af íbúðarhúsnæði í Reykjavík en nokkru sinni fyrr, meira en árin þegar Breiðholtið byggðist upp. Undir forystu Samfylkingarinnar hefur þess sérstaklega verið gætt, að tryggja að uppbyggingin nýtist öllum samfélagshópum, ekki síst þeim efnaminni, námsmönnum, fötluðum, og eldri borgurum svo einhverjir hópar séu nefndir. Með samþykkt fjárhagsáætlunar ársins 2019 varð ljóst að áfram verður haldið á þessari braut fjölbreyttrar húsnæðisuppbyggingar og enn aukin áherslan á félagslegt húsnæði og fjölbreytta velferðarþjónustu. Óhætt er að segja að Reykjavík blási til stórsóknar í velferðarmálum, enda eru framlög til velferðarmála aukin um ríflega 4 milljarða milli áranna 2017 og 2019 og um 2 milljarða bara í málaflokk fatlaðs fólks.Húsnæðisuppbygging fyrir fatlað fólk Unnið er að gríðarlegri húsnæðis- og þjónustuuppbyggingu fyrir fatlað fólk til að tryggja að fólk hafi raunverulegt val um búsetu. Í samræmi við áætlun um sértæka húsnæðisuppbyggingu voru á árinu 2018 opnaðir þrír nýir íbúðakjarnar á vegum Reykjavíkurborgar og áætlað er að þrír til viðbótar verði opnaðir á árunum 2019-2020. Þá eru hafin kaup á 44 íbúðum í sjálfstæðri búsetu með viðeigandi stuðningi. Við munum opna heimili fyrir unglinga með þroska- og geðraskanir, íbúðakjarna með 6 íbúðum fyrir konur með geð- og fíknivanda og breytt og bætt heimili fyrir karlmenn með fíkni- og geðvanda. Áhersla á almennt félagslegt húsnæði hefur einnig verið mikil enda þörfin brýn.Félagslegt leiguhúsnæði Félagslegum leiguíbúðum hefur fjölgað um 400 síðustu fjögur ár ásamt því sem farið var í sérstakt átak til að koma til móts við barnafjölskyldur í mikilli þörf og 49 íbúðir keyptar sérstaklega vegna þess verkefnis. Umsækjendum um félagslegt leiguhúsnæði fækkaði um 7,1% frá 1. febrúar 2018 til 1. febrúar 2019 enda hefur úthlutunum fjölgað í kjölfar fjölgunar íbúða og enn hraðari fjölgunar má vænta í ár en áætlanir meirihlutans í borgarstjórn gera ráð fyrir að fjölga félagslegum leiguíbúðum um 552 til ársloka 2022. Auk þess er verið að fjölga sértækum íbúðum fyrir heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Nýjar reglur um úthlutun félagslegs húsnæðis munu auðvelda íbúum að meta stöðu sína og Reykjavíkurborg að forgangsraða þeim sem eru í mestri þörf hverju sinni. Húsnæðismál eru brýnt velferðarmál og mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið. Reykvíkingar geta treyst því að það er sannarlega verið að vinna að því að mæta þörfum allra í Reykjavík fyrir öruggt heimili. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar