Fótbolti

Ronaldo alltaf komist áfram úr 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronaldo fagnar marki sínu í fyrri leiknum gegn Ajax.
Ronaldo fagnar marki sínu í fyrri leiknum gegn Ajax. vísir/getty

Juventus tekur á móti Ajax í seinni leik liðana í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sá fyrri fór 1-1.

Stuðningsmenn Juventus geta yljað sér við þá tölfræði að Cristiano Ronaldo hefur aldrei fallið úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á ferlinum. Lið með Ronaldo innanborðs hafa ellefu sinnum komist áfram úr 8-liða úrslitum í ellefu tilraunum.

Portúgalinn komst þrisvar sinnum áfram úr 8-liða úrslitunum sem leikmaður Manchester United og átta sinnum sem leikmaður Real Madrid.

Ronaldo skoraði mark Juventus í fyrri leiknum gegn Ajax í Amsterdam. Ítalíumeisturunum nægir markalaust jafntefli til að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar.


Ronaldo hefur skorað í síðustu sex leikjum sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Alls hefur hann skorað 24 mörk í 8-liða úrslitum keppninnar, 14 mörkum meira en næsti maður.
Ronaldo hefur skorað a.m.k. eitt mark í öllum einvígum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem hann hefur tekið þátt í nema einu; gegn Atlético Madrid tímabilið 2014-15. Real Madrid vann einvígið samanlagt 1-0, með marki Javiers Hernández.

Ronaldo hefur fimm sinnum unnið Meistaradeildina, einu sinni með Manchester United (2008) og fjórum sinnum með Real Madrid (2014, 2016-18). Hann er markahæsti leikmaður í sögu keppninnar með 125 mörk. Fimm þeirra hafa komið á þessu tímabili.

Leikur Juventus og Ajax hefst klukkan klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Ronaldo í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu:

2006-07
Man. Utd. 8-3 Roma - Tvö mörk frá Ronaldo

2007-08
Man. Utd. 3-0 Roma - Eitt mark frá Ronaldo

2008-09
Man. Utd. 3-2 Porto - Eitt mark frá Ronaldo

2010-11
Real Madrid 5-0 Totenham - Tvö mörk frá Ronaldo

2011-12
Real Madrid 8-2 APOEL - Tvö mörk frá Ronaldo

2012-13
Real Madrid 5-3 Galatasary - Þrjú mörk frá Ronaldo

2013-14
Real Madrid 3-2 Dortmund - Eitt mark frá Ronaldo

2014-15
Real Madrid 1-0 Atlético Madrid - Ekkert mark frá Ronaldo

2015-16
Real Madrid 3-2 Wolfsburg - Þrjú mörk frá Ronaldo

2016-17
Real Madrid 6-3 Bayern München - Fimm mörk frá Ronaldo

2017-18
Real Madrid 4-3 Juventus - Þrjú mörk frá Ronaldo


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.