Handbolti

Handboltinn aftur undir merkjum Þórs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Akureyri handboltafélag féll úr Olís-deild karla.
Akureyri handboltafélag féll úr Olís-deild karla. vísir/vilhelm
Frá og með næsta tímabili verður allur handbolti sem áður var undir merkjum Akureyri handboltafélags undir merkjum Þórs. Þetta var ákveðið á aðalfundi Akureyrar handboltafélags sem fór fram á mánudaginn.

Akureyri féll úr Olís-deild karla og leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Í frétt á heimasíðu Þórs segir að árangur vetrarins hafi verið mikil vonbrigði.

Tímabilið 2005-06 var það síðasta sem Þór lék undir sínu eigin nafni. Þá enduðu Þórsarar í 12. sæti efstu deildar karla.

Þór og KA léku undir nafni Akureyrar á árunum 2006-17. KA byrjaði aftur að leika undir eigin nafni tímabilið 2017-18. KA-menn fóru þá upp úr Grill 66 deildinni ásamt Akureyri.

KA hélt sér í Olís-deildinni í vetur en Akureyri féll og hefur leik í Grill 66 deildinni á næsta tímabili undir merkjum Þórs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×