Viðskipti innlent

Icelandic Gla­cial stefnir á fram­leiðslu kanna­bis­drykks

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Ólafsson er stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Glacial.
Jón Ólafsson er stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Glacial. VÍSIR/ARNÞÓR/ANTON

Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial þróar nú sérstakan kannabisdrykk og er stefnt að því að koma honum á markað víða um heim. Drykkurinn á að vera framleiddur úr íslensku vatni og kannabídíóli (CBD), einu af virku efnunum í kannabisplöntunni.

Frá þessu greint í Viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að Icelandic Glacial hafi skrifað undir þriggja ára samstarfssamning við bandaríska fyrirtækið Youngevity International fyrr á árinu. Samningurinn kveður á um þróun heilsutengdra vara og verður sérstök áhersla lögð á að þróun drykkjar sem inniheldur CBD.

Jón Ólafsson er stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Glacial. Hann segir í samtali við Viðskiptablaðið að drykkurinn verði með lækningamætti og að hann muni hjálpa fólki við ýmsa kvilla og verki. 

Hann segir CBD-olíuna vera selda yfir búðarborðið í nær öllum ríkjum Evrópu þó að Ísland sé ekki í þeim hópi. Þá séu slíkir kannabisdrykkir nú þegar vera komnir á markað í Ameríku og að vonast sé til að drykkurinn verði seldur víða um heim.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,1
5
46.200
MAREL
3,07
22
584.666
REGINN
2,35
5
48.606
EIK
2,15
6
82.684
FESTI
2,14
10
143.706

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,72
12
29.385
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.