Ræður þessu Hörður Ægisson skrifar 1. apríl 2019 08:00 Höggið af falli WOW air, sem kom fæstum á óvart sem hafa fylgst með dauðastríði félagsins undanfarna mánuði, verður umtalsvert á árinu. Þótt 25 önnur flugfélög muni fljúga til og frá landinu í sumar er ljóst að skarðið sem WOW skilur eftir sig – um 20 prósent af áætluðu heildarsætaframboði – verður aðeins að litlum hluta fyllt af öðrum félögum. Of skammur tími er fyrir þau til að gera breytingar á sumaráætlun sinni. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins munu dragast saman sem aftur setur þrýsting á gengið. Hóflegur hagvöxtur mun að líkindum breytast í samdrátt, raunverð fasteigna á eftir að lækka meira en ella og atvinnuleysi mun stóraukast. Við sáum forsmekkinn af því sem koma skal í lok síðustu viku þegar vel á þriðja þúsund manns var sagt upp störfum. Það jafngildir meira en einu prósenti allra sem eru á vinnumarkaði. Frekari uppsagnir ásamt gjaldþrotum fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, eru án efa óumflýjanleg. Það er hins vegar engin ástæða til að örvænta. Ísland er komið á kortið sem ferðaþjónustuland og það mun ekki breytast með brotthvarfi WOW air. Það sem meira máli skiptir er að undirstoðir þjóðarbúsins til að takast á við slíkt áfall, sem gjaldþrot kerfislega mikilvægs fyrirtækis hefur í för með sér, hafa aldrei verið sterkari. Ævintýralegur vöxtur WOW air, sem reyndist að lokum ekki grundvallast á sjálfbærum rekstrarforsendum, hefur átt sinn þátt í fordæmalausri kaupmáttaraukningu launafólks og eins þeim mikla og viðvarandi afgangi sem verið hefur á viðskiptum okkar við útlönd um langt skeið. Ávinningur landsmanna af þessum uppgangi er varanlegur og skilaði sér meðal annars í gjaldeyristekjum upp á mörg hundruð milljarða. Erlend staða þjóðarbúsins er því orðin ein sú besta í Evrópu og Seðlabankinn ræður yfir 700 milljarða gjaldeyrisforða sem hann getur beitt til að vinna gegn mögulegu gjaldeyrisútflæði. Þessi staða, ásamt þeirri staðreynd að skuldir fyrirtækja, heimila og ríkissjóðs eru afar lágar í sögulegu samhengi, gerir það að verkum að hagkerfið ætti að komast klakklaust í gegnum þær efnahagsþrengingar sem nú blasa við. Kjöraðstæður eru til að ná fram mjúkri lendingu og að óbreyttu ætti að vera hægt, sem er ekki í boði í mörgum okkar helstu viðskiptalöndum, að lækka vexti talsvert til að sporna við of djúpum samdrætti. Það yrði þá einsdæmi í hagsögunni. Fíllinn í herberginu, sem er ekki krónan eins og sumir halda fram hugsunarlaust, er vinnumarkaðurinn. Misráðin væntingastjórnun verkalýðshreyfingarinnar, sem framkallaði verkfallsaðgerðir gagnvart viðkvæmustu en í senn mikilvægustu atvinnugrein landsins, hefur valdið ómældum og tilgangslausum skaða. Eftir margra mánaða hatrammar deilur er nú hins vegar útlit fyrir að kjarasamningar séu að nást. Sá tónn sem heyrist frá sumum leiðtogum stéttarfélaganna gefur til kynna að þar séu menn farnir að nálgast einhvers konar jarðtengingu. Því ber að fagna enda þótt það sé síðra ef til þess þurfti gjaldþrot flugfélags. Verði samið um hóflegar launahækkanir munum við sjá vexti fara lækkandi. „Það er staðreynd að verkalýðshreyfingin ræður þessu,“ sagði Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, í Silfri Egils í gær. Hann hefur auðvitað rétt fyrir sér. Valið er núna verkalýðshreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Skoðun Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Höggið af falli WOW air, sem kom fæstum á óvart sem hafa fylgst með dauðastríði félagsins undanfarna mánuði, verður umtalsvert á árinu. Þótt 25 önnur flugfélög muni fljúga til og frá landinu í sumar er ljóst að skarðið sem WOW skilur eftir sig – um 20 prósent af áætluðu heildarsætaframboði – verður aðeins að litlum hluta fyllt af öðrum félögum. Of skammur tími er fyrir þau til að gera breytingar á sumaráætlun sinni. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins munu dragast saman sem aftur setur þrýsting á gengið. Hóflegur hagvöxtur mun að líkindum breytast í samdrátt, raunverð fasteigna á eftir að lækka meira en ella og atvinnuleysi mun stóraukast. Við sáum forsmekkinn af því sem koma skal í lok síðustu viku þegar vel á þriðja þúsund manns var sagt upp störfum. Það jafngildir meira en einu prósenti allra sem eru á vinnumarkaði. Frekari uppsagnir ásamt gjaldþrotum fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, eru án efa óumflýjanleg. Það er hins vegar engin ástæða til að örvænta. Ísland er komið á kortið sem ferðaþjónustuland og það mun ekki breytast með brotthvarfi WOW air. Það sem meira máli skiptir er að undirstoðir þjóðarbúsins til að takast á við slíkt áfall, sem gjaldþrot kerfislega mikilvægs fyrirtækis hefur í för með sér, hafa aldrei verið sterkari. Ævintýralegur vöxtur WOW air, sem reyndist að lokum ekki grundvallast á sjálfbærum rekstrarforsendum, hefur átt sinn þátt í fordæmalausri kaupmáttaraukningu launafólks og eins þeim mikla og viðvarandi afgangi sem verið hefur á viðskiptum okkar við útlönd um langt skeið. Ávinningur landsmanna af þessum uppgangi er varanlegur og skilaði sér meðal annars í gjaldeyristekjum upp á mörg hundruð milljarða. Erlend staða þjóðarbúsins er því orðin ein sú besta í Evrópu og Seðlabankinn ræður yfir 700 milljarða gjaldeyrisforða sem hann getur beitt til að vinna gegn mögulegu gjaldeyrisútflæði. Þessi staða, ásamt þeirri staðreynd að skuldir fyrirtækja, heimila og ríkissjóðs eru afar lágar í sögulegu samhengi, gerir það að verkum að hagkerfið ætti að komast klakklaust í gegnum þær efnahagsþrengingar sem nú blasa við. Kjöraðstæður eru til að ná fram mjúkri lendingu og að óbreyttu ætti að vera hægt, sem er ekki í boði í mörgum okkar helstu viðskiptalöndum, að lækka vexti talsvert til að sporna við of djúpum samdrætti. Það yrði þá einsdæmi í hagsögunni. Fíllinn í herberginu, sem er ekki krónan eins og sumir halda fram hugsunarlaust, er vinnumarkaðurinn. Misráðin væntingastjórnun verkalýðshreyfingarinnar, sem framkallaði verkfallsaðgerðir gagnvart viðkvæmustu en í senn mikilvægustu atvinnugrein landsins, hefur valdið ómældum og tilgangslausum skaða. Eftir margra mánaða hatrammar deilur er nú hins vegar útlit fyrir að kjarasamningar séu að nást. Sá tónn sem heyrist frá sumum leiðtogum stéttarfélaganna gefur til kynna að þar séu menn farnir að nálgast einhvers konar jarðtengingu. Því ber að fagna enda þótt það sé síðra ef til þess þurfti gjaldþrot flugfélags. Verði samið um hóflegar launahækkanir munum við sjá vexti fara lækkandi. „Það er staðreynd að verkalýðshreyfingin ræður þessu,“ sagði Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, í Silfri Egils í gær. Hann hefur auðvitað rétt fyrir sér. Valið er núna verkalýðshreyfingarinnar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun