Viðskipti innlent

Fréttir af andláti Benedorm stórlega ýktar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Benedorm opnaði í Pósthússtræti 9 í nóvember síðastliðnum.
Benedorm opnaði í Pósthússtræti 9 í nóvember síðastliðnum. Vísir/vilhelm

Skemmtistaðnum Benedorm Pósthússtræti í miðbæ Reykjavíkur hefur aðeins verið lokað tímabundið en ekki fyrir fullt og allt, að sögn eiganda staðarins. Umræða um meinta lokun hefur sprottið upp á samfélagsmiðlum en áhyggjufullir djammarar geta nú tekið gleði sína á ný – Benedorm opnar aftur.

Töluverð aðsókn hefur verið á Benedorm síðan staðurinn opnaði í nóvember síðastliðnum og því hefur fyrirvaralaust hlé á starfseminni vakið athygli, líkt og sjá má af tístunum hér að neðan, en því var jafnvel slegið föstu að staðurinn hefði farið á hausinn.Róbert Óskar Sigurvaldason eigandi Benedorm segir í samtali við Vísi að ástæða lokunarinnar sé einföld. Staðnum hafi verið lokað á meðan gerðar eru úrbætur á eldvörnum í eldhúsi. Þegar það komist í lag verði staðurinn opnaður aftur.

„Það er enginn bilbugur á okkur,“ segir Róbert.

Benedorm er rekinn í húsnæði hinnar sálugu Nóru magasín, sem skellti í lás í ágúst í fyrra eftir sólarlítið sumar. Kaffi Nora ehf., félagið utan um rekstur Nóru magasín, var svo tekið til gjaldþrotaskipta í september.

Veitingastaður og bar undir merkjum Nóru Magasin opnaði fyrst í Pósthússtræti 9 við Austurvöll árið 2013. Síðan þá hefur staðurinn gengið í gegnum eigendaskipti og breytingar en honum var til að mynda lokað í nokkra mánuði í fyrra vegna framkvæmda þar sem allt innanhúss var tekið í gegn. Þá gekk staðurinn enn og aftur í gegnum miklar breytingar áður en Benedorm opnaði í haust.


Tengdar fréttir

Erfiðleikar fá veitingamenn til að naga neglur

Umtalsverður samdráttur var hjá mörgum veitingastöðum í miðborginni í fyrra. Fjöldi veitingastaða sem eru innan við eins árs eru til sölu. Eigendur Osushi hafa brugðið á það ráð að loka veitingastaðnum í BorgarAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.