Viðskipti innlent

Fréttir af andláti Benedorm stórlega ýktar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Benedorm opnaði í Pósthússtræti 9 í nóvember síðastliðnum.
Benedorm opnaði í Pósthússtræti 9 í nóvember síðastliðnum. Vísir/vilhelm
Skemmtistaðnum Benedorm Pósthússtræti í miðbæ Reykjavíkur hefur aðeins verið lokað tímabundið en ekki fyrir fullt og allt, að sögn eiganda staðarins. Umræða um meinta lokun hefur sprottið upp á samfélagsmiðlum en áhyggjufullir djammarar geta nú tekið gleði sína á ný – Benedorm opnar aftur.Töluverð aðsókn hefur verið á Benedorm síðan staðurinn opnaði í nóvember síðastliðnum og því hefur fyrirvaralaust hlé á starfseminni vakið athygli, líkt og sjá má af tístunum hér að neðan, en því var jafnvel slegið föstu að staðurinn hefði farið á hausinn.

Róbert Óskar Sigurvaldason eigandi Benedorm segir í samtali við Vísi að ástæða lokunarinnar sé einföld. Staðnum hafi verið lokað á meðan gerðar eru úrbætur á eldvörnum í eldhúsi. Þegar það komist í lag verði staðurinn opnaður aftur.„Það er enginn bilbugur á okkur,“ segir Róbert.Benedorm er rekinn í húsnæði hinnar sálugu Nóru magasín, sem skellti í lás í ágúst í fyrra eftir sólarlítið sumar. Kaffi Nora ehf., félagið utan um rekstur Nóru magasín, var svo tekið til gjaldþrotaskipta í september.Veitingastaður og bar undir merkjum Nóru Magasin opnaði fyrst í Pósthússtræti 9 við Austurvöll árið 2013. Síðan þá hefur staðurinn gengið í gegnum eigendaskipti og breytingar en honum var til að mynda lokað í nokkra mánuði í fyrra vegna framkvæmda þar sem allt innanhúss var tekið í gegn. Þá gekk staðurinn enn og aftur í gegnum miklar breytingar áður en Benedorm opnaði í haust.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Erfiðleikar fá veitingamenn til að naga neglur

Umtalsverður samdráttur var hjá mörgum veitingastöðum í miðborginni í fyrra. Fjöldi veitingastaða sem eru innan við eins árs eru til sölu. Eigendur Osushi hafa brugðið á það ráð að loka veitingastaðnum í Borgar
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
0,36
2
104
SYN
0,2
2
873
ICEAIR
0
11
3.231
KVIKA
0
1
196
FESTI
0
3
120.582

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-2,82
1
172
REITIR
-1,62
6
27.644
ARION
-1,53
9
59.009
SIMINN
-1,35
6
50.373
TM
-1,24
4
140.674
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.