Viðskipti innlent

B5 lokað tímabundið vegna vatnstjóns

Birgir Olgeirsson skrifar
Svona var staðan á B5 skömmu fyrir áramót.
Svona var staðan á B5 skömmu fyrir áramót. Vísir

Aðdáendur skemmtistaðarins b5 í Bankastræti hafa komið að læstum dyrum undanfarnar vikur. Þegar litið var inn um glugga staðarins mátti sjá þar að búið var að ráðast í heljarinnar framkvæmdir á staðnum en það var ekki að ástæðulausu að sögn Andra Sigþórssonar, eins af eigendum b5.

Mikið vatnstjón varð á staðnum þegar ofnlagnir gáfu sig á Þorláksmessu en unnið er hörðum höndum að viðgerðum og endurbótum svo hægt verði að opna staðinn aftur sem fyrst. Andri segir að allt útlit sé fyrir að það gæti orðið fyrir þarnæstu helgi, eða helgina 19. – 20. janúar.

Andri segir að eigendur b5 muni nýta tækifærið og fríska upp á salerni, gólfefni og lýsingu en tjónið gerði ekki boð á undan sér og átti sér stað á allra versta tíma. Því gafst enginn tími til að nýta tækifærið og gera róttækar breytingar á uppsetningu staðarins.

Ofnlagnir gáfu sig á Þorláksmessu. FBL/Pjetur

„Það myndi krefjast mun meiri undirbúnings og forvinnu. Við erum að keppast við að gera þetta eins hratt og mögulegt er svo að okkar trúföstu og frábæru viðskiptavinir komist í B5 stemminguna aftur sem allra fyrst.“

Aðdáendur b5 þurfa því ekki að örvænta, þeir munu fá að sletta úr klaufunum á ný á þessum vinsæla stað innan skamms.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.