Fyrsta málið var málefni Stjörnunnar sem er enn að versla sterka leikmenn. Ólafur Bjarki Ragnarsson og Tandri Már Konráðsson hafa samið við Stjörnuna og slúðrað er um að Ólafur Gústafsson sé einnig á leið í Stjörnuna.
Gunnar Berg Viktorsson spurði því hvort Stjarnan ætlaði ekki bara líka að fá Nikola Karabatic? Jóhann Gunnar Einarsson sagðist þó ekki skilja af hverju leikmenn væru að fara í Stjörnuna því umgjörðin væri léleg og engir áhorfendur á leikjum liðsins.
Einnig var farið yfir hvort það þyrfti að vera með umspil fyrir liðið sem lendir í ellefta sæti Olís-deildarinnar frekar en að það falli.
Svo var rætt hvernig væri hægt að draga úr dómaratuði þjálfara.
Sjá má umræðuna hér að neðan.