Sara í viðtali á CNN sem segir enga stærri CrossFit-stjörnu vera til í heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2019 15:45 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Skjámynd/CNN Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur stimplað sig aftur inn í hóp þeirra hraustustu í heimi með frábærri frammistöðu sinni á árinu 2019. Sara tryggði sér sæti á heimsleikunum með sigri á Strength in Depth CrossFit mótinu í London og fylgdi því síðan eftir með að vinna „The Open“ á dögunum. Endurkoma Söru hefur vakið heimsathygli og þar meðal hjá CNN fréttstofuninni sem fékk Söru í viðtal þar sem hún ræðir bæði erfiðleikana sína á árinu 2018 og endurkomuna á árinu 2019. CNN kynnir Söru inn í fréttinni með þeim orðum að í CrossFit-heiminum sé ekki til stærri stjarna en hin íslenska Sara Sigmundsdóttir sem CNN bendir á að sé með 1,4 milljón fylgjendur á Instagram og að hún fái alltaf mikinn stuðning hvar sem hún keppir. Blaðamaður CNN fullyrðir líka að engin keppandi á CrossFit leikunum fái hærri hvatningarhróp en einmitt Sara.Sara Sigmundsdottir has fought back from not one but two broken ribs, as she aims to win her first @CrossFitGames title.https://t.co/MLSbhPpMyNpic.twitter.com/fjuAeNokCl — CNN Sport (@cnnsport) April 4, 2019Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur þó enn ekki náð að vinna heimsleikana þrátt fyrir að vera oft í forystu, unnið tvö brons og oftast verið í toppbarráttunni. Þar að segja þar til í fyrra þegar hún varð að hætta keppni eftir að hafa rifbeinsbrotnað. „Ég hef aldrei verið í eins góðu formi og ég var þarna. Ég hef aldrei verið hraustari og aldrei léttari á fæti. Mér leið frábærlega og fannst ég vera að toppa á réttum tíma. Ég var líka svo spennt að sýna hversu mikið ég hafði lagt á mig,“ sagði Sara.Fréttin á CNN.Skjámynd/CNNHún hafði keppt rifbeinsbrotin á leikunum 2017 og náð samt fjórða sætinu. Hún var búin að ná sér af því þegar hún braut annað rifbein í upphitun fyrir eina greinina á degi eitt. „Ég var að reyna að fela meiðslin fyrir þjálfaranum mínum því ég vissi að hann hefði látið mig hætta keppni. Ég hugsaði að ef þetta er brot, þá er þetta bara brotið bein og ég get komist í gegnum það,“ segir Sara. Sara kláraði níu greinar áður en sársaukinn varð of mikill og hún tók þá ákvörðun að hætta keppni. Reyndar var þjálfarinn sem dró hana úr keppni því hún gat það ekki sjálf. „Þetta var erfiðasta ákvörðunin sem ég hef tekið á ævinni. Ég hafði klárað þrautbrautina í þyngingarvestinu, ég hefði klárað jafnhendinguna og ég hafði klárað réttstöðulyftuna,“ sagði Sara. „Ég hugsaði því að það væri ekki mikið verra sem ég þurfti að komast í gengum. Þá kom þessi skrýtna grein þar sem við þurftum að draga hluti og ég man bara eftir sársaukanum. Ég hugsaði því um það hvort að tíunda sætið væri þess virði að meiðast meira,“ sagði Sara. Sara hætti keppni en snéri aftur sex mánuðum seinna í mögnuðu formi og hefur staðið sig betur og betur með hverri keppni. Það átti enginn þannig möguleika í hana í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Með því að vinna „The Open“ hafði Sara í raun tryggt sér tvisvar þátttökurétt á heimsleikunum 2019 þá sem hún dreymir um að vinna í fyrsta sinn. Það má lesa allt viðtalið hér. CrossFit Tengdar fréttir Sara vann "Strength in Depth“ og er komin á heimsleikana Tvær íslenskar Crossfit-stelpur búnar að tryggja sér sæti á heimsleikunum. 24. febrúar 2019 20:21 Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. 2. apríl 2019 09:30 Nicole Kidman sagði nei við Söru og þess vegna segir Sara aldrei nei í dag Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður í sviðsljósinu í London um helgina og hún fór í mjög persónulegt gönguviðtal eftir komu sína til Englands. 22. febrúar 2019 13:00 „Bless London, halló Madison“ Klaufalegu mistökin sem strítt hafa Söru Sigmundsdóttur á mikilvægum Cross Fit mótum í gegnum tíðina voru hvergi sjáanleg í London um helgina. 25. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur stimplað sig aftur inn í hóp þeirra hraustustu í heimi með frábærri frammistöðu sinni á árinu 2019. Sara tryggði sér sæti á heimsleikunum með sigri á Strength in Depth CrossFit mótinu í London og fylgdi því síðan eftir með að vinna „The Open“ á dögunum. Endurkoma Söru hefur vakið heimsathygli og þar meðal hjá CNN fréttstofuninni sem fékk Söru í viðtal þar sem hún ræðir bæði erfiðleikana sína á árinu 2018 og endurkomuna á árinu 2019. CNN kynnir Söru inn í fréttinni með þeim orðum að í CrossFit-heiminum sé ekki til stærri stjarna en hin íslenska Sara Sigmundsdóttir sem CNN bendir á að sé með 1,4 milljón fylgjendur á Instagram og að hún fái alltaf mikinn stuðning hvar sem hún keppir. Blaðamaður CNN fullyrðir líka að engin keppandi á CrossFit leikunum fái hærri hvatningarhróp en einmitt Sara.Sara Sigmundsdottir has fought back from not one but two broken ribs, as she aims to win her first @CrossFitGames title.https://t.co/MLSbhPpMyNpic.twitter.com/fjuAeNokCl — CNN Sport (@cnnsport) April 4, 2019Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur þó enn ekki náð að vinna heimsleikana þrátt fyrir að vera oft í forystu, unnið tvö brons og oftast verið í toppbarráttunni. Þar að segja þar til í fyrra þegar hún varð að hætta keppni eftir að hafa rifbeinsbrotnað. „Ég hef aldrei verið í eins góðu formi og ég var þarna. Ég hef aldrei verið hraustari og aldrei léttari á fæti. Mér leið frábærlega og fannst ég vera að toppa á réttum tíma. Ég var líka svo spennt að sýna hversu mikið ég hafði lagt á mig,“ sagði Sara.Fréttin á CNN.Skjámynd/CNNHún hafði keppt rifbeinsbrotin á leikunum 2017 og náð samt fjórða sætinu. Hún var búin að ná sér af því þegar hún braut annað rifbein í upphitun fyrir eina greinina á degi eitt. „Ég var að reyna að fela meiðslin fyrir þjálfaranum mínum því ég vissi að hann hefði látið mig hætta keppni. Ég hugsaði að ef þetta er brot, þá er þetta bara brotið bein og ég get komist í gegnum það,“ segir Sara. Sara kláraði níu greinar áður en sársaukinn varð of mikill og hún tók þá ákvörðun að hætta keppni. Reyndar var þjálfarinn sem dró hana úr keppni því hún gat það ekki sjálf. „Þetta var erfiðasta ákvörðunin sem ég hef tekið á ævinni. Ég hafði klárað þrautbrautina í þyngingarvestinu, ég hefði klárað jafnhendinguna og ég hafði klárað réttstöðulyftuna,“ sagði Sara. „Ég hugsaði því að það væri ekki mikið verra sem ég þurfti að komast í gengum. Þá kom þessi skrýtna grein þar sem við þurftum að draga hluti og ég man bara eftir sársaukanum. Ég hugsaði því um það hvort að tíunda sætið væri þess virði að meiðast meira,“ sagði Sara. Sara hætti keppni en snéri aftur sex mánuðum seinna í mögnuðu formi og hefur staðið sig betur og betur með hverri keppni. Það átti enginn þannig möguleika í hana í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Með því að vinna „The Open“ hafði Sara í raun tryggt sér tvisvar þátttökurétt á heimsleikunum 2019 þá sem hún dreymir um að vinna í fyrsta sinn. Það má lesa allt viðtalið hér.
CrossFit Tengdar fréttir Sara vann "Strength in Depth“ og er komin á heimsleikana Tvær íslenskar Crossfit-stelpur búnar að tryggja sér sæti á heimsleikunum. 24. febrúar 2019 20:21 Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. 2. apríl 2019 09:30 Nicole Kidman sagði nei við Söru og þess vegna segir Sara aldrei nei í dag Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður í sviðsljósinu í London um helgina og hún fór í mjög persónulegt gönguviðtal eftir komu sína til Englands. 22. febrúar 2019 13:00 „Bless London, halló Madison“ Klaufalegu mistökin sem strítt hafa Söru Sigmundsdóttur á mikilvægum Cross Fit mótum í gegnum tíðina voru hvergi sjáanleg í London um helgina. 25. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
Sara vann "Strength in Depth“ og er komin á heimsleikana Tvær íslenskar Crossfit-stelpur búnar að tryggja sér sæti á heimsleikunum. 24. febrúar 2019 20:21
Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. 2. apríl 2019 09:30
Nicole Kidman sagði nei við Söru og þess vegna segir Sara aldrei nei í dag Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður í sviðsljósinu í London um helgina og hún fór í mjög persónulegt gönguviðtal eftir komu sína til Englands. 22. febrúar 2019 13:00
„Bless London, halló Madison“ Klaufalegu mistökin sem strítt hafa Söru Sigmundsdóttur á mikilvægum Cross Fit mótum í gegnum tíðina voru hvergi sjáanleg í London um helgina. 25. febrúar 2019 11:30