Körfubolti

Fjölnir komið yfir í úrslitaeinvíginu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Fjölnis í vetur.
Úr leik Fjölnis í vetur. mynd/facebook-síða Fjölnis

Fjölnir er komið yfir gegn Hamri í úrslitaviðureigninni um sæti í Dominos-deild karla á næstu leiktíð en Fjölnir vann fyrsta leik liðanna í kvöld, 108-82.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Fjölnir var fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en í hálfleik var staðan 51-47, Fjölni í vil.

Í síðari hálfleik voru Fjölnismenn mun sterkari. Þeir náðu upp góðu forskoti í þriðja leikhluta og stigu enn frekar á bensíngjöfina í þeim fjórða. Sigurinn að lokum öruggur.

Marques Oliver gerði 28 stig fyrir Fjölni. Hann tók þar að auki tíu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Srdan Stojanovic gerði 22 stig.

Everage Lee Richardson var frábær í liði Hamars eins og svo oft áður. Hann skoraði 27 stig en næstur komu þeir Julian Rajic og Marko Milekic með tólf stig.

Næsti leikur liðanna fer fram á þriðjudaginn en fyrsta liðið til þess að vinna þrjá leiki fer upp í Dominos-deildina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.