Vörumerki í kreppu Dr. Friðrik Larsen skrifar 8. apríl 2019 10:31 Kreppa er vond fyrir neytendur, skaðar fyrirtæki og drepur vörumerki. En í kreppu felast líka tækifæri. Vörumerki sem lifa af kreppuna koma út úr henni með færri samkeppnisaðila, tryggari viðskiptavini og jafnvel nýjan tilgang. Hér eru nokkur atriði sem er hjálplegt að hafa í huga í niðursveiflunni sem er handan við hornið.1. Raunsætt stöðumat Rétt eins og markaðir, þá er neytendahegðun stöðugt á hreyfingu. Kreppa keyrir þó breytingar hraðar í gegn og gjörbreytir neyslumynstri. Skilningur á því hvaða áhrif þetta hefur á þína atvinnugrein er lykilatriði. Sumt er fyrirsjáanlegt. T.d. ganga afsláttarbúðir betur þar sem verðlag er lægra og meira selst af skyndibita. Fólk ferðast minna og fer síður í frí til fjarlægra staða. Annað getur verið erfiðara að sjá fyrir. Almennt við vitum við að velta minnkar í niðursveiflu en til að vita betur hvað gerist í þínu tilfelli þarftu að þekkja þín mismunandi markhópa vel svo hægt sé að endurmóta staðfærslu (innan eðlilegra marka) til að sporna við minni sölu.2. Endurskoðaðu virðistilboðið Þrátt fyrir að eiginleikar vörumerkisins þíns kúvendist ekki (og eiga ekki að gera það) þá gæti verið gagnlegt að fínstilla einhverja þætti. Þetta gæti verið góður tími til að líta til ánægðustu viðskiptavinanna og skilja hvað þeir eru ánægðastir með. Kannski leynast þar tækifæri sem leggja ætti meiri áherslu á. Er vörumerkið kannski lúxus á góðu verði? Hjálpar þín þjónusta til þess að draga stórlega úr kostnaði viðskiptavina? Kafaðu - og reyndu draga fram það sem máli skiptir í niðursveiflu.3. Fjárfestu Krepputímar eru þeir tímar sem þú ættir að vera að fjárfesta í verðmætustu viðskiptavinunum þínum. Ef þú hefur reiknað út líftímavirði viðskiptavina þá veistu að erfitt er að fylla skarð mikilvægra viðskiptavina sem tapast. Í staðinn fyrir að tapa þeim, reyndu að gera þá tryggari. Ekki stökka í að lækka verð því það gerir kannski lítið annað en að samkeppnisaðilar svari í sömu mynt. Leitaðu að öðrum leiðum, t.d. tryggðarkerfum, bjóddu kennslu og þjálfun, eða einhverju því sem örvar nýjar upplifanir og sem tengir þig betur við viðskiptavini. Fjárfestu líka í bestu starfsmönnunum. Ef þeir eru hræddir við að missa starfið þá missir þú þá bestu fyrst því þeir ganga auðveldlega inn í önnur störf. Ef það verður að fækka störfum, notaðu þá það sem sparast við að hækka laun þeirra mikilvægustu eða búðu til bónusa fyrir þá sem standa með þér – því þeir munu örugglega þurfa að vinna meira þegar hinir eru farnir. Eða fjárfestu í mannauði með kennslu, vinnuskiptum þvert á deildir eða bitlingum fyrir þá bestu.4. Endurskoðaðu hvað lúxus stendur fyrir Ef litið er til síðust kreppu þá drap hún ekki lúxus en hún breytti hugtakinu. Nýjar tegundir af lúxus komu fram svo sem heilsuhreysti (góð heilsa) og meiri neysla á vörum búnum til í næsta umhverfi. Það sem þarf að hafa í huga, öðru fremur, er að niðursveifla hefur áhrif á hugarfar áður en hún hefur áhrif á veskið. Það að sjá aðra missa vinnuna hefur þau áhrif að fólk dregur úr neyslu, og þar með auka eymdina. Í þessar aðstæður gæti verið gott að endurstaðsetja lúxus m.v. við breytt gildismat og draga því samhliða úr félagslegri pressu sem neytendur finna fyrir í þá veru að þeir dragi úr lúxus.5. Leitaðu að tækifærum Krepputími gæti verið besti tíminn til að kynna nýtt vörumerki því samkeppnin er ekki jafn ofsafengin. Neytendur bregðast ennþá við boðum sem innihalda virði og auglýsendur gætu fundið ódýrari leiðir til að koma skilaboðum á framfæri.6. Nýttu þér hægaganginn Ef niðursveiflan hægir mikið á rekstrinum, notaðu hægaganginn í nýsköpun. Prófaðu nýjar afendingarleiðir, öðruvísi pakkningar eða öðruvísi þjónustu. Íhugaðu að brotlenda hratt með síendurteknum leiðum til að prófa nýja hluti og lesa í huga neytenda. Dragðu fram hluti sem þú hefur verið of upptekin til að prófa fram að þessu.7. Skoðaðu kauptækifæri Fyrrum sterk vörumerki sem eru eru í fjárhagsörðuleikum gætu verið föl fyrir verið sem er boðlegt. Keyptu þannig nýja tækni, einkaleyfi, markaðahluta að jafnvel önnur vörumerki sem þú ættir ekki möguleika á að kaupa í hefðbundnara rekstrarumhverfi.8. Stækkaðu Ef þú hefur greint markaðinn vel og skilið hvernig neytendur bregðast við niðursveiflu, íhugaðu þá að stækka. Vörumerki sem hafa vaxið í kreppu (eins og t.d. Lego og Netflix gerðu) sækja oft ennþá meira í sig veðrið að kreppu lokinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Kreppa er vond fyrir neytendur, skaðar fyrirtæki og drepur vörumerki. En í kreppu felast líka tækifæri. Vörumerki sem lifa af kreppuna koma út úr henni með færri samkeppnisaðila, tryggari viðskiptavini og jafnvel nýjan tilgang. Hér eru nokkur atriði sem er hjálplegt að hafa í huga í niðursveiflunni sem er handan við hornið.1. Raunsætt stöðumat Rétt eins og markaðir, þá er neytendahegðun stöðugt á hreyfingu. Kreppa keyrir þó breytingar hraðar í gegn og gjörbreytir neyslumynstri. Skilningur á því hvaða áhrif þetta hefur á þína atvinnugrein er lykilatriði. Sumt er fyrirsjáanlegt. T.d. ganga afsláttarbúðir betur þar sem verðlag er lægra og meira selst af skyndibita. Fólk ferðast minna og fer síður í frí til fjarlægra staða. Annað getur verið erfiðara að sjá fyrir. Almennt við vitum við að velta minnkar í niðursveiflu en til að vita betur hvað gerist í þínu tilfelli þarftu að þekkja þín mismunandi markhópa vel svo hægt sé að endurmóta staðfærslu (innan eðlilegra marka) til að sporna við minni sölu.2. Endurskoðaðu virðistilboðið Þrátt fyrir að eiginleikar vörumerkisins þíns kúvendist ekki (og eiga ekki að gera það) þá gæti verið gagnlegt að fínstilla einhverja þætti. Þetta gæti verið góður tími til að líta til ánægðustu viðskiptavinanna og skilja hvað þeir eru ánægðastir með. Kannski leynast þar tækifæri sem leggja ætti meiri áherslu á. Er vörumerkið kannski lúxus á góðu verði? Hjálpar þín þjónusta til þess að draga stórlega úr kostnaði viðskiptavina? Kafaðu - og reyndu draga fram það sem máli skiptir í niðursveiflu.3. Fjárfestu Krepputímar eru þeir tímar sem þú ættir að vera að fjárfesta í verðmætustu viðskiptavinunum þínum. Ef þú hefur reiknað út líftímavirði viðskiptavina þá veistu að erfitt er að fylla skarð mikilvægra viðskiptavina sem tapast. Í staðinn fyrir að tapa þeim, reyndu að gera þá tryggari. Ekki stökka í að lækka verð því það gerir kannski lítið annað en að samkeppnisaðilar svari í sömu mynt. Leitaðu að öðrum leiðum, t.d. tryggðarkerfum, bjóddu kennslu og þjálfun, eða einhverju því sem örvar nýjar upplifanir og sem tengir þig betur við viðskiptavini. Fjárfestu líka í bestu starfsmönnunum. Ef þeir eru hræddir við að missa starfið þá missir þú þá bestu fyrst því þeir ganga auðveldlega inn í önnur störf. Ef það verður að fækka störfum, notaðu þá það sem sparast við að hækka laun þeirra mikilvægustu eða búðu til bónusa fyrir þá sem standa með þér – því þeir munu örugglega þurfa að vinna meira þegar hinir eru farnir. Eða fjárfestu í mannauði með kennslu, vinnuskiptum þvert á deildir eða bitlingum fyrir þá bestu.4. Endurskoðaðu hvað lúxus stendur fyrir Ef litið er til síðust kreppu þá drap hún ekki lúxus en hún breytti hugtakinu. Nýjar tegundir af lúxus komu fram svo sem heilsuhreysti (góð heilsa) og meiri neysla á vörum búnum til í næsta umhverfi. Það sem þarf að hafa í huga, öðru fremur, er að niðursveifla hefur áhrif á hugarfar áður en hún hefur áhrif á veskið. Það að sjá aðra missa vinnuna hefur þau áhrif að fólk dregur úr neyslu, og þar með auka eymdina. Í þessar aðstæður gæti verið gott að endurstaðsetja lúxus m.v. við breytt gildismat og draga því samhliða úr félagslegri pressu sem neytendur finna fyrir í þá veru að þeir dragi úr lúxus.5. Leitaðu að tækifærum Krepputími gæti verið besti tíminn til að kynna nýtt vörumerki því samkeppnin er ekki jafn ofsafengin. Neytendur bregðast ennþá við boðum sem innihalda virði og auglýsendur gætu fundið ódýrari leiðir til að koma skilaboðum á framfæri.6. Nýttu þér hægaganginn Ef niðursveiflan hægir mikið á rekstrinum, notaðu hægaganginn í nýsköpun. Prófaðu nýjar afendingarleiðir, öðruvísi pakkningar eða öðruvísi þjónustu. Íhugaðu að brotlenda hratt með síendurteknum leiðum til að prófa nýja hluti og lesa í huga neytenda. Dragðu fram hluti sem þú hefur verið of upptekin til að prófa fram að þessu.7. Skoðaðu kauptækifæri Fyrrum sterk vörumerki sem eru eru í fjárhagsörðuleikum gætu verið föl fyrir verið sem er boðlegt. Keyptu þannig nýja tækni, einkaleyfi, markaðahluta að jafnvel önnur vörumerki sem þú ættir ekki möguleika á að kaupa í hefðbundnara rekstrarumhverfi.8. Stækkaðu Ef þú hefur greint markaðinn vel og skilið hvernig neytendur bregðast við niðursveiflu, íhugaðu þá að stækka. Vörumerki sem hafa vaxið í kreppu (eins og t.d. Lego og Netflix gerðu) sækja oft ennþá meira í sig veðrið að kreppu lokinni.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar