Vörumerki í kreppu Dr. Friðrik Larsen skrifar 8. apríl 2019 10:31 Kreppa er vond fyrir neytendur, skaðar fyrirtæki og drepur vörumerki. En í kreppu felast líka tækifæri. Vörumerki sem lifa af kreppuna koma út úr henni með færri samkeppnisaðila, tryggari viðskiptavini og jafnvel nýjan tilgang. Hér eru nokkur atriði sem er hjálplegt að hafa í huga í niðursveiflunni sem er handan við hornið.1. Raunsætt stöðumat Rétt eins og markaðir, þá er neytendahegðun stöðugt á hreyfingu. Kreppa keyrir þó breytingar hraðar í gegn og gjörbreytir neyslumynstri. Skilningur á því hvaða áhrif þetta hefur á þína atvinnugrein er lykilatriði. Sumt er fyrirsjáanlegt. T.d. ganga afsláttarbúðir betur þar sem verðlag er lægra og meira selst af skyndibita. Fólk ferðast minna og fer síður í frí til fjarlægra staða. Annað getur verið erfiðara að sjá fyrir. Almennt við vitum við að velta minnkar í niðursveiflu en til að vita betur hvað gerist í þínu tilfelli þarftu að þekkja þín mismunandi markhópa vel svo hægt sé að endurmóta staðfærslu (innan eðlilegra marka) til að sporna við minni sölu.2. Endurskoðaðu virðistilboðið Þrátt fyrir að eiginleikar vörumerkisins þíns kúvendist ekki (og eiga ekki að gera það) þá gæti verið gagnlegt að fínstilla einhverja þætti. Þetta gæti verið góður tími til að líta til ánægðustu viðskiptavinanna og skilja hvað þeir eru ánægðastir með. Kannski leynast þar tækifæri sem leggja ætti meiri áherslu á. Er vörumerkið kannski lúxus á góðu verði? Hjálpar þín þjónusta til þess að draga stórlega úr kostnaði viðskiptavina? Kafaðu - og reyndu draga fram það sem máli skiptir í niðursveiflu.3. Fjárfestu Krepputímar eru þeir tímar sem þú ættir að vera að fjárfesta í verðmætustu viðskiptavinunum þínum. Ef þú hefur reiknað út líftímavirði viðskiptavina þá veistu að erfitt er að fylla skarð mikilvægra viðskiptavina sem tapast. Í staðinn fyrir að tapa þeim, reyndu að gera þá tryggari. Ekki stökka í að lækka verð því það gerir kannski lítið annað en að samkeppnisaðilar svari í sömu mynt. Leitaðu að öðrum leiðum, t.d. tryggðarkerfum, bjóddu kennslu og þjálfun, eða einhverju því sem örvar nýjar upplifanir og sem tengir þig betur við viðskiptavini. Fjárfestu líka í bestu starfsmönnunum. Ef þeir eru hræddir við að missa starfið þá missir þú þá bestu fyrst því þeir ganga auðveldlega inn í önnur störf. Ef það verður að fækka störfum, notaðu þá það sem sparast við að hækka laun þeirra mikilvægustu eða búðu til bónusa fyrir þá sem standa með þér – því þeir munu örugglega þurfa að vinna meira þegar hinir eru farnir. Eða fjárfestu í mannauði með kennslu, vinnuskiptum þvert á deildir eða bitlingum fyrir þá bestu.4. Endurskoðaðu hvað lúxus stendur fyrir Ef litið er til síðust kreppu þá drap hún ekki lúxus en hún breytti hugtakinu. Nýjar tegundir af lúxus komu fram svo sem heilsuhreysti (góð heilsa) og meiri neysla á vörum búnum til í næsta umhverfi. Það sem þarf að hafa í huga, öðru fremur, er að niðursveifla hefur áhrif á hugarfar áður en hún hefur áhrif á veskið. Það að sjá aðra missa vinnuna hefur þau áhrif að fólk dregur úr neyslu, og þar með auka eymdina. Í þessar aðstæður gæti verið gott að endurstaðsetja lúxus m.v. við breytt gildismat og draga því samhliða úr félagslegri pressu sem neytendur finna fyrir í þá veru að þeir dragi úr lúxus.5. Leitaðu að tækifærum Krepputími gæti verið besti tíminn til að kynna nýtt vörumerki því samkeppnin er ekki jafn ofsafengin. Neytendur bregðast ennþá við boðum sem innihalda virði og auglýsendur gætu fundið ódýrari leiðir til að koma skilaboðum á framfæri.6. Nýttu þér hægaganginn Ef niðursveiflan hægir mikið á rekstrinum, notaðu hægaganginn í nýsköpun. Prófaðu nýjar afendingarleiðir, öðruvísi pakkningar eða öðruvísi þjónustu. Íhugaðu að brotlenda hratt með síendurteknum leiðum til að prófa nýja hluti og lesa í huga neytenda. Dragðu fram hluti sem þú hefur verið of upptekin til að prófa fram að þessu.7. Skoðaðu kauptækifæri Fyrrum sterk vörumerki sem eru eru í fjárhagsörðuleikum gætu verið föl fyrir verið sem er boðlegt. Keyptu þannig nýja tækni, einkaleyfi, markaðahluta að jafnvel önnur vörumerki sem þú ættir ekki möguleika á að kaupa í hefðbundnara rekstrarumhverfi.8. Stækkaðu Ef þú hefur greint markaðinn vel og skilið hvernig neytendur bregðast við niðursveiflu, íhugaðu þá að stækka. Vörumerki sem hafa vaxið í kreppu (eins og t.d. Lego og Netflix gerðu) sækja oft ennþá meira í sig veðrið að kreppu lokinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Kreppa er vond fyrir neytendur, skaðar fyrirtæki og drepur vörumerki. En í kreppu felast líka tækifæri. Vörumerki sem lifa af kreppuna koma út úr henni með færri samkeppnisaðila, tryggari viðskiptavini og jafnvel nýjan tilgang. Hér eru nokkur atriði sem er hjálplegt að hafa í huga í niðursveiflunni sem er handan við hornið.1. Raunsætt stöðumat Rétt eins og markaðir, þá er neytendahegðun stöðugt á hreyfingu. Kreppa keyrir þó breytingar hraðar í gegn og gjörbreytir neyslumynstri. Skilningur á því hvaða áhrif þetta hefur á þína atvinnugrein er lykilatriði. Sumt er fyrirsjáanlegt. T.d. ganga afsláttarbúðir betur þar sem verðlag er lægra og meira selst af skyndibita. Fólk ferðast minna og fer síður í frí til fjarlægra staða. Annað getur verið erfiðara að sjá fyrir. Almennt við vitum við að velta minnkar í niðursveiflu en til að vita betur hvað gerist í þínu tilfelli þarftu að þekkja þín mismunandi markhópa vel svo hægt sé að endurmóta staðfærslu (innan eðlilegra marka) til að sporna við minni sölu.2. Endurskoðaðu virðistilboðið Þrátt fyrir að eiginleikar vörumerkisins þíns kúvendist ekki (og eiga ekki að gera það) þá gæti verið gagnlegt að fínstilla einhverja þætti. Þetta gæti verið góður tími til að líta til ánægðustu viðskiptavinanna og skilja hvað þeir eru ánægðastir með. Kannski leynast þar tækifæri sem leggja ætti meiri áherslu á. Er vörumerkið kannski lúxus á góðu verði? Hjálpar þín þjónusta til þess að draga stórlega úr kostnaði viðskiptavina? Kafaðu - og reyndu draga fram það sem máli skiptir í niðursveiflu.3. Fjárfestu Krepputímar eru þeir tímar sem þú ættir að vera að fjárfesta í verðmætustu viðskiptavinunum þínum. Ef þú hefur reiknað út líftímavirði viðskiptavina þá veistu að erfitt er að fylla skarð mikilvægra viðskiptavina sem tapast. Í staðinn fyrir að tapa þeim, reyndu að gera þá tryggari. Ekki stökka í að lækka verð því það gerir kannski lítið annað en að samkeppnisaðilar svari í sömu mynt. Leitaðu að öðrum leiðum, t.d. tryggðarkerfum, bjóddu kennslu og þjálfun, eða einhverju því sem örvar nýjar upplifanir og sem tengir þig betur við viðskiptavini. Fjárfestu líka í bestu starfsmönnunum. Ef þeir eru hræddir við að missa starfið þá missir þú þá bestu fyrst því þeir ganga auðveldlega inn í önnur störf. Ef það verður að fækka störfum, notaðu þá það sem sparast við að hækka laun þeirra mikilvægustu eða búðu til bónusa fyrir þá sem standa með þér – því þeir munu örugglega þurfa að vinna meira þegar hinir eru farnir. Eða fjárfestu í mannauði með kennslu, vinnuskiptum þvert á deildir eða bitlingum fyrir þá bestu.4. Endurskoðaðu hvað lúxus stendur fyrir Ef litið er til síðust kreppu þá drap hún ekki lúxus en hún breytti hugtakinu. Nýjar tegundir af lúxus komu fram svo sem heilsuhreysti (góð heilsa) og meiri neysla á vörum búnum til í næsta umhverfi. Það sem þarf að hafa í huga, öðru fremur, er að niðursveifla hefur áhrif á hugarfar áður en hún hefur áhrif á veskið. Það að sjá aðra missa vinnuna hefur þau áhrif að fólk dregur úr neyslu, og þar með auka eymdina. Í þessar aðstæður gæti verið gott að endurstaðsetja lúxus m.v. við breytt gildismat og draga því samhliða úr félagslegri pressu sem neytendur finna fyrir í þá veru að þeir dragi úr lúxus.5. Leitaðu að tækifærum Krepputími gæti verið besti tíminn til að kynna nýtt vörumerki því samkeppnin er ekki jafn ofsafengin. Neytendur bregðast ennþá við boðum sem innihalda virði og auglýsendur gætu fundið ódýrari leiðir til að koma skilaboðum á framfæri.6. Nýttu þér hægaganginn Ef niðursveiflan hægir mikið á rekstrinum, notaðu hægaganginn í nýsköpun. Prófaðu nýjar afendingarleiðir, öðruvísi pakkningar eða öðruvísi þjónustu. Íhugaðu að brotlenda hratt með síendurteknum leiðum til að prófa nýja hluti og lesa í huga neytenda. Dragðu fram hluti sem þú hefur verið of upptekin til að prófa fram að þessu.7. Skoðaðu kauptækifæri Fyrrum sterk vörumerki sem eru eru í fjárhagsörðuleikum gætu verið föl fyrir verið sem er boðlegt. Keyptu þannig nýja tækni, einkaleyfi, markaðahluta að jafnvel önnur vörumerki sem þú ættir ekki möguleika á að kaupa í hefðbundnara rekstrarumhverfi.8. Stækkaðu Ef þú hefur greint markaðinn vel og skilið hvernig neytendur bregðast við niðursveiflu, íhugaðu þá að stækka. Vörumerki sem hafa vaxið í kreppu (eins og t.d. Lego og Netflix gerðu) sækja oft ennþá meira í sig veðrið að kreppu lokinni.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun