Körfubolti

Flautukarfa og Hamar jafnaði metin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Everage var frábær í kvöld.
Everage var frábær í kvöld. MYND/FACEBOOK-SÍÐA HAMARS

Hamar er búið að jafna metin gegn Fjölni í úrslitaeinvíginu um sæti í Dominos-deild karla eftir sigur í viðureign liðanna í kvöld, 88-86.

Það var lygileg spenna nær allan leikinn í kvöld. Staðan í hálfleik var 51-50, Hamar, í vil og Fjölnismenn jöfnuðu metin, 86-86, er sautján sekúndur voru eftir.

Hvergerðingar tóku leikhlé og það endaði með því að Everage Lee Richardson skoraði sigurkörfuna í þann mund sem flautan gall. Dramatískur og mikilvægur sigur Hamars.

Áðurnefndur Everage var stigahæstur hjá Hamar í kvöld en hann skoraði 21 stig, tók tvö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Ragnar Jósef Ragnarsson skoraði fimmtán stig.

Srdan Stojanovic skoraði 23 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar í liði Fjölnis. Marques Oliver skoraði 20 stig og tók ellefu fráköst.

Næsti leikur liðanna fer fram á föstudaginn en fyrsta liðið til þess að vinna þrjá leiki leikur í Dominos-deildinni á næsta tímabili. Staðan er nú 1-1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.