Formúla 1

Uppgjörsþáttur: Hamilton hlutskarpastur í Barein

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurreifur Hamilton.
Sigurreifur Hamilton. vísir/getty

Breski heimsmeistarinn Lewis Hamilton varð hlutskarpastur í Barein-kappakstrinum, annari keppni tímabilsins í Formúlu 1, í dag.

Hamilton varð í 2. sæti í kappakstrinum í Ástralíu um þarsíðustu helgi, á eftir liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Valtteri Bottas. Þeir höfðu sætaskipti í Barein.

Hinn 21 árs gamli Charles Lecrec á Ferrari var nálægt því að vera senuþjófur dagsins en hann var lengi vel með forystu. Vélabilun gerði hins vegar vonir hans um sigur að engu og hann endaði í 3. sæti.

Hér fyrir neðan má sjá uppgjörsþátt um Barein-kappaksturinn í dag.

Klippa: Formúla 1: Uppgjörsþáttur eftir Barein
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.