
Látið ekki Sjálfstæðisflokkinn eyðileggja kjaraviðræðurnar
Prinsippin eru þau að meini menn eitthvað með pólitískum stefnumarkmiðum sínum, þá kennir reynslan að þau fari forgörðum í slíku samstarfi á milli hægri og vinstri, því hætt er við að annar hvor aðilinn svíki sína umbjóðendur.
Praksisinn er svo einmitt sá að samstarfið veldur því að annar, og yfirleitt minni aðilinn, veslast upp, tærist fyrst að innan og leggur síðan af – í fylgi. Mín kynslóð man ömurlegt hlutskipti Alþýðuflokksins sáluga, Framsókn var nær dauða en lífi þegar hún slapp úr hrammi Íhaldsins og nú er ástæða til að óttast um VG.
Tilefni þessara hugleiðinga nú er skattaútspil ríkisstjórnarinnar á ögurstundu þegar láglaunafólk heyr baráttu nánast upp á líf og dauða.
Lofað hafði verið myndarlegri endurskoðun á skatta- og bótakerfinu sem hefði það í för með sér að hlutur láglauna- og millitekjufólks vænkaðist. Verkalýðshreyfingin tefldi síðan fram tillögum sem hefðu nákvæmlega þetta í för með sér, næðu þær fram að ganga, en vel að merkja, til að koma í veg fyrir tekjutap ríkissjóðs var gert ráð fyrir því að hlutur hátekjufólks vænkaðist ekki og eignafólk greiddi meira en það gerir nú.
Sjálfstæðisflokkurinn sem aldrei gleymir því hver hann er, varnarvirki hátekju-Íslands, tekur þetta ekki í mál og fjármálaráðherrann slengir í nafni ríkisstjórnarinnar fram skattatillögum sem eru nánast sem löðrungur á verkalýðshreyfinguna og vel að merkja samstarfsflokkana í ríkisstjórn – hefði maður haldið: Skattalækkun upp á 6.700 krónur, sú sama fyrir marg-milljón króna fólkið og þau sem eiga ekki til hnífs og skeiðar.
Nú þurfa VG og Framsókn og þeir sjálfstæðismenn sem eiga í sér félagspólitíska taug – einu sinni voru þeir til – að rísa upp í sameiningu og krefjast þess að Sjálfstæðisflokkurinn sýni ábyrgð og komi til móts við verkalýðshreyfinguna með myndarlegum jöfnunaraðgerðum í sköttum, vaxtabótum, húsaleigubótum og framlagi til félagslega leigukerfisins hjá sveitarfélögum.
Það er ekki sæmandi að horfa þegjandi og aðgerðalaus á láglauna- og millitekjufólk heyja þá baráttu sem löngu var tímabær.
Skoðun

Stefnumörkun frá 1850, frjálsar listir og Háskóli Íslands
Atli Harðarson skrifar

Mannúð fyrir jólin
Inga Sæland skrifar

Íbúð eða vosbúð?
Arna Mathiesen skrifar

Strækum á ofbeldi!
Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar

Ný og spennandi framtíð íslenskrar tónlistar
Einar Bárðarson skrifar

Hvert renna þín sóknargjöld?
Siggeir F. Ævarsson skrifar

Menga á daginn og grilla á kvöldin
Sigurpáll Ingibergsson skrifar

Skattur á rafbíla fer í að bjarga íslenskunni
Tómas Kristjánsson skrifar

Palestína er prófsteinninn!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Útskúfunarsinfónían
Nökkvi Dan Elliðason skrifar

Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkreppa 1
Viðar Hreinsson skrifar

Vill Ísland útrýma kynbundnu ofbeldi og afnema alla mismunun gegn konum?
Tatjana Latinovic skrifar

Talsmenn einfaldara skattkerfis og lækkun skatta, koma á fót nýjum og flóknum skatti
Jónas Godsk Rögnvaldsson skrifar

Jarðefnaeldsneyti grefur undan lífskjörum
Simon Stiell skrifar

Gervigreind og hröð og hæg hugsun
Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Lögverndað siðleysi
Sigríður María Eyþórsdóttir skrifar

Má barnið þitt segja nei?
Alfa Jóhannsdóttir skrifar

Pláss fyrir 125 farþega í 18 metra Borgarlínuvagni
Ásdís Kristinsdóttir skrifar

Ríkisstjórnin kastar 5 þúsund heimilum út úr vaxtabótakerfinu
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Vettvangur lyginnar, Réttlæti hins sterka
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Ertu sekur um að verða 67 ára?
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Úrræði fyrir þolendur á landsbyggðinni
Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – grundvöllur farsællar framtíðar
Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar

Gjörðir okkar hafa veruleg áhrif á tilfinningar okkar
Ingrid Kuhlman skrifar

Hvers vegna eru biðlistar í fangelsi?
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Frelsi leikskólanna
Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Tilraun um stefnubreytingu í leikskólamálum
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Sjúkraþyrlur
Atli Már Markússon skrifar

Passaðu púlsinn í desember
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Birgir Þórarinsson dragi ummæli sín til baka
Gunnar Waage skrifar