Látið ekki Sjálfstæðisflokkinn eyðileggja kjaraviðræðurnar Ögmundur Jónsson skrifar 20. mars 2019 08:00 Ég hef alltaf haft miklar efasemdir um samstarf félagshyggjuflokka við Sjálfstæðisflokkinn. Efasemdir mínar hafa snúist um prinsipp og praksis. Prinsippin eru þau að meini menn eitthvað með pólitískum stefnumarkmiðum sínum, þá kennir reynslan að þau fari forgörðum í slíku samstarfi á milli hægri og vinstri, því hætt er við að annar hvor aðilinn svíki sína umbjóðendur. Praksisinn er svo einmitt sá að samstarfið veldur því að annar, og yfirleitt minni aðilinn, veslast upp, tærist fyrst að innan og leggur síðan af – í fylgi. Mín kynslóð man ömurlegt hlutskipti Alþýðuflokksins sáluga, Framsókn var nær dauða en lífi þegar hún slapp úr hrammi Íhaldsins og nú er ástæða til að óttast um VG. Tilefni þessara hugleiðinga nú er skattaútspil ríkisstjórnarinnar á ögurstundu þegar láglaunafólk heyr baráttu nánast upp á líf og dauða. Lofað hafði verið myndarlegri endurskoðun á skatta- og bótakerfinu sem hefði það í för með sér að hlutur láglauna- og millitekjufólks vænkaðist. Verkalýðshreyfingin tefldi síðan fram tillögum sem hefðu nákvæmlega þetta í för með sér, næðu þær fram að ganga, en vel að merkja, til að koma í veg fyrir tekjutap ríkissjóðs var gert ráð fyrir því að hlutur hátekjufólks vænkaðist ekki og eignafólk greiddi meira en það gerir nú. Sjálfstæðisflokkurinn sem aldrei gleymir því hver hann er, varnarvirki hátekju-Íslands, tekur þetta ekki í mál og fjármálaráðherrann slengir í nafni ríkisstjórnarinnar fram skattatillögum sem eru nánast sem löðrungur á verkalýðshreyfinguna og vel að merkja samstarfsflokkana í ríkisstjórn – hefði maður haldið: Skattalækkun upp á 6.700 krónur, sú sama fyrir marg-milljón króna fólkið og þau sem eiga ekki til hnífs og skeiðar. Nú þurfa VG og Framsókn og þeir sjálfstæðismenn sem eiga í sér félagspólitíska taug – einu sinni voru þeir til – að rísa upp í sameiningu og krefjast þess að Sjálfstæðisflokkurinn sýni ábyrgð og komi til móts við verkalýðshreyfinguna með myndarlegum jöfnunaraðgerðum í sköttum, vaxtabótum, húsaleigubótum og framlagi til félagslega leigukerfisins hjá sveitarfélögum. Það er ekki sæmandi að horfa þegjandi og aðgerðalaus á láglauna- og millitekjufólk heyja þá baráttu sem löngu var tímabær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf haft miklar efasemdir um samstarf félagshyggjuflokka við Sjálfstæðisflokkinn. Efasemdir mínar hafa snúist um prinsipp og praksis. Prinsippin eru þau að meini menn eitthvað með pólitískum stefnumarkmiðum sínum, þá kennir reynslan að þau fari forgörðum í slíku samstarfi á milli hægri og vinstri, því hætt er við að annar hvor aðilinn svíki sína umbjóðendur. Praksisinn er svo einmitt sá að samstarfið veldur því að annar, og yfirleitt minni aðilinn, veslast upp, tærist fyrst að innan og leggur síðan af – í fylgi. Mín kynslóð man ömurlegt hlutskipti Alþýðuflokksins sáluga, Framsókn var nær dauða en lífi þegar hún slapp úr hrammi Íhaldsins og nú er ástæða til að óttast um VG. Tilefni þessara hugleiðinga nú er skattaútspil ríkisstjórnarinnar á ögurstundu þegar láglaunafólk heyr baráttu nánast upp á líf og dauða. Lofað hafði verið myndarlegri endurskoðun á skatta- og bótakerfinu sem hefði það í för með sér að hlutur láglauna- og millitekjufólks vænkaðist. Verkalýðshreyfingin tefldi síðan fram tillögum sem hefðu nákvæmlega þetta í för með sér, næðu þær fram að ganga, en vel að merkja, til að koma í veg fyrir tekjutap ríkissjóðs var gert ráð fyrir því að hlutur hátekjufólks vænkaðist ekki og eignafólk greiddi meira en það gerir nú. Sjálfstæðisflokkurinn sem aldrei gleymir því hver hann er, varnarvirki hátekju-Íslands, tekur þetta ekki í mál og fjármálaráðherrann slengir í nafni ríkisstjórnarinnar fram skattatillögum sem eru nánast sem löðrungur á verkalýðshreyfinguna og vel að merkja samstarfsflokkana í ríkisstjórn – hefði maður haldið: Skattalækkun upp á 6.700 krónur, sú sama fyrir marg-milljón króna fólkið og þau sem eiga ekki til hnífs og skeiðar. Nú þurfa VG og Framsókn og þeir sjálfstæðismenn sem eiga í sér félagspólitíska taug – einu sinni voru þeir til – að rísa upp í sameiningu og krefjast þess að Sjálfstæðisflokkurinn sýni ábyrgð og komi til móts við verkalýðshreyfinguna með myndarlegum jöfnunaraðgerðum í sköttum, vaxtabótum, húsaleigubótum og framlagi til félagslega leigukerfisins hjá sveitarfélögum. Það er ekki sæmandi að horfa þegjandi og aðgerðalaus á láglauna- og millitekjufólk heyja þá baráttu sem löngu var tímabær.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun