Körfubolti

Sjáðu af hverju Kevin Capers var rekinn út úr húsi í gærkvöldi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atvikið þegar Kevin Capers slær Jón Arnór.
Atvikið þegar Kevin Capers slær Jón Arnór. Skjámynd/Stöð 2 Sport
Kevin Capers, leikmaður ÍR, gæti verið á leiðinni í leikbann eftir uppákomu í leik Njarðvíkur og ÍR í úrslitakeppni Domino´s deild karla í körfubolta í gær.

ÍR-ingar spiluðu allan fjórða leikhlutann án Bandaríkjamannsins síns eftir að KevinCapers var rekinn í sturtu í lok þriðja leikhluta.

KevinCapers fékk þá brottrekstrarvillu fyrir að slá til Njarðvíkingsins Jóns Arnórs Sverrissonar. Jón Arnór var þarna að spila vörn á Capers. Dómarar skoðuðu atvikið á myndbandi og tóku svo þá ákvörðun að vísa Capers til búningsklefa. 

Njarðvíkingar unnu á endanum fimm stiga sigur, 76-71, en ÍR-liðið saknaði KevinCapers augljóslega á lokakaflanum.  Hann hafði fram að brottrekstrinum skorað 15 stig og gefið 4 stoðsendingar á 25 mínútum.

Aganefnd KKÍ mun taka málið fyrir áður en Njarðvíkingar mæta í Seljaskóla á sunnudagskvöldið og líklegast er að KevinCapers sé á leiðinni í leikbann. Það yrði þá annað árið í röð sem Bandaríkjamaður ÍR yrði dæmdur í leikbann í úrslitakeppninni.

Hér fyrir neðan má sjá af hverju KevinCapers var rekinn út úr húsi í Ljónagryfjunni í gærkvöldi.



Klippa: Kevin Capers slær Jón Arnór í Ljónagryfjunni

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×