Rarik þvingar Mýrdal í verkfall Einar Freyr Elínarson skrifar 23. mars 2019 17:07 Það er löngu kominn tími til þess að yfirstjórn Rarik komi í veg fyrir ítrekuð verkföll allra raftækja í Mýrdalshreppi, sem er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands. Þrátt fyrir að hér dvelji á hverjum tíma margar þúsundir ferðamanna þá þverskallast stofnanir við og neita að horfast í augu við gjörbreyttan veruleika. Í dag (22. mars) fór rafmagnið af kl. 04:00 í morgun. Þegar þetta er skrifað kl. 14:00 er rafmagnið ekki komið á. Fyrir sex dögum síðan var rafmagnslaust í Mýrdal í tæpan sólarhring. Það þarf ekki að fjölyrða um óþægindin sem þetta veldur íbúum svæðisins en vandræðin sem þetta skapar öllum þeim sem hér standa í fyrirtækjarekstri eru ómæld. Við sem hér höfum búið lengi þekkjum rafmagnsleysi en það sama verður ekki sagt um þær þúsundir ferðamanna sem hér dvelja. Rafmagnsleysi þýðir að víðast fer allt heitt vatn og eina lýsingin er með vasaljósum og kertum. Þetta veldur hótelum, gistiheimilum og öðrum þjónustuaðilum miklu fjártjóni og orðstír þeirra líður jafnframt fyrir þetta með slæmum umsögnum gesta sem eðlilega eru óánægðir. Að þessu sögðu vil ég sérstaklega taka fram að gagnrýni þessari er ekki beint til viðgerðarfólks og þeirra sem svara símanum í bilanavakt Rarik. Ég kann þeim þakkir fyrir dugnað og ómælda þolinmæði gagnvart íbúum sem eðlilega eru pirraðir yfir rafmagnsleysinu. Ég lýsi ábyrgð á þessu ófremdarástandi að fullu á hendur yfirstjórn Rarik. Þverskallast er við í hvert einasta skipti sem sveitarstjórn óskar eftir úrbótum og reynir að útskýra fyrir þeim að við búum við allt annan veruleika í dag en fyrir 20 árum. Okkur er svarað af yfirlæti og með útúrsnúningum. Þetta er afskaplega einfalt: • Það þarf að ljúka við að leggja línur í jörð. Það tekur skiljanlega tíma. • Þar til því er lokið þá verður að útvega hér varaafl sem knúið getur allt sveitarfélagið. Forstjóri Rarik svaraði áskorun um bætt afhendingaröryggi sem sveitarstjórn Mýrdalshrepps sendi stjórn Rarik í september 2018 á þann hátt að varaafl sem til staðar er sé viðunandi. Það er alrangt og löngu tímabært að við þessu sé brugðist. Íbúar og fyrirtæki Mýrdalshrepps greiða jafn háa skatta og aðrir og þetta veldur sveitarfélaginu margra milljóna króna tapi. Við eigum rétt á því að brugðist sé við þessu viðvarandi ófremdarástandi.Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mýrdalshreppur Skoðun Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Það er löngu kominn tími til þess að yfirstjórn Rarik komi í veg fyrir ítrekuð verkföll allra raftækja í Mýrdalshreppi, sem er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands. Þrátt fyrir að hér dvelji á hverjum tíma margar þúsundir ferðamanna þá þverskallast stofnanir við og neita að horfast í augu við gjörbreyttan veruleika. Í dag (22. mars) fór rafmagnið af kl. 04:00 í morgun. Þegar þetta er skrifað kl. 14:00 er rafmagnið ekki komið á. Fyrir sex dögum síðan var rafmagnslaust í Mýrdal í tæpan sólarhring. Það þarf ekki að fjölyrða um óþægindin sem þetta veldur íbúum svæðisins en vandræðin sem þetta skapar öllum þeim sem hér standa í fyrirtækjarekstri eru ómæld. Við sem hér höfum búið lengi þekkjum rafmagnsleysi en það sama verður ekki sagt um þær þúsundir ferðamanna sem hér dvelja. Rafmagnsleysi þýðir að víðast fer allt heitt vatn og eina lýsingin er með vasaljósum og kertum. Þetta veldur hótelum, gistiheimilum og öðrum þjónustuaðilum miklu fjártjóni og orðstír þeirra líður jafnframt fyrir þetta með slæmum umsögnum gesta sem eðlilega eru óánægðir. Að þessu sögðu vil ég sérstaklega taka fram að gagnrýni þessari er ekki beint til viðgerðarfólks og þeirra sem svara símanum í bilanavakt Rarik. Ég kann þeim þakkir fyrir dugnað og ómælda þolinmæði gagnvart íbúum sem eðlilega eru pirraðir yfir rafmagnsleysinu. Ég lýsi ábyrgð á þessu ófremdarástandi að fullu á hendur yfirstjórn Rarik. Þverskallast er við í hvert einasta skipti sem sveitarstjórn óskar eftir úrbótum og reynir að útskýra fyrir þeim að við búum við allt annan veruleika í dag en fyrir 20 árum. Okkur er svarað af yfirlæti og með útúrsnúningum. Þetta er afskaplega einfalt: • Það þarf að ljúka við að leggja línur í jörð. Það tekur skiljanlega tíma. • Þar til því er lokið þá verður að útvega hér varaafl sem knúið getur allt sveitarfélagið. Forstjóri Rarik svaraði áskorun um bætt afhendingaröryggi sem sveitarstjórn Mýrdalshrepps sendi stjórn Rarik í september 2018 á þann hátt að varaafl sem til staðar er sé viðunandi. Það er alrangt og löngu tímabært að við þessu sé brugðist. Íbúar og fyrirtæki Mýrdalshrepps greiða jafn háa skatta og aðrir og þetta veldur sveitarfélaginu margra milljóna króna tapi. Við eigum rétt á því að brugðist sé við þessu viðvarandi ófremdarástandi.Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar