Viðskipti innlent

59 sagt upp hjá Kynnisferðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.
Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.
59 starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Kynnisferðum. Það var tilkynnt á starfsmannafundi nú síðsdegis en rúmlega fjögur hundruð manns hafa starfað hjá Kynnisferðium að undanförnu. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu.

Í samtali við fréttastofu segir Björn að á næstu dögum verði haldin viðtöl og þeir látnir vita sem missa vinnuna. Hann segir að það hafi verið ljóst að endurskipulagingar væri þörf í einhvern tíma.

„Það er fyrirséð að rekstrartekjur fyrirtækisins munu minnka á næstu mánuðum. Aðalástæðan er sú að WOW Air er hætt rekstri sem þýðir að færri ferðamenn koma til landsins. Þá munum við ekki sjá um áhafnaakstur Icelandair sem hefur verið umfangsmikil starfsemi hjá okkur. Við höfum sinnt þessum akstri í 40 ár en í kjölfar útboðs Icelandair fer þetta verkefni nú annað," segir Björn í tilkynningu.

Björn segir einnig að um gríðarlegt áfall sé að ræða fyrir þá starfsmenn sem um ræðir en fyrirtækið muni reyna að standa eins vel að málinu og mögulegt sé, þó það breyti því ekki að það sér mjög erfitt.

Í samtali við Vísi segir Björn að ekki væri búið að segja öllum þeim sem missa munu vinnuna frá því. Viðtölin hefjist í dag og verði í gangi næstu daga.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×