Viðskipti innlent

Uppsagnir og launalækkanir hjá Pipar

Birgir Olgeirsson skrifar
Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipars\TBWA.
Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipars\TBWA. Vísir

Auglýsingastofan Pipar/TBWA sagði fimm starfsmönnum upp í dag og þá tóku starfsmenn á sig tíu prósenta launalækkun næstu sex mánuðina.

Framkvæmdastjórinn segir eðlilegt að auglýsingastofur finni fyrstar fyrir efnahagsþrengingum í samfélaginu og starfsmenn hafi skilning á hagræðingaraðgerðum fyrirtækisins.

„Það er samdráttur í þjóðfélaginu og auglýsingastofur finna fyrir því yfirleitt fyrst,“ segir Guðmundur Pálsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

„Þetta er því ekki óeðlilegt. Við höfum fundið fyrir þessu áður. Stofan minnkar á samdráttartímum og stækkar aftur þegar efnahagsástandið batnar. Það er eðlilegasti hlutur í heimi.“

Hann segir fólk hafa hætt hjá fyrirtækinu undanfarna mánuði og fyrirtækið hafi einnig ráðið aðra inn. Það sé liður í breytingum í áherslum fyrirtækisins sem hefur leitast eftir að ráða fólk til að sinna stafrænni markaðssetningu á sama tíma og fólk hefur farið út sem hefur unnið í hefðbundnum auglýsingum. Tveir munu til að mynda taka til starfa hjá fyrirtækinu í apríl.

Á sjötta tug starfa hjá fyrirtækinu en starfsmenn samþykktu í dag að taka tíu prósenta launalækkun næstu sex mánuðina.

„Flestir tóku mjög vel í það, fólk hefur skilning á þessu. Þeir sem hafa verið í bransanum lengi hafa upplifað ýmislegt og hafa allir skilning á því hvernig þjóðfélagið er í dag.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
3,66
3
2.287
VIS
2,13
11
161.276
KVIKA
1,44
23
495.696
TM
1,07
8
105.011
FESTI
0,43
6
52.019

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-2,88
15
18.352
ORIGO
-2,43
2
2.210
EIK
-2,23
6
21.414
HEIMA
-1,35
1
439
ICEAIR
-1,08
26
12.014
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.