Enski boltinn

Messan: Jorginho væri frábær í Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jorginho er ekki vinsæll á Brúnni.
Jorginho er ekki vinsæll á Brúnni. vísir/getty
Chelsea bjargaði stigi gegn Úlfunum um helgina og strákarnir í Messunni renndu yfir leik liðsins í þætti gærkvöldsins.

Á meðal þess sem Messumenn gagnrýna er að Ngolo Kanté sé ekki að spila sína réttu stöðu hjá Chelsea.

„Mér finnst Jorginho frábær leikmaður og held að hann geti nýst liðinu betur ef Kante væri í meiri ruslahlutverki fyrir hann. Jorginho myndi henta stórkostlega fyrir Man. City sem jafnvægi með Fernandinho,“ segir Reynir Leósson.

„Hann fær gríðarlega gagnrýni og þetta er ekki auðvelt fyrir hann. Hann þarf að svara hvort hann fari heim með Sarri og í mat með honum. Það er byrjað að baula á hann af stuðningsmönnum Chelsea.“

Umræðuna um Jorginho og Chelsea má sjá hér að neðan.



Klippa: Messan um Jorginho

Tengdar fréttir

Hazard bjargaði stigi fyrir Chelsea

Wolves virtist ætla að vinna Chelsea í annað sinn á tímabilinu en Eden Hazard kom bikarmeisturunum til bjargar á elleftu stundu.

Messan: Það er komin pressa á Liverpool

Sérfræðingar Messunnar gáfu varnarleik Burnley ekki háa einkunn gegn Liverpool en hrósuðu Rauða hernum samt fyrir sína frammistöðu í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×