Það er nú eða aldrei Hanna Katrín Friðriksson skrifar 13. mars 2019 07:00 Íslenskir nemendur hafa safnast saman á Austurvelli undanfarna föstudaga til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Með þessu eru íslensk ungmenni að taka þátt í bylgju loftslagsverkfalla víða um heim í kjölfar framtaks ungrar sænskrar skólastúlku, Gretu Thunsberg, sem þegar er búin að stimpla sig inn sem einn af áhrifaríkustu einstaklingum heims þegar kemur að umhverfisvernd. Saga hennar er í raun magnað dæmi um hversu litla þúfu þarf til að velta þungu hlassi. Skilaboðin frá þessari alþjóðlegu hreyfingu ungs fólks eru skýr; það krefst þess að stjórnvöld bregðist við neyðarástandi í loftslagsmálum með auknum aðgerðum. Íslensk stjórnvöld eru hvött til þess að taka af skarið, hlusta á vísindamenn og láta aukið fjármagn renna beint til loftslagsaðgerða. Þó skilaboðum unga fólksins sé fyrst og fremst beint til stjórnvalda er deginum ljósara að atvinnulífið þarf líka að axla ábyrgð í þessum málum. Þá þarf viðvarandi viðhorfsbreyting að eiga sér stað meðal almennings. Á þeim tæpu þremur árum sem liðin eru frá því að Viðreisn varð til sem formlegt stjórnmálaafl höfum við lagt mikla áherslu á að flétta jafnréttisáherslur inn í allt okkar málefnastarf. Við þurfum ekki að minna okkur á mikilvægi jafnréttis, sú sannfæring okkar er samofin við allt sem við segjum og gerum. Þannig viljum við líka nálgast umhverfismálin. Ekki sem sérstakan málefnaflokk sem er stundum hampað en verður oftar en ekki út undan, heldur með áherslu á sjálfbæra þróun sem byggir á samþættingu umhverfislegra, efnahagslegra og félagslegra þátta. Þegar litið er til þess sem við vitum um áhrif loftslagsbreytinga á náttúruauðlindir, fæðuöryggi, atvinnuhætti og búsetu þá liggur hin ískalda staðreynd fyrir. Ef við náum ekki árangri í umhverfismálum, þá skiptir annað litlu máli. Við breytum ekki fortíðinni, en við þurfum að breyta núinu til að tryggja að það verði framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir nemendur hafa safnast saman á Austurvelli undanfarna föstudaga til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Með þessu eru íslensk ungmenni að taka þátt í bylgju loftslagsverkfalla víða um heim í kjölfar framtaks ungrar sænskrar skólastúlku, Gretu Thunsberg, sem þegar er búin að stimpla sig inn sem einn af áhrifaríkustu einstaklingum heims þegar kemur að umhverfisvernd. Saga hennar er í raun magnað dæmi um hversu litla þúfu þarf til að velta þungu hlassi. Skilaboðin frá þessari alþjóðlegu hreyfingu ungs fólks eru skýr; það krefst þess að stjórnvöld bregðist við neyðarástandi í loftslagsmálum með auknum aðgerðum. Íslensk stjórnvöld eru hvött til þess að taka af skarið, hlusta á vísindamenn og láta aukið fjármagn renna beint til loftslagsaðgerða. Þó skilaboðum unga fólksins sé fyrst og fremst beint til stjórnvalda er deginum ljósara að atvinnulífið þarf líka að axla ábyrgð í þessum málum. Þá þarf viðvarandi viðhorfsbreyting að eiga sér stað meðal almennings. Á þeim tæpu þremur árum sem liðin eru frá því að Viðreisn varð til sem formlegt stjórnmálaafl höfum við lagt mikla áherslu á að flétta jafnréttisáherslur inn í allt okkar málefnastarf. Við þurfum ekki að minna okkur á mikilvægi jafnréttis, sú sannfæring okkar er samofin við allt sem við segjum og gerum. Þannig viljum við líka nálgast umhverfismálin. Ekki sem sérstakan málefnaflokk sem er stundum hampað en verður oftar en ekki út undan, heldur með áherslu á sjálfbæra þróun sem byggir á samþættingu umhverfislegra, efnahagslegra og félagslegra þátta. Þegar litið er til þess sem við vitum um áhrif loftslagsbreytinga á náttúruauðlindir, fæðuöryggi, atvinnuhætti og búsetu þá liggur hin ískalda staðreynd fyrir. Ef við náum ekki árangri í umhverfismálum, þá skiptir annað litlu máli. Við breytum ekki fortíðinni, en við þurfum að breyta núinu til að tryggja að það verði framtíð.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar