Mygla í Fossvogsskóla – hver ber ábyrgð? Jónína Sigurðardóttir skrifar 15. mars 2019 11:03 Í fyrradag sat ég á upplýsingafund fyrir foreldra barna í Fossvogsskóla sem hefur verið lokað vegna myglu og rakaskemmda. Ég er móðir barns í skólanum sem hefur fundið fyrir töluverðum einkennum og veikst vegna myglunnar. Barnið mitt hefur meðal annars farið í taugarannsókn vegna óútskýrðra og virkilega kvalafullra höfuðverkja. Fyrir mitt leyti þá verð ég að segja að fundurinn sem haldinn var í fyrradag var mér mikil vonbrigði. Foreldrar höfðu skiljanlega margar spurningar þar sem mikil óvissa ríkir um ástandið. Fulltrúar borgarinnar sneru sífellt út úr og komu sér undan því að svara spurningum foreldra sem vilja gæta hagsmuna barna sinna. Vanvirðing af þessu tagi er mér algjörlega óskiljanleg og fékk ég frekar á tilfinninguna að við værum í einhvers konar pólitísku stríði sem á alls ekki við á þessum vettvangi. Aðspurð hvort borgin þyrfti ekki að fara í sjálfsskoðun og taka í gegn hjá sér verkferla til þess að koma í veg fyrir að svona staða kæmi upp aftur var svarað með týpísku svari borgarinnar að þau muni læra af stöðunni og gera betur næst. Það er ekki ásættanlegt og ég spyr mig hvernig standi á því að borgin hafi ekki lært af fyrri tilfellum sem upp hafa komið? Þetta er ekki í fyrsta skipti sem mygla kemur upp í húsnæði borgarinnar. Á fundinum gat enginn svarað hvernig stæði á því að heilbrigðiseftirlitið hefði gefið skólanum 4 af 5 í einkunn í lok nóvember sl. og nokkrum mánuðum síðar er ástandið svo slæmt að loka þarf öllu húsnæðinu. Enginn virtist vita í umboði hvers þeir starfa. Heilbrigðiseftirlitið hefur sloppið mjög vel í allri þeirri umræðu sem skapast hefur um málið. Hvernig getum við lagt traust okkar á stofnun sem fer með slík misferli. Af hverju fann heilbrigðiseftirlitið ekkert athugavert við loftgæði húsnæðisins? Það er deginum ljósara að mikill skortur er á viðhaldi eigna borgarinnar. Tjáðu fulltrúar borgarinnar foreldrum frá því að eftir hrun hafi verið erfitt að sinna öllu viðhaldi þar sem ekki hafi verið til fjármagn til þess. Nú eru liðin ellefu ár frá hruni; hversu lengi er hægt að nota hrunið sem afsökun fyrir að verkum sé ekki sinnt? Miðað við þær framkvæmdir sem borgin hefur staðið fyrir undanfarin ár og hafa farið margfalt fram úr fjárhagsáætlunum má ætla að peningurinn hafi verið til, honum hafi bara ekki verið forgangsraðað í þágu borgarbúa. Lögbundna þjónustu sem borginni ber að sinna. Ljóst er að grunnþjónustan hefur fengið að sitja á hakanum á kostnað annara verkefna, t.d. braggans í Nauthólsvík svo eitthvað sé nefnt. Foreldrar eru mjög áhyggjufullir og hafa miklar áhyggjur af heilsu barna sinna, en þekkt eru dæmi þess að fólk sem veikist vegna myglu sé mörg ár að ná bata. Því er mér óskiljanlegt að fulltrúar borgarinnar sem voru á fundinum hafi ekki getað sýnt foreldrum þá virðingu að svara fyrirspurnum áhyggjufullra foreldra. Sem dæmi má nefna að þegar fulltrúi borgarinnar var inntur eftur svörum um hver bæri ábyrgð á þessari stöðu sem upp væri komin, lét hann hafa eftir sér að það yrði athyglisvert að setja upp langtíma samanburðarrannsókn með það að markmiði að fylgjast með heilsu þeirra barna sem veikst hafa vegna myglu og bera niðurstöðurnar svo saman við börn sem ekki hafa komist í snertingu við myglu. Ekki veit ég hvað hann átti við með þessu en þetta svaraði ekki spurningunni. Þegar að þarna var komið við sögu féll hakan niður í gólf enda með eindæmum einkennilegt svar við spurningunni. Er það virkilega í forgangi hjá fulltrúa borgarinnar að velta fyrir sér áhugaverðum rannsóknarefnum þegar foreldrar vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér? Eða var þetta kannski tilraun til að víkja sér undan því að svara spurningunni? Hefði ekki verið nær að ræða brýnni og meira aðkallandi hluti en rannsókn sem skilar engu í þessari stöðu, t.d. viðbragð borgarinnar og heilbrigðiseftirlitsins. Og þetta er ekki einsdæmi. Á fundi sem haldinn var í síðustu viku lét starfsmaður borgarinnar hafa eftir sér að hann hefði nýverið komið í heimsókn í skólann og séð þar fullt af glöðum börnum og þannig hlytu þau að vera hraust. Það er kannski ekki skrýtið þar sem veiku börnin hafa ekki getað mætt í skólann. Með þessum orðum fulltrúa borgarinnar má greina ákveðinn hroka sem gefur í skyn hvar hollusta þeirra liggur. Rétt er að árétta að foreldrar eru almennt ánægðir með viðbrögð skólastjórnenda, starfsfólks og frístundaheimilisins, sem hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að styðja við og upplýsa foreldra. En maður spyr sig, hver ber ábyrgð á stöðunni sem upp er komin og afhverju hefur þetta fengið að grassera svona lengi? Jafnframt velti því ég fyrir mér hvernig borgaryfirvöld og heilbrigðiseftirlitið hyggjast bregðast við þessu? Fátt var um svör á fundinum og beini ég því spurningum mínum til borgarstjóra í von um að fá áreiðanleg svör. Höfundur er móðir barns í Fossvogsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrradag sat ég á upplýsingafund fyrir foreldra barna í Fossvogsskóla sem hefur verið lokað vegna myglu og rakaskemmda. Ég er móðir barns í skólanum sem hefur fundið fyrir töluverðum einkennum og veikst vegna myglunnar. Barnið mitt hefur meðal annars farið í taugarannsókn vegna óútskýrðra og virkilega kvalafullra höfuðverkja. Fyrir mitt leyti þá verð ég að segja að fundurinn sem haldinn var í fyrradag var mér mikil vonbrigði. Foreldrar höfðu skiljanlega margar spurningar þar sem mikil óvissa ríkir um ástandið. Fulltrúar borgarinnar sneru sífellt út úr og komu sér undan því að svara spurningum foreldra sem vilja gæta hagsmuna barna sinna. Vanvirðing af þessu tagi er mér algjörlega óskiljanleg og fékk ég frekar á tilfinninguna að við værum í einhvers konar pólitísku stríði sem á alls ekki við á þessum vettvangi. Aðspurð hvort borgin þyrfti ekki að fara í sjálfsskoðun og taka í gegn hjá sér verkferla til þess að koma í veg fyrir að svona staða kæmi upp aftur var svarað með týpísku svari borgarinnar að þau muni læra af stöðunni og gera betur næst. Það er ekki ásættanlegt og ég spyr mig hvernig standi á því að borgin hafi ekki lært af fyrri tilfellum sem upp hafa komið? Þetta er ekki í fyrsta skipti sem mygla kemur upp í húsnæði borgarinnar. Á fundinum gat enginn svarað hvernig stæði á því að heilbrigðiseftirlitið hefði gefið skólanum 4 af 5 í einkunn í lok nóvember sl. og nokkrum mánuðum síðar er ástandið svo slæmt að loka þarf öllu húsnæðinu. Enginn virtist vita í umboði hvers þeir starfa. Heilbrigðiseftirlitið hefur sloppið mjög vel í allri þeirri umræðu sem skapast hefur um málið. Hvernig getum við lagt traust okkar á stofnun sem fer með slík misferli. Af hverju fann heilbrigðiseftirlitið ekkert athugavert við loftgæði húsnæðisins? Það er deginum ljósara að mikill skortur er á viðhaldi eigna borgarinnar. Tjáðu fulltrúar borgarinnar foreldrum frá því að eftir hrun hafi verið erfitt að sinna öllu viðhaldi þar sem ekki hafi verið til fjármagn til þess. Nú eru liðin ellefu ár frá hruni; hversu lengi er hægt að nota hrunið sem afsökun fyrir að verkum sé ekki sinnt? Miðað við þær framkvæmdir sem borgin hefur staðið fyrir undanfarin ár og hafa farið margfalt fram úr fjárhagsáætlunum má ætla að peningurinn hafi verið til, honum hafi bara ekki verið forgangsraðað í þágu borgarbúa. Lögbundna þjónustu sem borginni ber að sinna. Ljóst er að grunnþjónustan hefur fengið að sitja á hakanum á kostnað annara verkefna, t.d. braggans í Nauthólsvík svo eitthvað sé nefnt. Foreldrar eru mjög áhyggjufullir og hafa miklar áhyggjur af heilsu barna sinna, en þekkt eru dæmi þess að fólk sem veikist vegna myglu sé mörg ár að ná bata. Því er mér óskiljanlegt að fulltrúar borgarinnar sem voru á fundinum hafi ekki getað sýnt foreldrum þá virðingu að svara fyrirspurnum áhyggjufullra foreldra. Sem dæmi má nefna að þegar fulltrúi borgarinnar var inntur eftur svörum um hver bæri ábyrgð á þessari stöðu sem upp væri komin, lét hann hafa eftir sér að það yrði athyglisvert að setja upp langtíma samanburðarrannsókn með það að markmiði að fylgjast með heilsu þeirra barna sem veikst hafa vegna myglu og bera niðurstöðurnar svo saman við börn sem ekki hafa komist í snertingu við myglu. Ekki veit ég hvað hann átti við með þessu en þetta svaraði ekki spurningunni. Þegar að þarna var komið við sögu féll hakan niður í gólf enda með eindæmum einkennilegt svar við spurningunni. Er það virkilega í forgangi hjá fulltrúa borgarinnar að velta fyrir sér áhugaverðum rannsóknarefnum þegar foreldrar vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér? Eða var þetta kannski tilraun til að víkja sér undan því að svara spurningunni? Hefði ekki verið nær að ræða brýnni og meira aðkallandi hluti en rannsókn sem skilar engu í þessari stöðu, t.d. viðbragð borgarinnar og heilbrigðiseftirlitsins. Og þetta er ekki einsdæmi. Á fundi sem haldinn var í síðustu viku lét starfsmaður borgarinnar hafa eftir sér að hann hefði nýverið komið í heimsókn í skólann og séð þar fullt af glöðum börnum og þannig hlytu þau að vera hraust. Það er kannski ekki skrýtið þar sem veiku börnin hafa ekki getað mætt í skólann. Með þessum orðum fulltrúa borgarinnar má greina ákveðinn hroka sem gefur í skyn hvar hollusta þeirra liggur. Rétt er að árétta að foreldrar eru almennt ánægðir með viðbrögð skólastjórnenda, starfsfólks og frístundaheimilisins, sem hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að styðja við og upplýsa foreldra. En maður spyr sig, hver ber ábyrgð á stöðunni sem upp er komin og afhverju hefur þetta fengið að grassera svona lengi? Jafnframt velti því ég fyrir mér hvernig borgaryfirvöld og heilbrigðiseftirlitið hyggjast bregðast við þessu? Fátt var um svör á fundinum og beini ég því spurningum mínum til borgarstjóra í von um að fá áreiðanleg svör. Höfundur er móðir barns í Fossvogsskóla.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun