Viðskipti innlent

Stjórnarformaður Glitnis Holdco með 102 þúsund á tímann

Birgir Olgeirsson skrifar
Almennir stjórnarmenn þrotabúsins fá 85 þúsund krónur á tímann.
Almennir stjórnarmenn þrotabúsins fá 85 þúsund krónur á tímann. Vísir/Heiða
Tímakaup stjórnarformanns Glitnis Holdco nemur um 102 þúsundum krónum en almennir stjórnarmenn þrotabúsins fá 85 þúsund krónur á tímann. Greint er frá þessu á vef Viðskiptablaðsins sem hefur tillögur fyrir aðalfund Glitnis undir höndum þar sem upplýsingar um launakjör stjórnarmann koma fram.

Stjórnarformaður Glitnis Holdco heitir Mike Wheeler en samkvæmt þessum tillögum, sem lagðar verða fyrir aðalfundinn sem fer fram á fimmtudag, fær þrjátíu þúsund evrur, eða því sem nemur um 4,1 milljón króna, greiddar fyrir vinnu sínu á ári.

Miðast greiðslan við að Wheeler vinni fimm heila starfsdaga á árinu. Almennir stjórnarmenn, sem eru Steen Parsholt og Tom Grøndahl, fá 20 þúsund evrur hvor, um 2,7 milljónir króna miðað við gengi dagsins í dag, fyrir fjóra heila vinnudaga á ári. Þurfi þeir að vinna umfram þessa daga fá þeir greiddar fimm þúsund evrur aukalega, eða því sem nemur um 680 þúsund krónum.

Nemur því tímakaup Wheelers um 102 þúsund krónum en tímakaup Parhilt og Grøndahl um 85 þúsund krónum á tímann.

Glitnir HoldCo er eignarhaldsfélag sem var stofnað á grunni eigna slitabús Glitnis banka í kjölfar nauðasamninga sem gerðir voru í árslok 2015.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×