Leggur til 90 prósenta lækkun stjórnarlauna Glitnis ingvar haraldsson skrifar 4. mars 2016 10:53 „Ég get bara ekki setið hjá og gert ekki neitt,“ segir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaganna og hluthafi í Glitni HoldCo. Óttar hefur lagt fram þá tillögu við aðalfund Glitnis HoldCo að laun almennra stjórnarmanna lækki um 90 prósent, eða úr sem samsvarar 4,12 milljónum á mánuði í 412 þúsund krónur á mánuði. Þá verði laun stjórnarformanns lækkuð úr sem samsvarar 6,2 milljónum á mánuði í 824 þúsund krónur á mánuði. „Mér finnst það ósmekklegt og óviðeigandi að stjórnarlaun í þessu fyrirtæki séu tífalt hærri en stjórnarlaun í skráðum félögum, sem eru í alvöru rekstri með bréf skráð í Kauphöll,“ segir Óttar. Á hluthafafundi þann 29. janúar var samþykkt starfskjarastefna sem kveður á um að almennir stjórnarmenn í Glitni fái 350 þúsund evrur á ári, tæplega fimmtíu milljónir króna (4,12 milljónir á mánuði) fyrir setu sína í stjórn Glitnis og stjórnarformaðurinn fái 525 þúsund evrur á ári, 74 milljónir króna (6,2 milljónir á mánuði). „Þau laun sem hér er lagt til eru í fullu samræmi við það sem best gerist hjá félögum skráðum í Kauphöll Íslands. Glitnir HoldCo er íslenskt félag, byggt á þrotabúi íslensks almenningshlutafélags. Það að slíkt félag greiði stjórnarmönnum tíföld laun á við það besta sem gerist almennt í landinu er tillitsleysi við aðstæður og samfélagið sem félagið starfar í,“ ritar Óttar í rökstuðningi við tillögu sína. Glitnir HoldCo heldur utan um þær eignir sem eftir stóðu við lok slitameðferðar Glitnis þegar búið var að greiða út stöðugleikaframlag og fyrstu greiðslur til kröfuhafa. „Við höfum ekki getað lagt fram formlegar tillögur á kröfuhafafundum og höfum ekkert getað sagt um laun slitastjórnar en núna ráða hluthafarnir þessu,“ segir Óttar, sem ætlar sjálfur að bjóða sig fram í stjórn Glitnis. „Til að fylgja því eftir að ég sé sannfærður um að þetta sé ríflegt sem ég legg til, þá gef ég kost á mér til þessara starfa. Það mun fást hæft fólk til þess að starfa á þessum kjörum,“ segir Óttar og bætir við að honum þætti áhugavert að fleiri gæfu kost á sér. Meðallaun stjórnarformanna í Kauphöll Íslands verða 676 þúsund krónur á mánuði miðað við tillögur sem liggja fyrir aðalfundum félaganna um stjórnarlaun. Laun almennra stjórnarmanna verða 312 þúsund krónur á mánuði. Tengdar fréttir Slitastjórn Glitnis: Steinunn og Páll skiptu með sér 381 milljón í fyrra Greiðslur til slitastjórnar Glitnis tvöfölduðust milli ára. 4. mars 2016 07:00 Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
„Ég get bara ekki setið hjá og gert ekki neitt,“ segir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaganna og hluthafi í Glitni HoldCo. Óttar hefur lagt fram þá tillögu við aðalfund Glitnis HoldCo að laun almennra stjórnarmanna lækki um 90 prósent, eða úr sem samsvarar 4,12 milljónum á mánuði í 412 þúsund krónur á mánuði. Þá verði laun stjórnarformanns lækkuð úr sem samsvarar 6,2 milljónum á mánuði í 824 þúsund krónur á mánuði. „Mér finnst það ósmekklegt og óviðeigandi að stjórnarlaun í þessu fyrirtæki séu tífalt hærri en stjórnarlaun í skráðum félögum, sem eru í alvöru rekstri með bréf skráð í Kauphöll,“ segir Óttar. Á hluthafafundi þann 29. janúar var samþykkt starfskjarastefna sem kveður á um að almennir stjórnarmenn í Glitni fái 350 þúsund evrur á ári, tæplega fimmtíu milljónir króna (4,12 milljónir á mánuði) fyrir setu sína í stjórn Glitnis og stjórnarformaðurinn fái 525 þúsund evrur á ári, 74 milljónir króna (6,2 milljónir á mánuði). „Þau laun sem hér er lagt til eru í fullu samræmi við það sem best gerist hjá félögum skráðum í Kauphöll Íslands. Glitnir HoldCo er íslenskt félag, byggt á þrotabúi íslensks almenningshlutafélags. Það að slíkt félag greiði stjórnarmönnum tíföld laun á við það besta sem gerist almennt í landinu er tillitsleysi við aðstæður og samfélagið sem félagið starfar í,“ ritar Óttar í rökstuðningi við tillögu sína. Glitnir HoldCo heldur utan um þær eignir sem eftir stóðu við lok slitameðferðar Glitnis þegar búið var að greiða út stöðugleikaframlag og fyrstu greiðslur til kröfuhafa. „Við höfum ekki getað lagt fram formlegar tillögur á kröfuhafafundum og höfum ekkert getað sagt um laun slitastjórnar en núna ráða hluthafarnir þessu,“ segir Óttar, sem ætlar sjálfur að bjóða sig fram í stjórn Glitnis. „Til að fylgja því eftir að ég sé sannfærður um að þetta sé ríflegt sem ég legg til, þá gef ég kost á mér til þessara starfa. Það mun fást hæft fólk til þess að starfa á þessum kjörum,“ segir Óttar og bætir við að honum þætti áhugavert að fleiri gæfu kost á sér. Meðallaun stjórnarformanna í Kauphöll Íslands verða 676 þúsund krónur á mánuði miðað við tillögur sem liggja fyrir aðalfundum félaganna um stjórnarlaun. Laun almennra stjórnarmanna verða 312 þúsund krónur á mánuði.
Tengdar fréttir Slitastjórn Glitnis: Steinunn og Páll skiptu með sér 381 milljón í fyrra Greiðslur til slitastjórnar Glitnis tvöfölduðust milli ára. 4. mars 2016 07:00 Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Slitastjórn Glitnis: Steinunn og Páll skiptu með sér 381 milljón í fyrra Greiðslur til slitastjórnar Glitnis tvöfölduðust milli ára. 4. mars 2016 07:00
Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00