Jafnrétti í forystu Þorsteinn Víglundsson skrifar 8. mars 2019 07:00 Það er margt sem við Íslendingar getum verið stolt af í jafnréttismálum. Við höfum trónað á toppi WEF-listans í jafnrétti kynjanna í áratug. Hér er atvinnuþátttaka kvenna mjög mikil og launamunur kynjanna hefur farið minnkandi. Með lögbindingu jafnlaunavottunar, undir forystu Viðreisnar, gerðumst við brautryðjendur á heimsvísu í baráttunni gegn kynbundnum launamun. Fjölmörg ríki huga nú að svipuðum aðgerðum og m.a. er samnorræn jafnlaunavottun á vegum Norðurlandaráðs í undirbúningi. Enn er þó mikið verk óunnið. Konur njóta ekki framgangs á vinnumarkaði til jafns við karla. Engin kona stýrir nú skráðu hlutafélagi og aðeins 22% starfandi fyrirtækja er stýrt af konum. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er aðeins 26%, þrátt fyrir lög um kynjakvóta. Konum á þingi fækkaði verulega í síðustu þingkosningum og vinnumarkaður okkar er kynskiptari en vinnumarkaðir nágrannalanda okkar. Þá njóta vel menntaðar kvennastéttir ekki menntunar sinnar í launum. Við tölum um að framtíðin byggist á þekkingu en samt er kennaramenntun sú háskólamenntun sem er hvað minnst metin til launa. Laun hjúkrunarfræðinga virðast heldur ekki samkeppnishæf. Og furðulegt nokk vantar hæft og menntað starfsfólk í báðar þessar stéttir. Síðast en ekki síst er kynbundið ofbeldi hér enn viðvarandi vandamál. Við verðum að gera betur. Metnaðarleysi núverandi ríkisstjórnar veldur vonbrigðum. Eitt fyrsta verk hennar var að fresta innleiðingu jafnlaunavottunar. Þá vatnaði meirihlutinn út þingsályktun þingmanna Viðreisnar og fleiri um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta. Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn minni í vikunni um hvað ríkisstjórnin hefði gert í málinu á þeim níu mánuðum sem liðnir eru var í stuttu máli: Ekkert – þó vissulega sett fram í nokkru lengra máli. Þótt jafnrétti snúist auðvitað fyrst og síðast um sjálfsögð mannréttindi felur það líka í sér efnahagslega skynsemi. Nýleg skýrsla OECD og Norrænu ráðherranefndarinnar sýnir að jafnrétti hefur skilað Norðurlöndunum miklum hagvexti vegna aukinnar atvinnuþátttöku kvenna. Við erum auðugri þjóðfélög fyrir vikið. Forskoti okkar verður ekki viðhaldið með aðgerðarleysi. Við getum og eigum að gera enn betur. Til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það er margt sem við Íslendingar getum verið stolt af í jafnréttismálum. Við höfum trónað á toppi WEF-listans í jafnrétti kynjanna í áratug. Hér er atvinnuþátttaka kvenna mjög mikil og launamunur kynjanna hefur farið minnkandi. Með lögbindingu jafnlaunavottunar, undir forystu Viðreisnar, gerðumst við brautryðjendur á heimsvísu í baráttunni gegn kynbundnum launamun. Fjölmörg ríki huga nú að svipuðum aðgerðum og m.a. er samnorræn jafnlaunavottun á vegum Norðurlandaráðs í undirbúningi. Enn er þó mikið verk óunnið. Konur njóta ekki framgangs á vinnumarkaði til jafns við karla. Engin kona stýrir nú skráðu hlutafélagi og aðeins 22% starfandi fyrirtækja er stýrt af konum. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er aðeins 26%, þrátt fyrir lög um kynjakvóta. Konum á þingi fækkaði verulega í síðustu þingkosningum og vinnumarkaður okkar er kynskiptari en vinnumarkaðir nágrannalanda okkar. Þá njóta vel menntaðar kvennastéttir ekki menntunar sinnar í launum. Við tölum um að framtíðin byggist á þekkingu en samt er kennaramenntun sú háskólamenntun sem er hvað minnst metin til launa. Laun hjúkrunarfræðinga virðast heldur ekki samkeppnishæf. Og furðulegt nokk vantar hæft og menntað starfsfólk í báðar þessar stéttir. Síðast en ekki síst er kynbundið ofbeldi hér enn viðvarandi vandamál. Við verðum að gera betur. Metnaðarleysi núverandi ríkisstjórnar veldur vonbrigðum. Eitt fyrsta verk hennar var að fresta innleiðingu jafnlaunavottunar. Þá vatnaði meirihlutinn út þingsályktun þingmanna Viðreisnar og fleiri um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta. Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn minni í vikunni um hvað ríkisstjórnin hefði gert í málinu á þeim níu mánuðum sem liðnir eru var í stuttu máli: Ekkert – þó vissulega sett fram í nokkru lengra máli. Þótt jafnrétti snúist auðvitað fyrst og síðast um sjálfsögð mannréttindi felur það líka í sér efnahagslega skynsemi. Nýleg skýrsla OECD og Norrænu ráðherranefndarinnar sýnir að jafnrétti hefur skilað Norðurlöndunum miklum hagvexti vegna aukinnar atvinnuþátttöku kvenna. Við erum auðugri þjóðfélög fyrir vikið. Forskoti okkar verður ekki viðhaldið með aðgerðarleysi. Við getum og eigum að gera enn betur. Til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar