Ólög um leyfisbréf Brynjólfur Eyjólfsson skrifar 8. mars 2019 09:43 Eitt leyfisbréf fyrir kennara á öllum skólastigum er óhæf hugmynd. Ástæðurnar eru margar en sú sem ég ætla að reifa hér er byggð á langri reynslu minni af kennslu í framhaldsskóla. Framhaldsskólinn er fyrst og síðast faggreinaskóli þar sem nemendur þurfa að tileinka sér þekkingu. Það er því skilyrði að kennarinn hafi sérþekkingu á viðkomandi fagi. Sem reyndur eðlisfræðikennari með 6 ára reynsla í jarðeðlisfræðirannsóknum og af kennslu við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna sé ég ekki að leikskólakennari eigi nokkurt erindi í eðlisfræðistofuna né að ég gagnist við kennslu leikskólabarna. Sérhæfing er ekki skammaryrði heldur lýsing á því ástandi að nemandinn þurfi að fá kennslu og verkefni sem sérfræðingur í faggreininni er einn fær um að veita. Ef það sem ég segi hér á undan er ekki rétt túlkun á lagatillögunni þá er eitt leyfisbréf einfaldlega bara hjóm og merkingarlaust. Kennari í framhaldsskóla er sérfræðingur í kennslugrein sinni en leikskólakennari er sérfræðingur í kennslu á leikskólastigi. Verkgreinar sem kenndar eru til sveinsprófs í framhaldsskólum verða aðeins kenndar af iðnmeisturum eða öðrum sérfræðingum í því sem krafist er í þeim iðngreinum sem verið er að útskrifa nemendur í. Þetta á líka við um til dæmis sjúkraliðanám. Ein afleiðing þess að gefa út eitt leyfisbréf verður að leikskólakennari gæti orðið skólameistari framhaldsskóla. Reynsla frá Svíþjóð segir að þetta sé afar óheppilegt. Það þarf líka að hafa í huga að það eru sveitarfélögin sem reka leikskóla og grunnskóla en ríkið rekur framhaldsskólann. Það eru því mismunandi kjarasamningar og fleira sem mun rekast á verði þetta frumvarp að lögum. Það er hugsanavilla að nemendur hafi gott af einsleitum skóla. Nemendur gætu allt eins lokast inni í kerfi sem hentar þeirra þroskaferli illa og hætta væri á að sá þroski sem næst við að fara á annað skólastig, breyta um umhverfi og læra ný vinnubrögð, glatist. Það gengur nú þegar illa að manna stöður raungreinakennara og stærðfræðikennara á öllum skólastigum með kennurum sem eiga að hafa næga menntun í þeim greinum sem þeir kenna. Það má búast við að sú þróun haldi áfram að kennarar sem ekki hafa menntun til þess fari að kenna t.d. raungreinar í enn meira mæli, ef slakað er á kröfum og gefið út eitt leyfisbréf, með tilheyrandi verri útkomu. Átak í menntamálum ætti að auka líkur á að nemendur velji að læra raunvísindi og tæknigreinar. Það er ekki líklegt að eitt leyfisbréf hjálpi við þessa viðleitni ef sérhæfing er fyrir borð borin.Höfundur er eðlisfræðingur og framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt leyfisbréf fyrir kennara á öllum skólastigum er óhæf hugmynd. Ástæðurnar eru margar en sú sem ég ætla að reifa hér er byggð á langri reynslu minni af kennslu í framhaldsskóla. Framhaldsskólinn er fyrst og síðast faggreinaskóli þar sem nemendur þurfa að tileinka sér þekkingu. Það er því skilyrði að kennarinn hafi sérþekkingu á viðkomandi fagi. Sem reyndur eðlisfræðikennari með 6 ára reynsla í jarðeðlisfræðirannsóknum og af kennslu við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna sé ég ekki að leikskólakennari eigi nokkurt erindi í eðlisfræðistofuna né að ég gagnist við kennslu leikskólabarna. Sérhæfing er ekki skammaryrði heldur lýsing á því ástandi að nemandinn þurfi að fá kennslu og verkefni sem sérfræðingur í faggreininni er einn fær um að veita. Ef það sem ég segi hér á undan er ekki rétt túlkun á lagatillögunni þá er eitt leyfisbréf einfaldlega bara hjóm og merkingarlaust. Kennari í framhaldsskóla er sérfræðingur í kennslugrein sinni en leikskólakennari er sérfræðingur í kennslu á leikskólastigi. Verkgreinar sem kenndar eru til sveinsprófs í framhaldsskólum verða aðeins kenndar af iðnmeisturum eða öðrum sérfræðingum í því sem krafist er í þeim iðngreinum sem verið er að útskrifa nemendur í. Þetta á líka við um til dæmis sjúkraliðanám. Ein afleiðing þess að gefa út eitt leyfisbréf verður að leikskólakennari gæti orðið skólameistari framhaldsskóla. Reynsla frá Svíþjóð segir að þetta sé afar óheppilegt. Það þarf líka að hafa í huga að það eru sveitarfélögin sem reka leikskóla og grunnskóla en ríkið rekur framhaldsskólann. Það eru því mismunandi kjarasamningar og fleira sem mun rekast á verði þetta frumvarp að lögum. Það er hugsanavilla að nemendur hafi gott af einsleitum skóla. Nemendur gætu allt eins lokast inni í kerfi sem hentar þeirra þroskaferli illa og hætta væri á að sá þroski sem næst við að fara á annað skólastig, breyta um umhverfi og læra ný vinnubrögð, glatist. Það gengur nú þegar illa að manna stöður raungreinakennara og stærðfræðikennara á öllum skólastigum með kennurum sem eiga að hafa næga menntun í þeim greinum sem þeir kenna. Það má búast við að sú þróun haldi áfram að kennarar sem ekki hafa menntun til þess fari að kenna t.d. raungreinar í enn meira mæli, ef slakað er á kröfum og gefið út eitt leyfisbréf, með tilheyrandi verri útkomu. Átak í menntamálum ætti að auka líkur á að nemendur velji að læra raunvísindi og tæknigreinar. Það er ekki líklegt að eitt leyfisbréf hjálpi við þessa viðleitni ef sérhæfing er fyrir borð borin.Höfundur er eðlisfræðingur og framhaldsskólakennari.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar