Ólög um leyfisbréf Brynjólfur Eyjólfsson skrifar 8. mars 2019 09:43 Eitt leyfisbréf fyrir kennara á öllum skólastigum er óhæf hugmynd. Ástæðurnar eru margar en sú sem ég ætla að reifa hér er byggð á langri reynslu minni af kennslu í framhaldsskóla. Framhaldsskólinn er fyrst og síðast faggreinaskóli þar sem nemendur þurfa að tileinka sér þekkingu. Það er því skilyrði að kennarinn hafi sérþekkingu á viðkomandi fagi. Sem reyndur eðlisfræðikennari með 6 ára reynsla í jarðeðlisfræðirannsóknum og af kennslu við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna sé ég ekki að leikskólakennari eigi nokkurt erindi í eðlisfræðistofuna né að ég gagnist við kennslu leikskólabarna. Sérhæfing er ekki skammaryrði heldur lýsing á því ástandi að nemandinn þurfi að fá kennslu og verkefni sem sérfræðingur í faggreininni er einn fær um að veita. Ef það sem ég segi hér á undan er ekki rétt túlkun á lagatillögunni þá er eitt leyfisbréf einfaldlega bara hjóm og merkingarlaust. Kennari í framhaldsskóla er sérfræðingur í kennslugrein sinni en leikskólakennari er sérfræðingur í kennslu á leikskólastigi. Verkgreinar sem kenndar eru til sveinsprófs í framhaldsskólum verða aðeins kenndar af iðnmeisturum eða öðrum sérfræðingum í því sem krafist er í þeim iðngreinum sem verið er að útskrifa nemendur í. Þetta á líka við um til dæmis sjúkraliðanám. Ein afleiðing þess að gefa út eitt leyfisbréf verður að leikskólakennari gæti orðið skólameistari framhaldsskóla. Reynsla frá Svíþjóð segir að þetta sé afar óheppilegt. Það þarf líka að hafa í huga að það eru sveitarfélögin sem reka leikskóla og grunnskóla en ríkið rekur framhaldsskólann. Það eru því mismunandi kjarasamningar og fleira sem mun rekast á verði þetta frumvarp að lögum. Það er hugsanavilla að nemendur hafi gott af einsleitum skóla. Nemendur gætu allt eins lokast inni í kerfi sem hentar þeirra þroskaferli illa og hætta væri á að sá þroski sem næst við að fara á annað skólastig, breyta um umhverfi og læra ný vinnubrögð, glatist. Það gengur nú þegar illa að manna stöður raungreinakennara og stærðfræðikennara á öllum skólastigum með kennurum sem eiga að hafa næga menntun í þeim greinum sem þeir kenna. Það má búast við að sú þróun haldi áfram að kennarar sem ekki hafa menntun til þess fari að kenna t.d. raungreinar í enn meira mæli, ef slakað er á kröfum og gefið út eitt leyfisbréf, með tilheyrandi verri útkomu. Átak í menntamálum ætti að auka líkur á að nemendur velji að læra raunvísindi og tæknigreinar. Það er ekki líklegt að eitt leyfisbréf hjálpi við þessa viðleitni ef sérhæfing er fyrir borð borin.Höfundur er eðlisfræðingur og framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Eitt leyfisbréf fyrir kennara á öllum skólastigum er óhæf hugmynd. Ástæðurnar eru margar en sú sem ég ætla að reifa hér er byggð á langri reynslu minni af kennslu í framhaldsskóla. Framhaldsskólinn er fyrst og síðast faggreinaskóli þar sem nemendur þurfa að tileinka sér þekkingu. Það er því skilyrði að kennarinn hafi sérþekkingu á viðkomandi fagi. Sem reyndur eðlisfræðikennari með 6 ára reynsla í jarðeðlisfræðirannsóknum og af kennslu við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna sé ég ekki að leikskólakennari eigi nokkurt erindi í eðlisfræðistofuna né að ég gagnist við kennslu leikskólabarna. Sérhæfing er ekki skammaryrði heldur lýsing á því ástandi að nemandinn þurfi að fá kennslu og verkefni sem sérfræðingur í faggreininni er einn fær um að veita. Ef það sem ég segi hér á undan er ekki rétt túlkun á lagatillögunni þá er eitt leyfisbréf einfaldlega bara hjóm og merkingarlaust. Kennari í framhaldsskóla er sérfræðingur í kennslugrein sinni en leikskólakennari er sérfræðingur í kennslu á leikskólastigi. Verkgreinar sem kenndar eru til sveinsprófs í framhaldsskólum verða aðeins kenndar af iðnmeisturum eða öðrum sérfræðingum í því sem krafist er í þeim iðngreinum sem verið er að útskrifa nemendur í. Þetta á líka við um til dæmis sjúkraliðanám. Ein afleiðing þess að gefa út eitt leyfisbréf verður að leikskólakennari gæti orðið skólameistari framhaldsskóla. Reynsla frá Svíþjóð segir að þetta sé afar óheppilegt. Það þarf líka að hafa í huga að það eru sveitarfélögin sem reka leikskóla og grunnskóla en ríkið rekur framhaldsskólann. Það eru því mismunandi kjarasamningar og fleira sem mun rekast á verði þetta frumvarp að lögum. Það er hugsanavilla að nemendur hafi gott af einsleitum skóla. Nemendur gætu allt eins lokast inni í kerfi sem hentar þeirra þroskaferli illa og hætta væri á að sá þroski sem næst við að fara á annað skólastig, breyta um umhverfi og læra ný vinnubrögð, glatist. Það gengur nú þegar illa að manna stöður raungreinakennara og stærðfræðikennara á öllum skólastigum með kennurum sem eiga að hafa næga menntun í þeim greinum sem þeir kenna. Það má búast við að sú þróun haldi áfram að kennarar sem ekki hafa menntun til þess fari að kenna t.d. raungreinar í enn meira mæli, ef slakað er á kröfum og gefið út eitt leyfisbréf, með tilheyrandi verri útkomu. Átak í menntamálum ætti að auka líkur á að nemendur velji að læra raunvísindi og tæknigreinar. Það er ekki líklegt að eitt leyfisbréf hjálpi við þessa viðleitni ef sérhæfing er fyrir borð borin.Höfundur er eðlisfræðingur og framhaldsskólakennari.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun