Velferðarvaktin Siv Friðleifsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Velferðarvaktin er 10 ára, en hún var stofnuð 17. febrúar 2009 af Ástu R. Jóhannesdóttur, fyrr verandi félags- og tryggingamálaráðherra, í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Hefur vaktin starfað í tíð sex ráðherra félagsmála, þ.e. Ástu, Árna Páls Árnasonar, Guðbjarts Hannessonar, Eyglóar Harðardóttur, Þorsteins Víglundssonar og nú Ásmundar E. Daðasonar. Vaktin hefur í gegnum tíðina fylgst með félagslegum jafnt sem fjárhagslegum af leiðingum efnahagshrunsins á fjölskyldur og heimili í landinu, metið aðgerðir sem gripið hefur verið til og lagt fram tillögur til úrbóta. Í skipunarbréfi segir að hún sé ráðgefandi fyrir ráðherra sem og stjórnvöld og skuli huga „að velferð og afkomu efnalítilla barnafjölskyldna, sérstaklega einstæðra foreldra og barna þeirra og af la upplýsinga um aðstæður þeirra sem búa við sára fátækt svo draga megi úr henni.“ Formenn vaktarinnar hafa verið tveir frá upphafi, fyrst Lára Björnsdóttir og síðan greinarhöfundur. Í henni eiga nú sæti um 40 fulltrúar frá frjálsum félagasamtökum, aðilum vinnumarkaðarins, stofnunum, sveitarfélögum og nokkrum ráðuneytum, allt aðilar með innsýn í aðstæður þeirra sem minna mega sín. Störf Velferðarvaktarinnar hafa þróast með tímanum í takt við nýjar áskoranir. Hún hefur staðið fyrir rannsóknum um sára fátækt og stendur nú fyrir rannsókn á börnum sem búa við fátækt. Hún hefur beitt sér fyrir bættum aðstæðum einstæðra foreldra sem fá fjárhagsaðstoð og barna þeirra. Hvatningar og tillögur sem vaktin hefur lagt fram til stjórnvalda hafa borið árangur sem sjá má m.a. í bættu aðgengi barna að skólamáltíðum, fríum námsgögnum fyrir grunnskólabörn og auknum áherslum stjórnvalda í málefnum f lóttamanna og utangarðsfólks. Þá hefur vaktin lagt fram tillögur sem miða að því að draga úr brotthvarfi framhaldsskólanema og stendur nú fyrir könnun á skólasókn grunnskólabarna m.t.t. skólaforðunar. Heimsma rk mið Sa meinuðu þjóðanna um sjálf bæra þróun eru mikilvæg og munu hafa áhrif á störf Velferðarvaktarinnar með tilliti til markmiða sem lúta að fátækt, hungri, heilsu og vellíðan, menntun og auknum jöfnuði. Heimsmarkmiðin eru nýtt tæki sem vænta má að skili árangri innanlands sem utan. Vaktin mun vinna í anda þeirra og skipunarbréfs síns. Þótt almennt gangi betur nú en fyrst eftir efnahagshrunið þarf áfram að vakta velferð samfélagsins og bæta stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Velferðarvaktin mun standa þá vakt áfram Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Siv Friðleifsdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Velferðarvaktin er 10 ára, en hún var stofnuð 17. febrúar 2009 af Ástu R. Jóhannesdóttur, fyrr verandi félags- og tryggingamálaráðherra, í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Hefur vaktin starfað í tíð sex ráðherra félagsmála, þ.e. Ástu, Árna Páls Árnasonar, Guðbjarts Hannessonar, Eyglóar Harðardóttur, Þorsteins Víglundssonar og nú Ásmundar E. Daðasonar. Vaktin hefur í gegnum tíðina fylgst með félagslegum jafnt sem fjárhagslegum af leiðingum efnahagshrunsins á fjölskyldur og heimili í landinu, metið aðgerðir sem gripið hefur verið til og lagt fram tillögur til úrbóta. Í skipunarbréfi segir að hún sé ráðgefandi fyrir ráðherra sem og stjórnvöld og skuli huga „að velferð og afkomu efnalítilla barnafjölskyldna, sérstaklega einstæðra foreldra og barna þeirra og af la upplýsinga um aðstæður þeirra sem búa við sára fátækt svo draga megi úr henni.“ Formenn vaktarinnar hafa verið tveir frá upphafi, fyrst Lára Björnsdóttir og síðan greinarhöfundur. Í henni eiga nú sæti um 40 fulltrúar frá frjálsum félagasamtökum, aðilum vinnumarkaðarins, stofnunum, sveitarfélögum og nokkrum ráðuneytum, allt aðilar með innsýn í aðstæður þeirra sem minna mega sín. Störf Velferðarvaktarinnar hafa þróast með tímanum í takt við nýjar áskoranir. Hún hefur staðið fyrir rannsóknum um sára fátækt og stendur nú fyrir rannsókn á börnum sem búa við fátækt. Hún hefur beitt sér fyrir bættum aðstæðum einstæðra foreldra sem fá fjárhagsaðstoð og barna þeirra. Hvatningar og tillögur sem vaktin hefur lagt fram til stjórnvalda hafa borið árangur sem sjá má m.a. í bættu aðgengi barna að skólamáltíðum, fríum námsgögnum fyrir grunnskólabörn og auknum áherslum stjórnvalda í málefnum f lóttamanna og utangarðsfólks. Þá hefur vaktin lagt fram tillögur sem miða að því að draga úr brotthvarfi framhaldsskólanema og stendur nú fyrir könnun á skólasókn grunnskólabarna m.t.t. skólaforðunar. Heimsma rk mið Sa meinuðu þjóðanna um sjálf bæra þróun eru mikilvæg og munu hafa áhrif á störf Velferðarvaktarinnar með tilliti til markmiða sem lúta að fátækt, hungri, heilsu og vellíðan, menntun og auknum jöfnuði. Heimsmarkmiðin eru nýtt tæki sem vænta má að skili árangri innanlands sem utan. Vaktin mun vinna í anda þeirra og skipunarbréfs síns. Þótt almennt gangi betur nú en fyrst eftir efnahagshrunið þarf áfram að vakta velferð samfélagsins og bæta stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Velferðarvaktin mun standa þá vakt áfram
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar