Sara Rún er að klára tímabilið sitt með Cancius liðinu í bandaríska háskólakörfuboltanum en ætlar svo að koma heim og hjálpa kvennaliði Keflavíkur í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.
Sara Rún er í frábæru formi eins og sést vel á því að hún var kosin besti leikmaður vikunnar í MAAC deildinni. Cancius spilar í MAAC deildinni og er þar í fjórða til áttunda sæti með 8 sigrar og 8 töp í leikjum innan deildarinnar.
: @CanisiusWBB's Hinriksdottir & @MUHawksWBB's Thomas named @pepsi Zero Women's #MAACHoops Weekly Award Winners!
: https://t.co/unAb8PBPsqpic.twitter.com/DKMm5p4tYQ
— #MAACHoops (@MAACHoops) February 25, 2019
Sara Rún var með 21,0 stig, 8,5 frákös og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í tveimur leikjum Cancius í vikunni.
Hún skoraði 18 stig og tók 12 fráköst á moti Siena en var síðan með 24 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar á móti Monmouth þar sem hún hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum.
ICYMI | Hinriksdottir named MAAC Player of the Week. #MAACHoops#Griffs
: https://t.co/VXgDDVq3t8
— Canisius Women’s Basketball (@CanisiusWBB) February 26, 2019
Sara Rún er að skora 13,6 stig að meðaltali í vetur auk þess að taka 8,2 fráköst í leik.