Valur upp að hlið Keflavíkur │ Óvænt tap KR Anton Ingi Leifsson skrifar 27. febrúar 2019 20:57 Helena og stöllur eru komnar á toppinn með Keflavík. vísir/bára Valur er komið upp að hlið Keflavíkur í Dominos-deild kvenna eftir stórsigur á Skallagrími í Borgarnesi í kvöld er 22. umferðin í deildinni fór fram. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur leiddi í hálfleik, 40-34. Í síðari hálfleik steig Valur á bensíngjöfina og vann svo öruggan 30 stiga sigur, 89-59. Bergþóra Holton Tómasdóttir var framlagshæst hjá bikarmeisturum Vals en hún skoraði 22 stig og tók fimm fráköst. Heather Butler og Guðbjörg Sverrisdóttir gerðu átján stig hvor en Valur er á toppnum ásamt Keflavík með 32 stig. Skallagrímur er hins vegar áfram í næst neðsta sæti deildarinnar en Shequila Joseph var einu sinni sem oftar stigahæst. Hún skoraði 25 stig og tók ellefu fráköst en Árnína Lena Rúnarsdóttir gerði þrettán stig. Haukar unnu óvæntan þriggja stiga sigur á KR, 75-72, er liðin mættust í DHL-höllinni í kvöld. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en í fjórða leikhlutanum var Hafnarfjarðarliðið sterkara. Þóra Kristín Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir Hauka en hún skoraði nítján stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Eva Margrét Kristjánsdóttir gerði sautján stig en Haukar eru í sjötta sæti deildarinnar. KR er nú í þriðja sætinu með 30 stig og varð að mikilvægum stigum í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Vilma Kesanen var stigahæst með 25 stig og Kiana Johnson skoraði átján stig. Snæfell vann svo auðveldan sigur á botnliði Breiðabliks en Snæfell gerði út um leikinn í fyrri hálfleik. Staðna í hálfleik var 58-30 en lokatölur urðu svo 93-56. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Snæfell sem er í harðri baráttu við Stjörnua um síðasta sætið í úrslitakeppninni en Snæfell er nú í fjórða sætinu með betri innbyrðis viðureign en Stjarnan. Blikarnir eru á botninum og eru á leið niður í B-deildina. Kristen Denise McCarthy var mögnuð í liði Snæfells en hún var með þrefalda tvennu. Hún gerði 29 stig, tók þrettán fráköst og gaf tíu stoðsendingar en Ivory Crawford gerði nítján stig fyrir Blika.Staðan í deildinni:1. Keflavík 32 stig 2. Valur 32 stig 3. KR 30 stig 4. Snæfell 26 stig 5. Stjarnan 26 stig 6. Haukar 16 stig 7. Skallagrímur 12 stig 8. Breiðablik 2 stig Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - ÍA | Nýr leikmaður frumsýndur gegn Kanalausum Skagamönnum ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Sjá meira
Valur er komið upp að hlið Keflavíkur í Dominos-deild kvenna eftir stórsigur á Skallagrími í Borgarnesi í kvöld er 22. umferðin í deildinni fór fram. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur leiddi í hálfleik, 40-34. Í síðari hálfleik steig Valur á bensíngjöfina og vann svo öruggan 30 stiga sigur, 89-59. Bergþóra Holton Tómasdóttir var framlagshæst hjá bikarmeisturum Vals en hún skoraði 22 stig og tók fimm fráköst. Heather Butler og Guðbjörg Sverrisdóttir gerðu átján stig hvor en Valur er á toppnum ásamt Keflavík með 32 stig. Skallagrímur er hins vegar áfram í næst neðsta sæti deildarinnar en Shequila Joseph var einu sinni sem oftar stigahæst. Hún skoraði 25 stig og tók ellefu fráköst en Árnína Lena Rúnarsdóttir gerði þrettán stig. Haukar unnu óvæntan þriggja stiga sigur á KR, 75-72, er liðin mættust í DHL-höllinni í kvöld. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en í fjórða leikhlutanum var Hafnarfjarðarliðið sterkara. Þóra Kristín Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir Hauka en hún skoraði nítján stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Eva Margrét Kristjánsdóttir gerði sautján stig en Haukar eru í sjötta sæti deildarinnar. KR er nú í þriðja sætinu með 30 stig og varð að mikilvægum stigum í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Vilma Kesanen var stigahæst með 25 stig og Kiana Johnson skoraði átján stig. Snæfell vann svo auðveldan sigur á botnliði Breiðabliks en Snæfell gerði út um leikinn í fyrri hálfleik. Staðna í hálfleik var 58-30 en lokatölur urðu svo 93-56. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Snæfell sem er í harðri baráttu við Stjörnua um síðasta sætið í úrslitakeppninni en Snæfell er nú í fjórða sætinu með betri innbyrðis viðureign en Stjarnan. Blikarnir eru á botninum og eru á leið niður í B-deildina. Kristen Denise McCarthy var mögnuð í liði Snæfells en hún var með þrefalda tvennu. Hún gerði 29 stig, tók þrettán fráköst og gaf tíu stoðsendingar en Ivory Crawford gerði nítján stig fyrir Blika.Staðan í deildinni:1. Keflavík 32 stig 2. Valur 32 stig 3. KR 30 stig 4. Snæfell 26 stig 5. Stjarnan 26 stig 6. Haukar 16 stig 7. Skallagrímur 12 stig 8. Breiðablik 2 stig
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - ÍA | Nýr leikmaður frumsýndur gegn Kanalausum Skagamönnum ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Sjá meira