Handbolti

Bjarki skoraði þrjú í sigri Fuchse Berlin

Dagur Lárusson skrifar
Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson. vísir/getty
Bjarki Már Elísson var í eldlínunni fyrir Fuchse Berlin í EHF bikarnum í dag þegar liðið hafði betur gegn St. Raphael frá Frakklandi.

 

Þetta var fyrsti leikur liðanna í riðlinum en það var Fuchse Berlin sem var með yfirhöndina nánast allan leikinn og var staðan 17-15 þeim í vil í hálfleik.

 

Liðsmen Berlin náðu að halda þessari forystu inn í seinni hálfleikinn og forystan jókst svo er líða fór á leikinn. Lokastaðan var svo 33-29.

 

Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk fyrir Fuchse Berlin en markahæsti maður liðsins var daninn Hans Lindberg með sjö mörk.

 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.