Handbolti

Bjarki skoraði þrjú í sigri Fuchse Berlin

Dagur Lárusson skrifar
Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson. vísir/getty

Bjarki Már Elísson var í eldlínunni fyrir Fuchse Berlin í EHF bikarnum í dag þegar liðið hafði betur gegn St. Raphael frá Frakklandi.
 
Þetta var fyrsti leikur liðanna í riðlinum en það var Fuchse Berlin sem var með yfirhöndina nánast allan leikinn og var staðan 17-15 þeim í vil í hálfleik.
 
Liðsmen Berlin náðu að halda þessari forystu inn í seinni hálfleikinn og forystan jókst svo er líða fór á leikinn. Lokastaðan var svo 33-29.
 
Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk fyrir Fuchse Berlin en markahæsti maður liðsins var daninn Hans Lindberg með sjö mörk.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.