Handbolti

Seinni bylgjan: Aron Einar hvattur til að taka tímabil í Olísdeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Svo gæti farið að landsliðsfyrirliðinn í fótbolta taki fram handboltaskóna sína á nýjan leik þegar hinum ferlinum lýkur. Það vona að minnsta kosti strákarnir sem voru í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

Aron Einar Gunnarsson var mættur á leik Aftureldingar og Akureyrar í Mosfellsbæ á sunnudag enda er systursonur hans, Gunnar Malmquist, leikmaður Aftureldingar. Aron Einar er svo sjálfur gallharður Akureyringur.

„Hann var góður í handbolta. Hann skoraði tíu mörk á móti mér í þriðja flokki,“ rifjaði Sebastian Alexandersson upp.

Aron Einar sagði í bók sinni sem kom út fyrir jól að hann myndi íhuga að spila eitt tímabil í Olísdeildinni eftir að knattspyrnuferlinum lýkur. Tómas Þór Þórðarson rifjaði það upp í þætti gærkvöldsins.

„Það væri geggjað. Við hvetjum hann til þess,“ sagði Sebastian en Aron Einar er mikill Þórsari og myndi sjálfsagt ekki spila með neinu öðru liði hér á landi. Þór er ekki með handboltalið undir sínu nafni en það yrði líklega „bara græjað,“ eins og strákarnir sögðu í innslaginu sem má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×