Handbolti

Seinni bylgjan: Aron Einar hvattur til að taka tímabil í Olísdeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Svo gæti farið að landsliðsfyrirliðinn í fótbolta taki fram handboltaskóna sína á nýjan leik þegar hinum ferlinum lýkur. Það vona að minnsta kosti strákarnir sem voru í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

Aron Einar Gunnarsson var mættur á leik Aftureldingar og Akureyrar í Mosfellsbæ á sunnudag enda er systursonur hans, Gunnar Malmquist, leikmaður Aftureldingar. Aron Einar er svo sjálfur gallharður Akureyringur.

„Hann var góður í handbolta. Hann skoraði tíu mörk á móti mér í þriðja flokki,“ rifjaði Sebastian Alexandersson upp.

Aron Einar sagði í bók sinni sem kom út fyrir jól að hann myndi íhuga að spila eitt tímabil í Olísdeildinni eftir að knattspyrnuferlinum lýkur. Tómas Þór Þórðarson rifjaði það upp í þætti gærkvöldsins.

„Það væri geggjað. Við hvetjum hann til þess,“ sagði Sebastian en Aron Einar er mikill Þórsari og myndi sjálfsagt ekki spila með neinu öðru liði hér á landi. Þór er ekki með handboltalið undir sínu nafni en það yrði líklega „bara græjað,“ eins og strákarnir sögðu í innslaginu sem má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.