Körfubolti

Keflvíkingarnir gerðu vel í háskólaboltanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thelma í leik með Keflavík áður en hún hélt út.
Thelma í leik með Keflavík áður en hún hélt út. vísir/anton
Thelma Dís Ágústsdóttir átti fínan leik er Ball State fékk skell gegn Ohio, 94-62, í bandaríska háskólakörfuboltanum í dag.

Keflvíkingurinn gerði fjórtán stig og tók eitt frákast en hún spilaði í þrjátíu mínútur í leiknum í kvöld. Hún hitti úr fimm af sjö skotum sínum.

Annar Keflvíkingur, Sara Rún Hinriksdóttir, var einnig í eldlínunni í háskólaboltanum í dag er hún var í sigurliði Canisius sem hafði betur gegn Rider, 62-49.

Sara gerði níu stig í kvöld en reif einnig niður níu fráköst en hún hitti úr fjórum af tíu skotum sínum. Einnig stal hún tveimur boltum og gaf þrjár stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×