Húsnæðismál Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 5. febrúar 2019 21:54 Eftirfarandi er skrifað í ljósi umræðna í borgarstjórn í dag um niðurstöður átakshóps um aukið framboð á íbúðum og öðrum aðgerðum til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Verkefni um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk, átakshópur um aukið framboð á íbúðum, umræður um húsnæði fyrir fyrstu kaupendur. Hver er kostnaður hins opinbera, sveitarfélaga og ríkis, af öllum þessum átakshópum, sem hljóma allir vel og boða fögur fyrirheit? Hvað hafa margir verið í fullu starfi við þessar áætlanir síðan þær hafa verið settar af stað? Sem dæmi um átakshóp af þessu tagi má nefna að verkefni um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk var sett af stað af Reykjavíkurborg í kjölfar húsnæðisáætlunar var samþykkt í júní 2017. Í febrúar 2019, tæpum tveimur árum síðar, liggur fyrir kynning um fjölmarga reiti en íbúðirnar eru hins vegar ekki tilbúnar. Það virðist því sannarlega tilefni til þess að einfalda ferla og stytta þann tíma sem það tekur íbúðir að fara frá því að vera hugmynd á blaði og yfir í að vera heimili í raunveruleikanum. Önnur lausn sem hefur komið fram á sjónarsviðið vegna húsnæðisvandans sem hefur verið staðreynd og fyrirsjáanlegur um fjölda ára er Bjarg fasteignafélag, sem byggir nú íbúðir sem verði til leigu fyrir tekjulága. Tilgangurinn er góður, að koma þaki yfir höfuð þeirra sem hafa minna á milli handanna. En mig langar að ræða augljósa vankanta. Réttur til leigu á íbúðum Bjargs mun grundvallast á úthlutunarreglum félagsins sem listar upp ákveðin tekjuviðmið eftir högum umsækjanda. En er þessi lausn á einu vandamáli kannski uppskrift að öðru? Við höfum áður séð hvernig skyndilausnir í húsnæðismálum ætlaðar tekjulágum geta aukið líkur á að íbúasamsetning verður of einsleit og það getur leitt af sér margvísleg félagsleg vandamál, hættu á að fólk verði skilgreint út frá heimilisstað o.fl. sem getur tekið áratugi að vinda ofan af. Íbúðafélagið Bjarg mun þannig eiga allar íbúðir í fjölbýlishúsum með tiltekin götunúmer. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa áður bent á að af þessum ástæðum er hugmyndin haldin göllum. Til viðbótar hentar hún ekki öllum sem eru tekjulágir og gæti jafnvel orðið hvati til þess að þessi hópur eignist ekki, en úthlutunarreglur miðast bæði við tekjur og eignir umsækjenda og því getur staðan verið sú að þeir sem eiga eignir en eru tekjulágir geti ekki leigt hjá Bjargi. Kannanir hafa sýnt að meirihluti fólks vill eignast húsnæði en ekki leigja. Ekki má sjá af þeim hugmyndum sem liggja fyrir að gert sé ráð fyrir þeim möguleika að íbúar sem byrji í félagslega kerfinu eigi möguleika á að eignast íbúðina að lokum. Slíkt fyrirkomulag var á meðal þess sem leiðrétti húsnæðiskrísu í Singapúr, en auk þess var gætt að því að fjölbreytt samsetning íbúa væri tryggð. Tilefni eru til þess að rifja upp ummæli Eyglóar Harðardóttur, fyrrum félagsmálaráðherra og þingmanns, sem sem sagði „húsnæðismál eru ekki átaksverkefni heldur viðvarandi verkefni.”Jórunn Pála Jónasdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Eftirfarandi er skrifað í ljósi umræðna í borgarstjórn í dag um niðurstöður átakshóps um aukið framboð á íbúðum og öðrum aðgerðum til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Verkefni um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk, átakshópur um aukið framboð á íbúðum, umræður um húsnæði fyrir fyrstu kaupendur. Hver er kostnaður hins opinbera, sveitarfélaga og ríkis, af öllum þessum átakshópum, sem hljóma allir vel og boða fögur fyrirheit? Hvað hafa margir verið í fullu starfi við þessar áætlanir síðan þær hafa verið settar af stað? Sem dæmi um átakshóp af þessu tagi má nefna að verkefni um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk var sett af stað af Reykjavíkurborg í kjölfar húsnæðisáætlunar var samþykkt í júní 2017. Í febrúar 2019, tæpum tveimur árum síðar, liggur fyrir kynning um fjölmarga reiti en íbúðirnar eru hins vegar ekki tilbúnar. Það virðist því sannarlega tilefni til þess að einfalda ferla og stytta þann tíma sem það tekur íbúðir að fara frá því að vera hugmynd á blaði og yfir í að vera heimili í raunveruleikanum. Önnur lausn sem hefur komið fram á sjónarsviðið vegna húsnæðisvandans sem hefur verið staðreynd og fyrirsjáanlegur um fjölda ára er Bjarg fasteignafélag, sem byggir nú íbúðir sem verði til leigu fyrir tekjulága. Tilgangurinn er góður, að koma þaki yfir höfuð þeirra sem hafa minna á milli handanna. En mig langar að ræða augljósa vankanta. Réttur til leigu á íbúðum Bjargs mun grundvallast á úthlutunarreglum félagsins sem listar upp ákveðin tekjuviðmið eftir högum umsækjanda. En er þessi lausn á einu vandamáli kannski uppskrift að öðru? Við höfum áður séð hvernig skyndilausnir í húsnæðismálum ætlaðar tekjulágum geta aukið líkur á að íbúasamsetning verður of einsleit og það getur leitt af sér margvísleg félagsleg vandamál, hættu á að fólk verði skilgreint út frá heimilisstað o.fl. sem getur tekið áratugi að vinda ofan af. Íbúðafélagið Bjarg mun þannig eiga allar íbúðir í fjölbýlishúsum með tiltekin götunúmer. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa áður bent á að af þessum ástæðum er hugmyndin haldin göllum. Til viðbótar hentar hún ekki öllum sem eru tekjulágir og gæti jafnvel orðið hvati til þess að þessi hópur eignist ekki, en úthlutunarreglur miðast bæði við tekjur og eignir umsækjenda og því getur staðan verið sú að þeir sem eiga eignir en eru tekjulágir geti ekki leigt hjá Bjargi. Kannanir hafa sýnt að meirihluti fólks vill eignast húsnæði en ekki leigja. Ekki má sjá af þeim hugmyndum sem liggja fyrir að gert sé ráð fyrir þeim möguleika að íbúar sem byrji í félagslega kerfinu eigi möguleika á að eignast íbúðina að lokum. Slíkt fyrirkomulag var á meðal þess sem leiðrétti húsnæðiskrísu í Singapúr, en auk þess var gætt að því að fjölbreytt samsetning íbúa væri tryggð. Tilefni eru til þess að rifja upp ummæli Eyglóar Harðardóttur, fyrrum félagsmálaráðherra og þingmanns, sem sem sagði „húsnæðismál eru ekki átaksverkefni heldur viðvarandi verkefni.”Jórunn Pála Jónasdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun