Tilnefningarnefndir – gagn eða ógagn? Þóranna Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Markmið tilnefningarnefnda er að stuðla að því að stjórn búi í heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu sem nýtist fyrirtækinu til framdráttar. Skiptar skoðanir virðast vera meðal hluthafa um ágæti tilnefningarnefnda og hafa helst verið viðraðar áhyggjur af því að ákvörðunarréttur hluthafa, hvað varðar val á stjórnarmönnum, sé með þessu fyrirkomulagi skertur. Þó að leiðbeiningar um stjórnarhætti kveði skýrt á um að tilnefningarnefnd gegni einungis ráðgefandi hlutverki gagnvart aðalfundi og að umboðið til að kjósa stjórn liggi eftir sem áður hjá hluthöfum, hefur það sjónarmið heyrst að erfitt eða nánast ómögulegt sé fyrir hluthafa að kjósa andstætt tilnefningum nefndarinnar. Þessar áhyggjur eru skiljanlegar og mikilvægt að strax í upphafi verði tilhögunin þannig að gagnsemi tilnefningarnefnda verði sem mest, án þess að það verði á kostnað jafnræðis hluthafa eða hluthafalýðræðis. Meðal ávinnings tilnefningarnefndar er að koma á fót skýru og gagnsæju ferli fyrir tilnefningu í stjórn félags. Hefðbundið vinnulag við tilnefningu stjórnar hefur gjarnan verið tilviljunarkennt. Sem dæmi má nefna að hluthafar, sem eiga nægilegt atkvæðamagn til að „koma manni að í stjórn“ fara ekki að huga að kandídötum þegar þeir fá spurnir af því að sá sem þeir studdu síðast sækist ekki eftir endurkjöri. Þá eru fjölmörg dæmi um að á elleftu stundu uppgötvist að ekki náist að uppfylla lögbundin kynjahlutföll stjórnarinnar. Einnig er lenska að hluthafar finni hver í sínu lagi frambærilega kandídata, en þegar á hólminn er komið kemur á daginn að hópinn skortir breidd eða tiltekna þekkingu eða reynslu sem skiptir viðkomandi fyrirtæki miklu máli. Síðast en ekki síst er gjarnan leitað í þröngan hóp eftir stjórnarkandídötum og vettvang hefur skort fyrir hæfa aðila til að gefa kost á sér til stjórnarstarfa. Tilnefningarnefndir geta bætt ferlið til muna með því að eiga samtal við hluthafa og auglýsa sem víðast eftir hæfum einstaklingum. Þó samtal við hluthafa í tilnefningarferlinu sé alla jafna af hinu góða þurfa tilnefningarnefndir að varast að takmarka samráð sitt við stærstu hluthafana. Sú hefð hefur skapast að stærstu hluthafarnir velji að kjósa tiltekna einstaklinga sem sína fulltrúa í stjórn. Slík ráðstöfun fer í bága við grunnskilgreiningu á hlutafélagaforminu þar sem stjórnarmenn fara með umboð allra hluthafa og öllum stjórnarmönnum ber að gæta hagsmuna þeirra allra óháð því hvaðan þeir fá stuðning sinn. Því er mikilvægt að skapa aðgengilegan vettvang fyrir alla hluthafa til að koma á framfæri við tilnefningarnefnd sjónarmiðum er varða kröfur til stjórnarmanna, sem og að gefa þeim kost á að tilnefna frambærilega einstaklinga. Sem áður segir ber tilnefningarnefnd að ganga úr skugga um að þeir sem mælt er með til stjórnarsetu búi sem heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu. Því er ekki nægilegt að nefndin gangi úr skugga um að þeir einstaklingar sem mælt er með hafi hver um sig eitthvað til brunns að bera, heldur ber nefndinni skylda til að tryggja sem hagfelldasta samsetningu stjórnar fyrir fyrirtækið. Af þessu leiðir að tilnefningarnefnd þarf í tillögum sínum að mæla með ákveðnum hóp eða tiltekinni samsetningu. Ekki nægir að gefa álit á því hvort einstaklingar teljist hæfir til stjórnarsetu. Í fljótu bragði virðist því eina færa leiðin að tilnefna jafn marga einstaklinga og fjöldi stjórnarsæta sem um ræðir. Sú leið gefur þó þeim hluthöfum sem leggja mikið upp úr því að fara að tilmælum nefndarinnar afar takmarkaða valkosti. Til þess að gefa hluthöfum aukið svigrúm mætti þó vel hugsa sér að tilnefningarnefnd legði til fleiri en eina mögulega samsetningu á stjórn og léti hluthöfum eftir að velja þar á milli. Þegar upp er staðið er það ávallt á forræði hluthafafundarins að velja stjórn. Hluthafar eiga áfram að hafa það frelsi að kjósa hvern sem er, eða hafna hverjum sem er. Ef hluthafar velja annan kost en þann sem tilnefningarnefnd mælir með verður svo að vera. Skýru ferli og vel rökstuddum tillögum frá tilnefningarnefnd er fyrst og fremst ætlað að auka gagnsæi, auðvelda aðkomu allra hluthafa og þannig auka líkur á því að hluthafar taki upplýsta ákvörðun þegar þeir beita atkvæðisrétti sínum á hluthafafundi. Það er því lykilatriði að störf tilnefningarnefnda þróist á þann veg að sá ávinningur náist.Höfundur er doktor í stjórnarháttum og formaður nefndar um endurskoðun Leiðbeininga um stjórnarhætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Sjá meira
Markmið tilnefningarnefnda er að stuðla að því að stjórn búi í heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu sem nýtist fyrirtækinu til framdráttar. Skiptar skoðanir virðast vera meðal hluthafa um ágæti tilnefningarnefnda og hafa helst verið viðraðar áhyggjur af því að ákvörðunarréttur hluthafa, hvað varðar val á stjórnarmönnum, sé með þessu fyrirkomulagi skertur. Þó að leiðbeiningar um stjórnarhætti kveði skýrt á um að tilnefningarnefnd gegni einungis ráðgefandi hlutverki gagnvart aðalfundi og að umboðið til að kjósa stjórn liggi eftir sem áður hjá hluthöfum, hefur það sjónarmið heyrst að erfitt eða nánast ómögulegt sé fyrir hluthafa að kjósa andstætt tilnefningum nefndarinnar. Þessar áhyggjur eru skiljanlegar og mikilvægt að strax í upphafi verði tilhögunin þannig að gagnsemi tilnefningarnefnda verði sem mest, án þess að það verði á kostnað jafnræðis hluthafa eða hluthafalýðræðis. Meðal ávinnings tilnefningarnefndar er að koma á fót skýru og gagnsæju ferli fyrir tilnefningu í stjórn félags. Hefðbundið vinnulag við tilnefningu stjórnar hefur gjarnan verið tilviljunarkennt. Sem dæmi má nefna að hluthafar, sem eiga nægilegt atkvæðamagn til að „koma manni að í stjórn“ fara ekki að huga að kandídötum þegar þeir fá spurnir af því að sá sem þeir studdu síðast sækist ekki eftir endurkjöri. Þá eru fjölmörg dæmi um að á elleftu stundu uppgötvist að ekki náist að uppfylla lögbundin kynjahlutföll stjórnarinnar. Einnig er lenska að hluthafar finni hver í sínu lagi frambærilega kandídata, en þegar á hólminn er komið kemur á daginn að hópinn skortir breidd eða tiltekna þekkingu eða reynslu sem skiptir viðkomandi fyrirtæki miklu máli. Síðast en ekki síst er gjarnan leitað í þröngan hóp eftir stjórnarkandídötum og vettvang hefur skort fyrir hæfa aðila til að gefa kost á sér til stjórnarstarfa. Tilnefningarnefndir geta bætt ferlið til muna með því að eiga samtal við hluthafa og auglýsa sem víðast eftir hæfum einstaklingum. Þó samtal við hluthafa í tilnefningarferlinu sé alla jafna af hinu góða þurfa tilnefningarnefndir að varast að takmarka samráð sitt við stærstu hluthafana. Sú hefð hefur skapast að stærstu hluthafarnir velji að kjósa tiltekna einstaklinga sem sína fulltrúa í stjórn. Slík ráðstöfun fer í bága við grunnskilgreiningu á hlutafélagaforminu þar sem stjórnarmenn fara með umboð allra hluthafa og öllum stjórnarmönnum ber að gæta hagsmuna þeirra allra óháð því hvaðan þeir fá stuðning sinn. Því er mikilvægt að skapa aðgengilegan vettvang fyrir alla hluthafa til að koma á framfæri við tilnefningarnefnd sjónarmiðum er varða kröfur til stjórnarmanna, sem og að gefa þeim kost á að tilnefna frambærilega einstaklinga. Sem áður segir ber tilnefningarnefnd að ganga úr skugga um að þeir sem mælt er með til stjórnarsetu búi sem heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu. Því er ekki nægilegt að nefndin gangi úr skugga um að þeir einstaklingar sem mælt er með hafi hver um sig eitthvað til brunns að bera, heldur ber nefndinni skylda til að tryggja sem hagfelldasta samsetningu stjórnar fyrir fyrirtækið. Af þessu leiðir að tilnefningarnefnd þarf í tillögum sínum að mæla með ákveðnum hóp eða tiltekinni samsetningu. Ekki nægir að gefa álit á því hvort einstaklingar teljist hæfir til stjórnarsetu. Í fljótu bragði virðist því eina færa leiðin að tilnefna jafn marga einstaklinga og fjöldi stjórnarsæta sem um ræðir. Sú leið gefur þó þeim hluthöfum sem leggja mikið upp úr því að fara að tilmælum nefndarinnar afar takmarkaða valkosti. Til þess að gefa hluthöfum aukið svigrúm mætti þó vel hugsa sér að tilnefningarnefnd legði til fleiri en eina mögulega samsetningu á stjórn og léti hluthöfum eftir að velja þar á milli. Þegar upp er staðið er það ávallt á forræði hluthafafundarins að velja stjórn. Hluthafar eiga áfram að hafa það frelsi að kjósa hvern sem er, eða hafna hverjum sem er. Ef hluthafar velja annan kost en þann sem tilnefningarnefnd mælir með verður svo að vera. Skýru ferli og vel rökstuddum tillögum frá tilnefningarnefnd er fyrst og fremst ætlað að auka gagnsæi, auðvelda aðkomu allra hluthafa og þannig auka líkur á því að hluthafar taki upplýsta ákvörðun þegar þeir beita atkvæðisrétti sínum á hluthafafundi. Það er því lykilatriði að störf tilnefningarnefnda þróist á þann veg að sá ávinningur náist.Höfundur er doktor í stjórnarháttum og formaður nefndar um endurskoðun Leiðbeininga um stjórnarhætti.
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun