Tilnefningarnefndir – gagn eða ógagn? Þóranna Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Markmið tilnefningarnefnda er að stuðla að því að stjórn búi í heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu sem nýtist fyrirtækinu til framdráttar. Skiptar skoðanir virðast vera meðal hluthafa um ágæti tilnefningarnefnda og hafa helst verið viðraðar áhyggjur af því að ákvörðunarréttur hluthafa, hvað varðar val á stjórnarmönnum, sé með þessu fyrirkomulagi skertur. Þó að leiðbeiningar um stjórnarhætti kveði skýrt á um að tilnefningarnefnd gegni einungis ráðgefandi hlutverki gagnvart aðalfundi og að umboðið til að kjósa stjórn liggi eftir sem áður hjá hluthöfum, hefur það sjónarmið heyrst að erfitt eða nánast ómögulegt sé fyrir hluthafa að kjósa andstætt tilnefningum nefndarinnar. Þessar áhyggjur eru skiljanlegar og mikilvægt að strax í upphafi verði tilhögunin þannig að gagnsemi tilnefningarnefnda verði sem mest, án þess að það verði á kostnað jafnræðis hluthafa eða hluthafalýðræðis. Meðal ávinnings tilnefningarnefndar er að koma á fót skýru og gagnsæju ferli fyrir tilnefningu í stjórn félags. Hefðbundið vinnulag við tilnefningu stjórnar hefur gjarnan verið tilviljunarkennt. Sem dæmi má nefna að hluthafar, sem eiga nægilegt atkvæðamagn til að „koma manni að í stjórn“ fara ekki að huga að kandídötum þegar þeir fá spurnir af því að sá sem þeir studdu síðast sækist ekki eftir endurkjöri. Þá eru fjölmörg dæmi um að á elleftu stundu uppgötvist að ekki náist að uppfylla lögbundin kynjahlutföll stjórnarinnar. Einnig er lenska að hluthafar finni hver í sínu lagi frambærilega kandídata, en þegar á hólminn er komið kemur á daginn að hópinn skortir breidd eða tiltekna þekkingu eða reynslu sem skiptir viðkomandi fyrirtæki miklu máli. Síðast en ekki síst er gjarnan leitað í þröngan hóp eftir stjórnarkandídötum og vettvang hefur skort fyrir hæfa aðila til að gefa kost á sér til stjórnarstarfa. Tilnefningarnefndir geta bætt ferlið til muna með því að eiga samtal við hluthafa og auglýsa sem víðast eftir hæfum einstaklingum. Þó samtal við hluthafa í tilnefningarferlinu sé alla jafna af hinu góða þurfa tilnefningarnefndir að varast að takmarka samráð sitt við stærstu hluthafana. Sú hefð hefur skapast að stærstu hluthafarnir velji að kjósa tiltekna einstaklinga sem sína fulltrúa í stjórn. Slík ráðstöfun fer í bága við grunnskilgreiningu á hlutafélagaforminu þar sem stjórnarmenn fara með umboð allra hluthafa og öllum stjórnarmönnum ber að gæta hagsmuna þeirra allra óháð því hvaðan þeir fá stuðning sinn. Því er mikilvægt að skapa aðgengilegan vettvang fyrir alla hluthafa til að koma á framfæri við tilnefningarnefnd sjónarmiðum er varða kröfur til stjórnarmanna, sem og að gefa þeim kost á að tilnefna frambærilega einstaklinga. Sem áður segir ber tilnefningarnefnd að ganga úr skugga um að þeir sem mælt er með til stjórnarsetu búi sem heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu. Því er ekki nægilegt að nefndin gangi úr skugga um að þeir einstaklingar sem mælt er með hafi hver um sig eitthvað til brunns að bera, heldur ber nefndinni skylda til að tryggja sem hagfelldasta samsetningu stjórnar fyrir fyrirtækið. Af þessu leiðir að tilnefningarnefnd þarf í tillögum sínum að mæla með ákveðnum hóp eða tiltekinni samsetningu. Ekki nægir að gefa álit á því hvort einstaklingar teljist hæfir til stjórnarsetu. Í fljótu bragði virðist því eina færa leiðin að tilnefna jafn marga einstaklinga og fjöldi stjórnarsæta sem um ræðir. Sú leið gefur þó þeim hluthöfum sem leggja mikið upp úr því að fara að tilmælum nefndarinnar afar takmarkaða valkosti. Til þess að gefa hluthöfum aukið svigrúm mætti þó vel hugsa sér að tilnefningarnefnd legði til fleiri en eina mögulega samsetningu á stjórn og léti hluthöfum eftir að velja þar á milli. Þegar upp er staðið er það ávallt á forræði hluthafafundarins að velja stjórn. Hluthafar eiga áfram að hafa það frelsi að kjósa hvern sem er, eða hafna hverjum sem er. Ef hluthafar velja annan kost en þann sem tilnefningarnefnd mælir með verður svo að vera. Skýru ferli og vel rökstuddum tillögum frá tilnefningarnefnd er fyrst og fremst ætlað að auka gagnsæi, auðvelda aðkomu allra hluthafa og þannig auka líkur á því að hluthafar taki upplýsta ákvörðun þegar þeir beita atkvæðisrétti sínum á hluthafafundi. Það er því lykilatriði að störf tilnefningarnefnda þróist á þann veg að sá ávinningur náist.Höfundur er doktor í stjórnarháttum og formaður nefndar um endurskoðun Leiðbeininga um stjórnarhætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Markmið tilnefningarnefnda er að stuðla að því að stjórn búi í heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu sem nýtist fyrirtækinu til framdráttar. Skiptar skoðanir virðast vera meðal hluthafa um ágæti tilnefningarnefnda og hafa helst verið viðraðar áhyggjur af því að ákvörðunarréttur hluthafa, hvað varðar val á stjórnarmönnum, sé með þessu fyrirkomulagi skertur. Þó að leiðbeiningar um stjórnarhætti kveði skýrt á um að tilnefningarnefnd gegni einungis ráðgefandi hlutverki gagnvart aðalfundi og að umboðið til að kjósa stjórn liggi eftir sem áður hjá hluthöfum, hefur það sjónarmið heyrst að erfitt eða nánast ómögulegt sé fyrir hluthafa að kjósa andstætt tilnefningum nefndarinnar. Þessar áhyggjur eru skiljanlegar og mikilvægt að strax í upphafi verði tilhögunin þannig að gagnsemi tilnefningarnefnda verði sem mest, án þess að það verði á kostnað jafnræðis hluthafa eða hluthafalýðræðis. Meðal ávinnings tilnefningarnefndar er að koma á fót skýru og gagnsæju ferli fyrir tilnefningu í stjórn félags. Hefðbundið vinnulag við tilnefningu stjórnar hefur gjarnan verið tilviljunarkennt. Sem dæmi má nefna að hluthafar, sem eiga nægilegt atkvæðamagn til að „koma manni að í stjórn“ fara ekki að huga að kandídötum þegar þeir fá spurnir af því að sá sem þeir studdu síðast sækist ekki eftir endurkjöri. Þá eru fjölmörg dæmi um að á elleftu stundu uppgötvist að ekki náist að uppfylla lögbundin kynjahlutföll stjórnarinnar. Einnig er lenska að hluthafar finni hver í sínu lagi frambærilega kandídata, en þegar á hólminn er komið kemur á daginn að hópinn skortir breidd eða tiltekna þekkingu eða reynslu sem skiptir viðkomandi fyrirtæki miklu máli. Síðast en ekki síst er gjarnan leitað í þröngan hóp eftir stjórnarkandídötum og vettvang hefur skort fyrir hæfa aðila til að gefa kost á sér til stjórnarstarfa. Tilnefningarnefndir geta bætt ferlið til muna með því að eiga samtal við hluthafa og auglýsa sem víðast eftir hæfum einstaklingum. Þó samtal við hluthafa í tilnefningarferlinu sé alla jafna af hinu góða þurfa tilnefningarnefndir að varast að takmarka samráð sitt við stærstu hluthafana. Sú hefð hefur skapast að stærstu hluthafarnir velji að kjósa tiltekna einstaklinga sem sína fulltrúa í stjórn. Slík ráðstöfun fer í bága við grunnskilgreiningu á hlutafélagaforminu þar sem stjórnarmenn fara með umboð allra hluthafa og öllum stjórnarmönnum ber að gæta hagsmuna þeirra allra óháð því hvaðan þeir fá stuðning sinn. Því er mikilvægt að skapa aðgengilegan vettvang fyrir alla hluthafa til að koma á framfæri við tilnefningarnefnd sjónarmiðum er varða kröfur til stjórnarmanna, sem og að gefa þeim kost á að tilnefna frambærilega einstaklinga. Sem áður segir ber tilnefningarnefnd að ganga úr skugga um að þeir sem mælt er með til stjórnarsetu búi sem heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu. Því er ekki nægilegt að nefndin gangi úr skugga um að þeir einstaklingar sem mælt er með hafi hver um sig eitthvað til brunns að bera, heldur ber nefndinni skylda til að tryggja sem hagfelldasta samsetningu stjórnar fyrir fyrirtækið. Af þessu leiðir að tilnefningarnefnd þarf í tillögum sínum að mæla með ákveðnum hóp eða tiltekinni samsetningu. Ekki nægir að gefa álit á því hvort einstaklingar teljist hæfir til stjórnarsetu. Í fljótu bragði virðist því eina færa leiðin að tilnefna jafn marga einstaklinga og fjöldi stjórnarsæta sem um ræðir. Sú leið gefur þó þeim hluthöfum sem leggja mikið upp úr því að fara að tilmælum nefndarinnar afar takmarkaða valkosti. Til þess að gefa hluthöfum aukið svigrúm mætti þó vel hugsa sér að tilnefningarnefnd legði til fleiri en eina mögulega samsetningu á stjórn og léti hluthöfum eftir að velja þar á milli. Þegar upp er staðið er það ávallt á forræði hluthafafundarins að velja stjórn. Hluthafar eiga áfram að hafa það frelsi að kjósa hvern sem er, eða hafna hverjum sem er. Ef hluthafar velja annan kost en þann sem tilnefningarnefnd mælir með verður svo að vera. Skýru ferli og vel rökstuddum tillögum frá tilnefningarnefnd er fyrst og fremst ætlað að auka gagnsæi, auðvelda aðkomu allra hluthafa og þannig auka líkur á því að hluthafar taki upplýsta ákvörðun þegar þeir beita atkvæðisrétti sínum á hluthafafundi. Það er því lykilatriði að störf tilnefningarnefnda þróist á þann veg að sá ávinningur náist.Höfundur er doktor í stjórnarháttum og formaður nefndar um endurskoðun Leiðbeininga um stjórnarhætti.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun