Tilnefningarnefndir – gagn eða ógagn? Þóranna Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Markmið tilnefningarnefnda er að stuðla að því að stjórn búi í heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu sem nýtist fyrirtækinu til framdráttar. Skiptar skoðanir virðast vera meðal hluthafa um ágæti tilnefningarnefnda og hafa helst verið viðraðar áhyggjur af því að ákvörðunarréttur hluthafa, hvað varðar val á stjórnarmönnum, sé með þessu fyrirkomulagi skertur. Þó að leiðbeiningar um stjórnarhætti kveði skýrt á um að tilnefningarnefnd gegni einungis ráðgefandi hlutverki gagnvart aðalfundi og að umboðið til að kjósa stjórn liggi eftir sem áður hjá hluthöfum, hefur það sjónarmið heyrst að erfitt eða nánast ómögulegt sé fyrir hluthafa að kjósa andstætt tilnefningum nefndarinnar. Þessar áhyggjur eru skiljanlegar og mikilvægt að strax í upphafi verði tilhögunin þannig að gagnsemi tilnefningarnefnda verði sem mest, án þess að það verði á kostnað jafnræðis hluthafa eða hluthafalýðræðis. Meðal ávinnings tilnefningarnefndar er að koma á fót skýru og gagnsæju ferli fyrir tilnefningu í stjórn félags. Hefðbundið vinnulag við tilnefningu stjórnar hefur gjarnan verið tilviljunarkennt. Sem dæmi má nefna að hluthafar, sem eiga nægilegt atkvæðamagn til að „koma manni að í stjórn“ fara ekki að huga að kandídötum þegar þeir fá spurnir af því að sá sem þeir studdu síðast sækist ekki eftir endurkjöri. Þá eru fjölmörg dæmi um að á elleftu stundu uppgötvist að ekki náist að uppfylla lögbundin kynjahlutföll stjórnarinnar. Einnig er lenska að hluthafar finni hver í sínu lagi frambærilega kandídata, en þegar á hólminn er komið kemur á daginn að hópinn skortir breidd eða tiltekna þekkingu eða reynslu sem skiptir viðkomandi fyrirtæki miklu máli. Síðast en ekki síst er gjarnan leitað í þröngan hóp eftir stjórnarkandídötum og vettvang hefur skort fyrir hæfa aðila til að gefa kost á sér til stjórnarstarfa. Tilnefningarnefndir geta bætt ferlið til muna með því að eiga samtal við hluthafa og auglýsa sem víðast eftir hæfum einstaklingum. Þó samtal við hluthafa í tilnefningarferlinu sé alla jafna af hinu góða þurfa tilnefningarnefndir að varast að takmarka samráð sitt við stærstu hluthafana. Sú hefð hefur skapast að stærstu hluthafarnir velji að kjósa tiltekna einstaklinga sem sína fulltrúa í stjórn. Slík ráðstöfun fer í bága við grunnskilgreiningu á hlutafélagaforminu þar sem stjórnarmenn fara með umboð allra hluthafa og öllum stjórnarmönnum ber að gæta hagsmuna þeirra allra óháð því hvaðan þeir fá stuðning sinn. Því er mikilvægt að skapa aðgengilegan vettvang fyrir alla hluthafa til að koma á framfæri við tilnefningarnefnd sjónarmiðum er varða kröfur til stjórnarmanna, sem og að gefa þeim kost á að tilnefna frambærilega einstaklinga. Sem áður segir ber tilnefningarnefnd að ganga úr skugga um að þeir sem mælt er með til stjórnarsetu búi sem heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu. Því er ekki nægilegt að nefndin gangi úr skugga um að þeir einstaklingar sem mælt er með hafi hver um sig eitthvað til brunns að bera, heldur ber nefndinni skylda til að tryggja sem hagfelldasta samsetningu stjórnar fyrir fyrirtækið. Af þessu leiðir að tilnefningarnefnd þarf í tillögum sínum að mæla með ákveðnum hóp eða tiltekinni samsetningu. Ekki nægir að gefa álit á því hvort einstaklingar teljist hæfir til stjórnarsetu. Í fljótu bragði virðist því eina færa leiðin að tilnefna jafn marga einstaklinga og fjöldi stjórnarsæta sem um ræðir. Sú leið gefur þó þeim hluthöfum sem leggja mikið upp úr því að fara að tilmælum nefndarinnar afar takmarkaða valkosti. Til þess að gefa hluthöfum aukið svigrúm mætti þó vel hugsa sér að tilnefningarnefnd legði til fleiri en eina mögulega samsetningu á stjórn og léti hluthöfum eftir að velja þar á milli. Þegar upp er staðið er það ávallt á forræði hluthafafundarins að velja stjórn. Hluthafar eiga áfram að hafa það frelsi að kjósa hvern sem er, eða hafna hverjum sem er. Ef hluthafar velja annan kost en þann sem tilnefningarnefnd mælir með verður svo að vera. Skýru ferli og vel rökstuddum tillögum frá tilnefningarnefnd er fyrst og fremst ætlað að auka gagnsæi, auðvelda aðkomu allra hluthafa og þannig auka líkur á því að hluthafar taki upplýsta ákvörðun þegar þeir beita atkvæðisrétti sínum á hluthafafundi. Það er því lykilatriði að störf tilnefningarnefnda þróist á þann veg að sá ávinningur náist.Höfundur er doktor í stjórnarháttum og formaður nefndar um endurskoðun Leiðbeininga um stjórnarhætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Markmið tilnefningarnefnda er að stuðla að því að stjórn búi í heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu sem nýtist fyrirtækinu til framdráttar. Skiptar skoðanir virðast vera meðal hluthafa um ágæti tilnefningarnefnda og hafa helst verið viðraðar áhyggjur af því að ákvörðunarréttur hluthafa, hvað varðar val á stjórnarmönnum, sé með þessu fyrirkomulagi skertur. Þó að leiðbeiningar um stjórnarhætti kveði skýrt á um að tilnefningarnefnd gegni einungis ráðgefandi hlutverki gagnvart aðalfundi og að umboðið til að kjósa stjórn liggi eftir sem áður hjá hluthöfum, hefur það sjónarmið heyrst að erfitt eða nánast ómögulegt sé fyrir hluthafa að kjósa andstætt tilnefningum nefndarinnar. Þessar áhyggjur eru skiljanlegar og mikilvægt að strax í upphafi verði tilhögunin þannig að gagnsemi tilnefningarnefnda verði sem mest, án þess að það verði á kostnað jafnræðis hluthafa eða hluthafalýðræðis. Meðal ávinnings tilnefningarnefndar er að koma á fót skýru og gagnsæju ferli fyrir tilnefningu í stjórn félags. Hefðbundið vinnulag við tilnefningu stjórnar hefur gjarnan verið tilviljunarkennt. Sem dæmi má nefna að hluthafar, sem eiga nægilegt atkvæðamagn til að „koma manni að í stjórn“ fara ekki að huga að kandídötum þegar þeir fá spurnir af því að sá sem þeir studdu síðast sækist ekki eftir endurkjöri. Þá eru fjölmörg dæmi um að á elleftu stundu uppgötvist að ekki náist að uppfylla lögbundin kynjahlutföll stjórnarinnar. Einnig er lenska að hluthafar finni hver í sínu lagi frambærilega kandídata, en þegar á hólminn er komið kemur á daginn að hópinn skortir breidd eða tiltekna þekkingu eða reynslu sem skiptir viðkomandi fyrirtæki miklu máli. Síðast en ekki síst er gjarnan leitað í þröngan hóp eftir stjórnarkandídötum og vettvang hefur skort fyrir hæfa aðila til að gefa kost á sér til stjórnarstarfa. Tilnefningarnefndir geta bætt ferlið til muna með því að eiga samtal við hluthafa og auglýsa sem víðast eftir hæfum einstaklingum. Þó samtal við hluthafa í tilnefningarferlinu sé alla jafna af hinu góða þurfa tilnefningarnefndir að varast að takmarka samráð sitt við stærstu hluthafana. Sú hefð hefur skapast að stærstu hluthafarnir velji að kjósa tiltekna einstaklinga sem sína fulltrúa í stjórn. Slík ráðstöfun fer í bága við grunnskilgreiningu á hlutafélagaforminu þar sem stjórnarmenn fara með umboð allra hluthafa og öllum stjórnarmönnum ber að gæta hagsmuna þeirra allra óháð því hvaðan þeir fá stuðning sinn. Því er mikilvægt að skapa aðgengilegan vettvang fyrir alla hluthafa til að koma á framfæri við tilnefningarnefnd sjónarmiðum er varða kröfur til stjórnarmanna, sem og að gefa þeim kost á að tilnefna frambærilega einstaklinga. Sem áður segir ber tilnefningarnefnd að ganga úr skugga um að þeir sem mælt er með til stjórnarsetu búi sem heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu. Því er ekki nægilegt að nefndin gangi úr skugga um að þeir einstaklingar sem mælt er með hafi hver um sig eitthvað til brunns að bera, heldur ber nefndinni skylda til að tryggja sem hagfelldasta samsetningu stjórnar fyrir fyrirtækið. Af þessu leiðir að tilnefningarnefnd þarf í tillögum sínum að mæla með ákveðnum hóp eða tiltekinni samsetningu. Ekki nægir að gefa álit á því hvort einstaklingar teljist hæfir til stjórnarsetu. Í fljótu bragði virðist því eina færa leiðin að tilnefna jafn marga einstaklinga og fjöldi stjórnarsæta sem um ræðir. Sú leið gefur þó þeim hluthöfum sem leggja mikið upp úr því að fara að tilmælum nefndarinnar afar takmarkaða valkosti. Til þess að gefa hluthöfum aukið svigrúm mætti þó vel hugsa sér að tilnefningarnefnd legði til fleiri en eina mögulega samsetningu á stjórn og léti hluthöfum eftir að velja þar á milli. Þegar upp er staðið er það ávallt á forræði hluthafafundarins að velja stjórn. Hluthafar eiga áfram að hafa það frelsi að kjósa hvern sem er, eða hafna hverjum sem er. Ef hluthafar velja annan kost en þann sem tilnefningarnefnd mælir með verður svo að vera. Skýru ferli og vel rökstuddum tillögum frá tilnefningarnefnd er fyrst og fremst ætlað að auka gagnsæi, auðvelda aðkomu allra hluthafa og þannig auka líkur á því að hluthafar taki upplýsta ákvörðun þegar þeir beita atkvæðisrétti sínum á hluthafafundi. Það er því lykilatriði að störf tilnefningarnefnda þróist á þann veg að sá ávinningur náist.Höfundur er doktor í stjórnarháttum og formaður nefndar um endurskoðun Leiðbeininga um stjórnarhætti.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun