Tilnefningarnefndir – gagn eða ógagn? Þóranna Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Markmið tilnefningarnefnda er að stuðla að því að stjórn búi í heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu sem nýtist fyrirtækinu til framdráttar. Skiptar skoðanir virðast vera meðal hluthafa um ágæti tilnefningarnefnda og hafa helst verið viðraðar áhyggjur af því að ákvörðunarréttur hluthafa, hvað varðar val á stjórnarmönnum, sé með þessu fyrirkomulagi skertur. Þó að leiðbeiningar um stjórnarhætti kveði skýrt á um að tilnefningarnefnd gegni einungis ráðgefandi hlutverki gagnvart aðalfundi og að umboðið til að kjósa stjórn liggi eftir sem áður hjá hluthöfum, hefur það sjónarmið heyrst að erfitt eða nánast ómögulegt sé fyrir hluthafa að kjósa andstætt tilnefningum nefndarinnar. Þessar áhyggjur eru skiljanlegar og mikilvægt að strax í upphafi verði tilhögunin þannig að gagnsemi tilnefningarnefnda verði sem mest, án þess að það verði á kostnað jafnræðis hluthafa eða hluthafalýðræðis. Meðal ávinnings tilnefningarnefndar er að koma á fót skýru og gagnsæju ferli fyrir tilnefningu í stjórn félags. Hefðbundið vinnulag við tilnefningu stjórnar hefur gjarnan verið tilviljunarkennt. Sem dæmi má nefna að hluthafar, sem eiga nægilegt atkvæðamagn til að „koma manni að í stjórn“ fara ekki að huga að kandídötum þegar þeir fá spurnir af því að sá sem þeir studdu síðast sækist ekki eftir endurkjöri. Þá eru fjölmörg dæmi um að á elleftu stundu uppgötvist að ekki náist að uppfylla lögbundin kynjahlutföll stjórnarinnar. Einnig er lenska að hluthafar finni hver í sínu lagi frambærilega kandídata, en þegar á hólminn er komið kemur á daginn að hópinn skortir breidd eða tiltekna þekkingu eða reynslu sem skiptir viðkomandi fyrirtæki miklu máli. Síðast en ekki síst er gjarnan leitað í þröngan hóp eftir stjórnarkandídötum og vettvang hefur skort fyrir hæfa aðila til að gefa kost á sér til stjórnarstarfa. Tilnefningarnefndir geta bætt ferlið til muna með því að eiga samtal við hluthafa og auglýsa sem víðast eftir hæfum einstaklingum. Þó samtal við hluthafa í tilnefningarferlinu sé alla jafna af hinu góða þurfa tilnefningarnefndir að varast að takmarka samráð sitt við stærstu hluthafana. Sú hefð hefur skapast að stærstu hluthafarnir velji að kjósa tiltekna einstaklinga sem sína fulltrúa í stjórn. Slík ráðstöfun fer í bága við grunnskilgreiningu á hlutafélagaforminu þar sem stjórnarmenn fara með umboð allra hluthafa og öllum stjórnarmönnum ber að gæta hagsmuna þeirra allra óháð því hvaðan þeir fá stuðning sinn. Því er mikilvægt að skapa aðgengilegan vettvang fyrir alla hluthafa til að koma á framfæri við tilnefningarnefnd sjónarmiðum er varða kröfur til stjórnarmanna, sem og að gefa þeim kost á að tilnefna frambærilega einstaklinga. Sem áður segir ber tilnefningarnefnd að ganga úr skugga um að þeir sem mælt er með til stjórnarsetu búi sem heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu. Því er ekki nægilegt að nefndin gangi úr skugga um að þeir einstaklingar sem mælt er með hafi hver um sig eitthvað til brunns að bera, heldur ber nefndinni skylda til að tryggja sem hagfelldasta samsetningu stjórnar fyrir fyrirtækið. Af þessu leiðir að tilnefningarnefnd þarf í tillögum sínum að mæla með ákveðnum hóp eða tiltekinni samsetningu. Ekki nægir að gefa álit á því hvort einstaklingar teljist hæfir til stjórnarsetu. Í fljótu bragði virðist því eina færa leiðin að tilnefna jafn marga einstaklinga og fjöldi stjórnarsæta sem um ræðir. Sú leið gefur þó þeim hluthöfum sem leggja mikið upp úr því að fara að tilmælum nefndarinnar afar takmarkaða valkosti. Til þess að gefa hluthöfum aukið svigrúm mætti þó vel hugsa sér að tilnefningarnefnd legði til fleiri en eina mögulega samsetningu á stjórn og léti hluthöfum eftir að velja þar á milli. Þegar upp er staðið er það ávallt á forræði hluthafafundarins að velja stjórn. Hluthafar eiga áfram að hafa það frelsi að kjósa hvern sem er, eða hafna hverjum sem er. Ef hluthafar velja annan kost en þann sem tilnefningarnefnd mælir með verður svo að vera. Skýru ferli og vel rökstuddum tillögum frá tilnefningarnefnd er fyrst og fremst ætlað að auka gagnsæi, auðvelda aðkomu allra hluthafa og þannig auka líkur á því að hluthafar taki upplýsta ákvörðun þegar þeir beita atkvæðisrétti sínum á hluthafafundi. Það er því lykilatriði að störf tilnefningarnefnda þróist á þann veg að sá ávinningur náist.Höfundur er doktor í stjórnarháttum og formaður nefndar um endurskoðun Leiðbeininga um stjórnarhætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Markmið tilnefningarnefnda er að stuðla að því að stjórn búi í heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu sem nýtist fyrirtækinu til framdráttar. Skiptar skoðanir virðast vera meðal hluthafa um ágæti tilnefningarnefnda og hafa helst verið viðraðar áhyggjur af því að ákvörðunarréttur hluthafa, hvað varðar val á stjórnarmönnum, sé með þessu fyrirkomulagi skertur. Þó að leiðbeiningar um stjórnarhætti kveði skýrt á um að tilnefningarnefnd gegni einungis ráðgefandi hlutverki gagnvart aðalfundi og að umboðið til að kjósa stjórn liggi eftir sem áður hjá hluthöfum, hefur það sjónarmið heyrst að erfitt eða nánast ómögulegt sé fyrir hluthafa að kjósa andstætt tilnefningum nefndarinnar. Þessar áhyggjur eru skiljanlegar og mikilvægt að strax í upphafi verði tilhögunin þannig að gagnsemi tilnefningarnefnda verði sem mest, án þess að það verði á kostnað jafnræðis hluthafa eða hluthafalýðræðis. Meðal ávinnings tilnefningarnefndar er að koma á fót skýru og gagnsæju ferli fyrir tilnefningu í stjórn félags. Hefðbundið vinnulag við tilnefningu stjórnar hefur gjarnan verið tilviljunarkennt. Sem dæmi má nefna að hluthafar, sem eiga nægilegt atkvæðamagn til að „koma manni að í stjórn“ fara ekki að huga að kandídötum þegar þeir fá spurnir af því að sá sem þeir studdu síðast sækist ekki eftir endurkjöri. Þá eru fjölmörg dæmi um að á elleftu stundu uppgötvist að ekki náist að uppfylla lögbundin kynjahlutföll stjórnarinnar. Einnig er lenska að hluthafar finni hver í sínu lagi frambærilega kandídata, en þegar á hólminn er komið kemur á daginn að hópinn skortir breidd eða tiltekna þekkingu eða reynslu sem skiptir viðkomandi fyrirtæki miklu máli. Síðast en ekki síst er gjarnan leitað í þröngan hóp eftir stjórnarkandídötum og vettvang hefur skort fyrir hæfa aðila til að gefa kost á sér til stjórnarstarfa. Tilnefningarnefndir geta bætt ferlið til muna með því að eiga samtal við hluthafa og auglýsa sem víðast eftir hæfum einstaklingum. Þó samtal við hluthafa í tilnefningarferlinu sé alla jafna af hinu góða þurfa tilnefningarnefndir að varast að takmarka samráð sitt við stærstu hluthafana. Sú hefð hefur skapast að stærstu hluthafarnir velji að kjósa tiltekna einstaklinga sem sína fulltrúa í stjórn. Slík ráðstöfun fer í bága við grunnskilgreiningu á hlutafélagaforminu þar sem stjórnarmenn fara með umboð allra hluthafa og öllum stjórnarmönnum ber að gæta hagsmuna þeirra allra óháð því hvaðan þeir fá stuðning sinn. Því er mikilvægt að skapa aðgengilegan vettvang fyrir alla hluthafa til að koma á framfæri við tilnefningarnefnd sjónarmiðum er varða kröfur til stjórnarmanna, sem og að gefa þeim kost á að tilnefna frambærilega einstaklinga. Sem áður segir ber tilnefningarnefnd að ganga úr skugga um að þeir sem mælt er með til stjórnarsetu búi sem heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu. Því er ekki nægilegt að nefndin gangi úr skugga um að þeir einstaklingar sem mælt er með hafi hver um sig eitthvað til brunns að bera, heldur ber nefndinni skylda til að tryggja sem hagfelldasta samsetningu stjórnar fyrir fyrirtækið. Af þessu leiðir að tilnefningarnefnd þarf í tillögum sínum að mæla með ákveðnum hóp eða tiltekinni samsetningu. Ekki nægir að gefa álit á því hvort einstaklingar teljist hæfir til stjórnarsetu. Í fljótu bragði virðist því eina færa leiðin að tilnefna jafn marga einstaklinga og fjöldi stjórnarsæta sem um ræðir. Sú leið gefur þó þeim hluthöfum sem leggja mikið upp úr því að fara að tilmælum nefndarinnar afar takmarkaða valkosti. Til þess að gefa hluthöfum aukið svigrúm mætti þó vel hugsa sér að tilnefningarnefnd legði til fleiri en eina mögulega samsetningu á stjórn og léti hluthöfum eftir að velja þar á milli. Þegar upp er staðið er það ávallt á forræði hluthafafundarins að velja stjórn. Hluthafar eiga áfram að hafa það frelsi að kjósa hvern sem er, eða hafna hverjum sem er. Ef hluthafar velja annan kost en þann sem tilnefningarnefnd mælir með verður svo að vera. Skýru ferli og vel rökstuddum tillögum frá tilnefningarnefnd er fyrst og fremst ætlað að auka gagnsæi, auðvelda aðkomu allra hluthafa og þannig auka líkur á því að hluthafar taki upplýsta ákvörðun þegar þeir beita atkvæðisrétti sínum á hluthafafundi. Það er því lykilatriði að störf tilnefningarnefnda þróist á þann veg að sá ávinningur náist.Höfundur er doktor í stjórnarháttum og formaður nefndar um endurskoðun Leiðbeininga um stjórnarhætti.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun