50 stig frá Johnson er KR fór á toppinn | Mikilvægur sigur Stjörnunnar Anton Ingi Leifsson skrifar 6. febrúar 2019 20:55 Danielle var afar öflug í kvöld. vísir/vilhelm KR er komið á toppinn í Dominos-deild kvenna eftir öruggan sigur á botnliði Breiðablik, 102-81, er liðin mættust í Kópavogi í kvöld en nítjánda umferðin fór öll fram í kvöld. KR byrjaði af miklum krafti og skoraði að vild í fyrsta leikhlutanum. Þær leiddu 36-20 eftir hann og svo 59-38 í hálfleik. Eftirleikurinn nokkur auðveldur og KR náði að dreifa álaginu í síðari hálfleik. Kiana Johnson átti stórkostlegan leik fyrir KR. Hún skoraði 50 stig, tók sextán fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Algjörlega biluð tölfræði. KR er jafnt Keflavík á toppi deildarinnar en með betri innbyrðis viðureignir. Í liði Blika var það einu sinni sem oftar Ivory Crawford sem var stigahæst með 21 stig, níu fráköst og fimm stoðsendingar en Breiðablik er á botni Dominos-deildarinnar með tvö stig. Allar líkur á að þær spili í B-deildinni á næstu leiktíð. Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan sigur á Haukum á heimavelli, 79-75, en með sigrinum er Stjarnan áfram í fimmta sætinu, tveimur stigum frá úrslitakeppnissæti. Haukar eru áfram í sjöunda sætinu með tíu stig. Danielle Victoria Rodriguez var frábær í liði Stjörnunar. Hún skoraði 28 stig og tók þar að auki þrettán fráköst og gaf sjö stoðendingar. Bríet Sif Hinriskdóttir gerði 21 stig. LeLe Hardy gerði tuttugu stig fyrir Hauka auk þess að rífa niður fjórtán fráköst. Hún gaf einnig sjö stoðsendingar en Eva Margrét Kristjánsdóttir gerði sextán stig og Þóra Kristín Jónsdóttir tólf. Snæfell er áfram í fjórða sætinu eftir að hafa burstað Skallagrím í slagnum um vesturlandið er Snæfell hafði að lokum betur, 79-42, eftir að staðan hafi verið 35-22 í hálfleik. Skallagrímur skoraði átta stig í fjórða leikhlutanum. Kristen Denise McCarthy var stigahæst hjá Snæfell með 26 stig og tók tuttugu fráköst en Gunnhildur Gunnarsdóttir gerði tíu. Shequila Joseph skoraði tólf stig fyrir Skallagrím sem er í sjötta sætinu með tólf stig.Staðan í heild sinni (fjögur efstu sætin fara í úrslit): 1. KR - 28 stig 2. Keflavík - 28 stig 3. Valur - 26 stig 4. Snæfell - 24 stig 5. Stjarnan - 22 stig 6. Skallagrímur - 12 stig 7. Haukar - 10 stig 8. Breiðablik - 2 stig Dominos-deild kvenna Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Haukar | Fyrsti heimaleikur KR-inga í efstu deild í fjögur ár Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
KR er komið á toppinn í Dominos-deild kvenna eftir öruggan sigur á botnliði Breiðablik, 102-81, er liðin mættust í Kópavogi í kvöld en nítjánda umferðin fór öll fram í kvöld. KR byrjaði af miklum krafti og skoraði að vild í fyrsta leikhlutanum. Þær leiddu 36-20 eftir hann og svo 59-38 í hálfleik. Eftirleikurinn nokkur auðveldur og KR náði að dreifa álaginu í síðari hálfleik. Kiana Johnson átti stórkostlegan leik fyrir KR. Hún skoraði 50 stig, tók sextán fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Algjörlega biluð tölfræði. KR er jafnt Keflavík á toppi deildarinnar en með betri innbyrðis viðureignir. Í liði Blika var það einu sinni sem oftar Ivory Crawford sem var stigahæst með 21 stig, níu fráköst og fimm stoðsendingar en Breiðablik er á botni Dominos-deildarinnar með tvö stig. Allar líkur á að þær spili í B-deildinni á næstu leiktíð. Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan sigur á Haukum á heimavelli, 79-75, en með sigrinum er Stjarnan áfram í fimmta sætinu, tveimur stigum frá úrslitakeppnissæti. Haukar eru áfram í sjöunda sætinu með tíu stig. Danielle Victoria Rodriguez var frábær í liði Stjörnunar. Hún skoraði 28 stig og tók þar að auki þrettán fráköst og gaf sjö stoðendingar. Bríet Sif Hinriskdóttir gerði 21 stig. LeLe Hardy gerði tuttugu stig fyrir Hauka auk þess að rífa niður fjórtán fráköst. Hún gaf einnig sjö stoðsendingar en Eva Margrét Kristjánsdóttir gerði sextán stig og Þóra Kristín Jónsdóttir tólf. Snæfell er áfram í fjórða sætinu eftir að hafa burstað Skallagrím í slagnum um vesturlandið er Snæfell hafði að lokum betur, 79-42, eftir að staðan hafi verið 35-22 í hálfleik. Skallagrímur skoraði átta stig í fjórða leikhlutanum. Kristen Denise McCarthy var stigahæst hjá Snæfell með 26 stig og tók tuttugu fráköst en Gunnhildur Gunnarsdóttir gerði tíu. Shequila Joseph skoraði tólf stig fyrir Skallagrím sem er í sjötta sætinu með tólf stig.Staðan í heild sinni (fjögur efstu sætin fara í úrslit): 1. KR - 28 stig 2. Keflavík - 28 stig 3. Valur - 26 stig 4. Snæfell - 24 stig 5. Stjarnan - 22 stig 6. Skallagrímur - 12 stig 7. Haukar - 10 stig 8. Breiðablik - 2 stig
Dominos-deild kvenna Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Haukar | Fyrsti heimaleikur KR-inga í efstu deild í fjögur ár Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira