M.Sc. í áhrifa- valdafræði María Bjarnadóttir skrifar 8. febrúar 2019 07:00 Flestir foreldrar vilja undirbúa börnin sín vel fyrir framtíðina. Helst viljum við auðvitað að þau hafi yfir að ráða eiginleikum eða reynslu sem atvinnulíf framtíðarinnar ofmetur að verðleikum svo þau hafi fjárhagslega burði til þess að „vinna til að lifa, ekki lifa til að vinna“ og geti orðið „besta útgáfan af sjálfum sér“. Það er átakanlegt fyrir okkur foreldra nútímans að horfast í augu við að hugsanlega þýðir þetta að ungarnir okkar muni ekki starfa við eitthvað almennilegt eins og rafvirkjun eða lögmennsku, heldur sem youtubarar eða áhrifavaldar. Hvernig kemur það heim og saman við sannleikann um að sprenglæring úr háskóla sé lykillinn að einbýlishúsi og sportjeppa? Nú hefur spænskur háskóli svarað þessari spurningu með meistaranámi í áhrifavalda- og vídeóbloggarafræði. Skólinn telur námið veita nemendum forskot til að ná árangri í þessum vinsælustu störfum 21. aldarinnar. Er hræðilega gamaldags að setja spurningamerki við þetta? Auðvitað hefur tækniframþróun alltaf haft áhrif á atvinnumarkaðinn. Á leiðinni hafa tapast og myndast ótal starfsstéttir. Spurningin er hverju foreldrar eiga að vera að hlúa að hjá blessuðum börnunum til þess að forða þeim frá örlögum Luktar-Gvendar á vinnumarkaði. Þetta skapar áleitnar uppeldisspurningar. Eru tímatakmarkanir á Fortnite-spilamennsku grunnskólabarna að koma í veg fyrir atvinnumannaferil í Fortnite-dansi? Kemur bann á TikToc núna í veg fyrir nauðsynlega þjálfun í framsögn fyrir feril í hólógrafískri fjölmiðlun síðar? Eða er þetta tapað hvort eð er því að róbótarnir verða búnir að taka yfir áður en fyrsti nemandinn útskrifast með meistaragráðu í áhrifavaldafræði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Flestir foreldrar vilja undirbúa börnin sín vel fyrir framtíðina. Helst viljum við auðvitað að þau hafi yfir að ráða eiginleikum eða reynslu sem atvinnulíf framtíðarinnar ofmetur að verðleikum svo þau hafi fjárhagslega burði til þess að „vinna til að lifa, ekki lifa til að vinna“ og geti orðið „besta útgáfan af sjálfum sér“. Það er átakanlegt fyrir okkur foreldra nútímans að horfast í augu við að hugsanlega þýðir þetta að ungarnir okkar muni ekki starfa við eitthvað almennilegt eins og rafvirkjun eða lögmennsku, heldur sem youtubarar eða áhrifavaldar. Hvernig kemur það heim og saman við sannleikann um að sprenglæring úr háskóla sé lykillinn að einbýlishúsi og sportjeppa? Nú hefur spænskur háskóli svarað þessari spurningu með meistaranámi í áhrifavalda- og vídeóbloggarafræði. Skólinn telur námið veita nemendum forskot til að ná árangri í þessum vinsælustu störfum 21. aldarinnar. Er hræðilega gamaldags að setja spurningamerki við þetta? Auðvitað hefur tækniframþróun alltaf haft áhrif á atvinnumarkaðinn. Á leiðinni hafa tapast og myndast ótal starfsstéttir. Spurningin er hverju foreldrar eiga að vera að hlúa að hjá blessuðum börnunum til þess að forða þeim frá örlögum Luktar-Gvendar á vinnumarkaði. Þetta skapar áleitnar uppeldisspurningar. Eru tímatakmarkanir á Fortnite-spilamennsku grunnskólabarna að koma í veg fyrir atvinnumannaferil í Fortnite-dansi? Kemur bann á TikToc núna í veg fyrir nauðsynlega þjálfun í framsögn fyrir feril í hólógrafískri fjölmiðlun síðar? Eða er þetta tapað hvort eð er því að róbótarnir verða búnir að taka yfir áður en fyrsti nemandinn útskrifast með meistaragráðu í áhrifavaldafræði?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar