Áfram veginn Davíð Þorláksson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Alþingi ræðir þessa dagana um upptöku veggjalda. Þessi umræða er ekki ný af nálinni. Árið 1965 var lagt veggjald á Reykjanesbraut eftir að bundið slitlag hafði verið lagt á hana, þótt sú gjaldtaka hafi aðeins varað í nokkur ár. Hvalfjarðargöng voru opnuð 1998 þar sem veggjald var innheimt með góðum árangri þar til í lok síðasta árs og svo er gjaldtaka hafin í nýjum Vaðlaheiðargöngum. Nútímatækni gerir það að verkum að ekkert starfsfólk þarf í innheimtuna og hún ætti að geta gengið fljótt og vel fyrir vegfarendur. Það er jákvætt sjónarmið að sá sem notar opinbera þjónustu greiði fyrir hana ef viðkomandi hefur kost á því. Kostir þess eru að það dregur úr að opinber þjónusta sé notuð að óþörfu og minnkar byrðar á skattgreiðendur. Þegar um veggjöld er að ræða má einnig nýta þau til að stýra umferð. Til dæmis með því að búa til hvata til að nota almenningssamgöngur og draga úr umferð á álagstíma með hærra verði. En til þess að veggjöld séu sannarlega veggjöld og að þessir kostir nýtist þá verða þau að standa straum af kostnaðinum við lagningu eða viðhald vegarins sem þau eru innheimt á. Ef það er ekki gert þá er bara um hreinan og kláran skatt að ræða. Ef til stendur að hætta að fjármagna vegagerð að hluta beint úr ríkissjóði og hefja innheimtu veggjalda þá ætti auðvitað að lækka almenna skatta sem því nemur. Af einhverjum ástæðum hafa stjórnmálamenn þó lítið minnst á það í þessari umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Vegtollar Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Sjá meira
Alþingi ræðir þessa dagana um upptöku veggjalda. Þessi umræða er ekki ný af nálinni. Árið 1965 var lagt veggjald á Reykjanesbraut eftir að bundið slitlag hafði verið lagt á hana, þótt sú gjaldtaka hafi aðeins varað í nokkur ár. Hvalfjarðargöng voru opnuð 1998 þar sem veggjald var innheimt með góðum árangri þar til í lok síðasta árs og svo er gjaldtaka hafin í nýjum Vaðlaheiðargöngum. Nútímatækni gerir það að verkum að ekkert starfsfólk þarf í innheimtuna og hún ætti að geta gengið fljótt og vel fyrir vegfarendur. Það er jákvætt sjónarmið að sá sem notar opinbera þjónustu greiði fyrir hana ef viðkomandi hefur kost á því. Kostir þess eru að það dregur úr að opinber þjónusta sé notuð að óþörfu og minnkar byrðar á skattgreiðendur. Þegar um veggjöld er að ræða má einnig nýta þau til að stýra umferð. Til dæmis með því að búa til hvata til að nota almenningssamgöngur og draga úr umferð á álagstíma með hærra verði. En til þess að veggjöld séu sannarlega veggjöld og að þessir kostir nýtist þá verða þau að standa straum af kostnaðinum við lagningu eða viðhald vegarins sem þau eru innheimt á. Ef það er ekki gert þá er bara um hreinan og kláran skatt að ræða. Ef til stendur að hætta að fjármagna vegagerð að hluta beint úr ríkissjóði og hefja innheimtu veggjalda þá ætti auðvitað að lækka almenna skatta sem því nemur. Af einhverjum ástæðum hafa stjórnmálamenn þó lítið minnst á það í þessari umræðu.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun