Betra LÍN strax - stúdentar þurfa líka að lifa af Elsa María Guðlaugs Drífudóttir skrifar 30. janúar 2019 11:19 LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta hafa uppá síðkastið gengið fram í herferð um eitt helsta sameiginlega baráttumál stúdenta: LÍN - Lánasjóð íslenskra námsmanna. Kröfur stúdenta eru skýrar og ganga út á aukna framfærslu og hækkað frítekjumark. Þessar kröfur byggja á því að sjóðurinn þjóni sínu upprunalega hlutverki sem félagslegur jöfnunarsjóður sem tryggir jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. LÍN þjónar því miður ekki lengur þessu hlutverki og stúdentar hafa fyrir vikið þurft að grípa til annarra ráða við að framfleyta sér. Stúdentar fá lánað frá LÍN fyrir 96% af reiknaðri framfærsluþörf sinni. Þetta þýðir að stúdent í leigu- eða eigin húsnæði fær um 184 þúsund krónur á mánuði. Framfærsla stúdenta er tæplega 100 þúsund krónum lægri en grunnatvinnuleysisbætur og um 120 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun. Þar sem einungis er lánað fyrir níu mánuðum á ári og ekki fullri framfærslu er gert ráð fyrir því að stúdentar vinni sér til tekna til að brúa bilið og framfleyta sér yfir sumarmánuðina. Þar kemur frítekjumarkið til sögunnar, stúdentar geta þénað 930 þúsund krónur á ári, fyrir skatt, án þess að framfærslulán þeirra skerðist. Fari innkoman hins vegar yfir þá upphæð þá skerðist hver króna sem LÍN lánar um 45% fyrir hverja krónu sem stúdentinn vinnur sér inn umfram frítekjumarkið. Þetta eru réttmætar kröfur og það er ánægjulegt að heyra að bæði mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir sem og stjórnarformaður LÍN, Eygló Harðardóttir vilji koma til móts við stúdenta. Það sem vonbrigðum veldur er tregi til tryggingar um þessar breytingar. Það er auðvelt að halda aftur af breytingum á þeim grundvelli að ekki sé svigrúm til hækkana, en það er augljóst á þeim afgangi sem Lánasjóðurinn skilar á ársgrundvelli, sem hleypur á milljörðum að svigrúmið er til staðar og þess vegna er óumflýjanlegt að velta því fyrir sér hvers vegna hinn svokallaði rammi til breytinga þarf að vera jafn þröngur og sagt er. Það er líka augljóst á mikilli hlutfallslegri fækkun lánþega, sem er um þriðjungur á meðan að háskólanemum fækkar um minna en 5%, að stúdentar gera sér grein fyrir því að sjóðurinn starfar ekki lengur í þeirra þágu. Slík tölfræði ætti að valda þeim sem hafa ákvörðunarvaldið og ábyrgðina áhyggjum. Það er nauðsynlegt að sjá þessar breytingar ganga fram í dag og stúdentar eru ekki tilbúnir til þess að bíða eftir því að nýtt lánasjóðskerfi líti dagsins ljós. Reynslan hefur ekki verið gjöful hvað breytingar á lögum LÍN varðar og þess vegna er mikilvægt að grípa tækifærið sem nú gefst með nýjum úthlutunarreglum. Það er pólitísk ákvörðun að rétta kjör stúdenta í samræmi við aðra samfélagshópa, eða láta þá áfram sitja eftir með óásættanleg kjör. LÍS krefjast þess að betra LÍN líti dagsins ljós strax. Stúdentar eiga að mega þrífast en ekki neyðast til þess að þrauka í gegnum námsárin. Þeir eiga að geta bæði lært og lifað á meðan námi stendur. Þegar persónulegur vöxtur, tækifæri til þess að efla kunnáttu, visku og framlag til sívaxandi og fjölbreytilegs samfélags eiga að vera í forgrunni, ekki baráttan við að lifa af.Þessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir LÍN - Besta lánasjóðskerfið á Norðurlöndunum Íslenskir stúdentar eru nokkuð sérstakur hópur. Ástæða þess er sú að samsetning okkar er nokkuð frábrugðin því sem gengur og gerist. 28. janúar 2019 11:45 Raunhæfar kröfur í vonlausu kerfi Enginn sagði að námsárin ættu að vera auðveld. Þau geta verið erfið, krefjandi og tímafrek en þau eiga líka að vera skemmtileg. 25. janúar 2019 08:59 Námsmenn erlendis í útrýmingarhættu? Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961 og hefur æ síðan starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu. 23. janúar 2019 08:46 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta hafa uppá síðkastið gengið fram í herferð um eitt helsta sameiginlega baráttumál stúdenta: LÍN - Lánasjóð íslenskra námsmanna. Kröfur stúdenta eru skýrar og ganga út á aukna framfærslu og hækkað frítekjumark. Þessar kröfur byggja á því að sjóðurinn þjóni sínu upprunalega hlutverki sem félagslegur jöfnunarsjóður sem tryggir jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. LÍN þjónar því miður ekki lengur þessu hlutverki og stúdentar hafa fyrir vikið þurft að grípa til annarra ráða við að framfleyta sér. Stúdentar fá lánað frá LÍN fyrir 96% af reiknaðri framfærsluþörf sinni. Þetta þýðir að stúdent í leigu- eða eigin húsnæði fær um 184 þúsund krónur á mánuði. Framfærsla stúdenta er tæplega 100 þúsund krónum lægri en grunnatvinnuleysisbætur og um 120 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun. Þar sem einungis er lánað fyrir níu mánuðum á ári og ekki fullri framfærslu er gert ráð fyrir því að stúdentar vinni sér til tekna til að brúa bilið og framfleyta sér yfir sumarmánuðina. Þar kemur frítekjumarkið til sögunnar, stúdentar geta þénað 930 þúsund krónur á ári, fyrir skatt, án þess að framfærslulán þeirra skerðist. Fari innkoman hins vegar yfir þá upphæð þá skerðist hver króna sem LÍN lánar um 45% fyrir hverja krónu sem stúdentinn vinnur sér inn umfram frítekjumarkið. Þetta eru réttmætar kröfur og það er ánægjulegt að heyra að bæði mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir sem og stjórnarformaður LÍN, Eygló Harðardóttir vilji koma til móts við stúdenta. Það sem vonbrigðum veldur er tregi til tryggingar um þessar breytingar. Það er auðvelt að halda aftur af breytingum á þeim grundvelli að ekki sé svigrúm til hækkana, en það er augljóst á þeim afgangi sem Lánasjóðurinn skilar á ársgrundvelli, sem hleypur á milljörðum að svigrúmið er til staðar og þess vegna er óumflýjanlegt að velta því fyrir sér hvers vegna hinn svokallaði rammi til breytinga þarf að vera jafn þröngur og sagt er. Það er líka augljóst á mikilli hlutfallslegri fækkun lánþega, sem er um þriðjungur á meðan að háskólanemum fækkar um minna en 5%, að stúdentar gera sér grein fyrir því að sjóðurinn starfar ekki lengur í þeirra þágu. Slík tölfræði ætti að valda þeim sem hafa ákvörðunarvaldið og ábyrgðina áhyggjum. Það er nauðsynlegt að sjá þessar breytingar ganga fram í dag og stúdentar eru ekki tilbúnir til þess að bíða eftir því að nýtt lánasjóðskerfi líti dagsins ljós. Reynslan hefur ekki verið gjöful hvað breytingar á lögum LÍN varðar og þess vegna er mikilvægt að grípa tækifærið sem nú gefst með nýjum úthlutunarreglum. Það er pólitísk ákvörðun að rétta kjör stúdenta í samræmi við aðra samfélagshópa, eða láta þá áfram sitja eftir með óásættanleg kjör. LÍS krefjast þess að betra LÍN líti dagsins ljós strax. Stúdentar eiga að mega þrífast en ekki neyðast til þess að þrauka í gegnum námsárin. Þeir eiga að geta bæði lært og lifað á meðan námi stendur. Þegar persónulegur vöxtur, tækifæri til þess að efla kunnáttu, visku og framlag til sívaxandi og fjölbreytilegs samfélags eiga að vera í forgrunni, ekki baráttan við að lifa af.Þessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN
LÍN - Besta lánasjóðskerfið á Norðurlöndunum Íslenskir stúdentar eru nokkuð sérstakur hópur. Ástæða þess er sú að samsetning okkar er nokkuð frábrugðin því sem gengur og gerist. 28. janúar 2019 11:45
Raunhæfar kröfur í vonlausu kerfi Enginn sagði að námsárin ættu að vera auðveld. Þau geta verið erfið, krefjandi og tímafrek en þau eiga líka að vera skemmtileg. 25. janúar 2019 08:59
Námsmenn erlendis í útrýmingarhættu? Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961 og hefur æ síðan starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu. 23. janúar 2019 08:46
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun