Viðskipti erlent

Uber hættir í Barcelona vegna nýrra reglna

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá mótmælum leigubílstjóra gegn farveitum á Katalóníutorgi í miðborg Barcelona í síðustu viku.
Frá mótmælum leigubílstjóra gegn farveitum á Katalóníutorgi í miðborg Barcelona í síðustu viku. Vísir/EPA

Farveitan Uber segist ætla að hætta að bjóða upp á þjónustu sína í Barcelona eftir að borgaryfirvöld þar samþykktu reglur sem setja fyrirtækinu skorður. Reglurnar voru settar í kjölfar mótmæla leigubílstjóra sem telja Uber kippa fótunum undan sér.

Talsmaður Uber segir að UberX-þjónustan verður ekki lengur í boði í Barcelona á meðan fyrirtækið meti stöðuna. Segist hann vonast til þess að það geti unnið með katalónsku héraðsstjórninni og borgarráðinu að reglum sem séu sanngjarnar fyrir alla, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Samkvæmt nýju reglunum máttu bílstjórar Uber ekki sækja farþega fyrr en að minnsta kosti fimmtán mínútum eftir að farið var bókað.

Leigubílstjórar eru enn í verkfalli í spænsku höfðuborginni Madrid og lokuðu þeir meðal annars einni af helstu umferðaræðum borgarinnar í vikunni. Yfirvöld þar segjast hins vegar ekki ætla að taka upp sömu reglur og í Barcelona.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.