Sérfræðingurinn svekktur: Áttu að vera agressívari Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. janúar 2019 21:37 Bjarki Már Elísson sækir að marki Frakka vísir/getty Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. „Þetta var alltaf að fara að verða erfiður leikur, en mér fannst þeir gera of mikið af tæknifeilum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir voru bara ragir í upphafi leiks.“ „Menn eins og Ólafur Guðmundsson og Ómar [Ingi Magnússon] voru ekki líkir sjálfum sér. Þegar Aron Pálmarsson dettur út þá verður einhver að stíga upp en það gerði það bara enginn þarna í byrjun. Þá miður þá vantaði smá karakter í strákana.“ Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson voru báðir fjarverandi vegna meiðsla og það mæddi mikið á ungum og óreyndum leikmönnum Íslands sem gáfust þó aldrei upp og komu til baka gegn gríðarsterku frönsku liði. Áttum aldrei séns á sigriGunnar Berg Viktorssons2 sport„Auðvitað eru þetta bara tvítugir strákar og frábær skóli fyrir þá, þeir læra af þessu engin spurning. Það er ekki við öðru að búast en að þeir muni lifa á þessum leik og koma sterkari í næsta verkefni.“ „Maður var samt aðeins svekktur með að þeir skyldu ekki vera aðeins aggressívari en það er kannski bara aldurinn og reynslan.“ Ísland náði að minnka muninn niður í tvö mörk snemma í seinni hálfleik áður en Frakkar tóku annað áhlaup og drápu leikinn. Fannst Gunnari Ísland einhvern tíman hafa átt möguleika á því að vinna leikinn? „Nei, við áttum aldrei séns á því. Mér fannst Frakkarnir nú bara ekki vera endilega á fullu heldur en þetta var samt allt of erfitt og við gerðum of mikla tæknifeila til þess að eiga nokkurn möguleika.“ Elvar langbesturSelfyssingurinn hefur staðið sig mjög vel á mótinuvísir/getty„Mér fannst Elvar [Örn Jónsson] bestur, hann var bara langbestur. Hann var agressívur að marki og sýndi einhvern karakter, tók af skarið og reyndi að búa til einhver færi fyrir sjálfan sig og aðra.“ „Ólafur Gústafsson var svosem fínn í vörninni, vörnin var ágæt en markvarslan var engin.“ Brasilíumenn eru næsti andstæðingur Íslands, og verður sá leikur líklega síðasti leikur Íslands á mótinu. Brasilía vann óvæntan sigur á Króatíu fyrr í dag, hvernig er tilfinningin fyrir leiknum á miðvikudag? „Hún er bara ekkert sérstaklega góð. Það eru margir meiddir og Brasilía greinilega bara með hörkulið, það eru ekkert margir sem hlaupa í gegnum Króatíu.“ „Ég ætla ekki að vera neitt svaka neikvæður en ég hef ekki mikla trú á að við vinnum Brassana,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Leikur Íslands og Brasilíu fer fram á miðvikudag, 23. janúar, klukkan 14:30. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 22-31 | Heimsmeistararnir of stórir fyrir strákana Ísland tapaði með níu mörkum fyrir heimsmeisturum Frakka í milliriðli á HM í Þýskalandi og Danmörku. 20. janúar 2019 21:00 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. „Þetta var alltaf að fara að verða erfiður leikur, en mér fannst þeir gera of mikið af tæknifeilum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir voru bara ragir í upphafi leiks.“ „Menn eins og Ólafur Guðmundsson og Ómar [Ingi Magnússon] voru ekki líkir sjálfum sér. Þegar Aron Pálmarsson dettur út þá verður einhver að stíga upp en það gerði það bara enginn þarna í byrjun. Þá miður þá vantaði smá karakter í strákana.“ Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson voru báðir fjarverandi vegna meiðsla og það mæddi mikið á ungum og óreyndum leikmönnum Íslands sem gáfust þó aldrei upp og komu til baka gegn gríðarsterku frönsku liði. Áttum aldrei séns á sigriGunnar Berg Viktorssons2 sport„Auðvitað eru þetta bara tvítugir strákar og frábær skóli fyrir þá, þeir læra af þessu engin spurning. Það er ekki við öðru að búast en að þeir muni lifa á þessum leik og koma sterkari í næsta verkefni.“ „Maður var samt aðeins svekktur með að þeir skyldu ekki vera aðeins aggressívari en það er kannski bara aldurinn og reynslan.“ Ísland náði að minnka muninn niður í tvö mörk snemma í seinni hálfleik áður en Frakkar tóku annað áhlaup og drápu leikinn. Fannst Gunnari Ísland einhvern tíman hafa átt möguleika á því að vinna leikinn? „Nei, við áttum aldrei séns á því. Mér fannst Frakkarnir nú bara ekki vera endilega á fullu heldur en þetta var samt allt of erfitt og við gerðum of mikla tæknifeila til þess að eiga nokkurn möguleika.“ Elvar langbesturSelfyssingurinn hefur staðið sig mjög vel á mótinuvísir/getty„Mér fannst Elvar [Örn Jónsson] bestur, hann var bara langbestur. Hann var agressívur að marki og sýndi einhvern karakter, tók af skarið og reyndi að búa til einhver færi fyrir sjálfan sig og aðra.“ „Ólafur Gústafsson var svosem fínn í vörninni, vörnin var ágæt en markvarslan var engin.“ Brasilíumenn eru næsti andstæðingur Íslands, og verður sá leikur líklega síðasti leikur Íslands á mótinu. Brasilía vann óvæntan sigur á Króatíu fyrr í dag, hvernig er tilfinningin fyrir leiknum á miðvikudag? „Hún er bara ekkert sérstaklega góð. Það eru margir meiddir og Brasilía greinilega bara með hörkulið, það eru ekkert margir sem hlaupa í gegnum Króatíu.“ „Ég ætla ekki að vera neitt svaka neikvæður en ég hef ekki mikla trú á að við vinnum Brassana,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Leikur Íslands og Brasilíu fer fram á miðvikudag, 23. janúar, klukkan 14:30.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 22-31 | Heimsmeistararnir of stórir fyrir strákana Ísland tapaði með níu mörkum fyrir heimsmeisturum Frakka í milliriðli á HM í Þýskalandi og Danmörku. 20. janúar 2019 21:00 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Frakkland 22-31 | Heimsmeistararnir of stórir fyrir strákana Ísland tapaði með níu mörkum fyrir heimsmeisturum Frakka í milliriðli á HM í Þýskalandi og Danmörku. 20. janúar 2019 21:00
Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54
Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22
Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29