Hver verður staðan árið 2060? Björn Berg Gunnarsson skrifar 23. janúar 2019 08:00 Getur verið að við séum að vanmeta stórlega hversu góð fjárhagsstaða aldamótakynslóðarinnar kemur til með að verða á lífeyrisaldri? Sú kynslóð mun vissulega, ásamt vinnuveitendum sínum, hafa lagt mun hærra hlutfall launa sinna í lífeyrissjóði og hafa færi á að greiða lengur í séreignarsparnað en fyrri kynslóðir, en þó getur brugðið til beggja vona. Byrjum á séreignarsparnaðinum. Hvers vegna var kerfið búið til á sínum tíma? Líklega var það heldur hugsað sem sem tekjuuppbót á lífeyrisaldri en innlegg í eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins, en svona geta hlutirnir nú breyst. Vegna skattfrjálsrar ráðstöfunar til kaupa á fyrsta húsnæði og til afborgana eða niðurgreiðslu lána er hætt við að uppbygging séreignar hefjist nokkuð seint hjá mörgum. Svigrúm í greiðslubyrði sem ef til vill verður til er sjaldan lagt í frjálsan sparnað. Séreign á lífeyrisaldri kemur því til með að vera lægri fjárhæð en ella. Lífeyrisréttindi, miðað við þær forsendur sem reiknað er með í dag, koma til með að verða umtalsvert hærra hlutfall meðallauna en raunin er nú og við fyrstu sýn virðist stefna í stórgóða stöðu þar. Á móti kemur að við mat á stöðu lífeyrissjóða í dag er miðað við ævilíkur í fortíð. Rætt er um að endurskoða þetta fyrirkomulag og líta til sennilegrar þróunar ævilíka þegar fram í sækir. Slíkt er auðvitað löngu tímabært og kemur til með að gefa raunhæfari mynd af getu lífeyrissjóðanna til að greiða komandi kynslóðum. Stóra spurningin er hverjar ævilíkur koma til með að verða. Hækki þær þarf að leiðrétta fyrir þeirri hækkun með enn hærri framlögum í sjóðina, hækkun lífeyrisaldurs eða skerðingu réttinda. Í dag greiðir Tryggingastofnun tekjutengdar greiðslur sem uppbót á lífeyrisaldri en samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verða Íslendingar yfir 65 ára aldri fjórðungur landsmanna árið 2060. Þetta er tvöfalt hærra hlutfall en nú og ættu þeir sem yngri eru alls ekki að treysta á greiðslur frá stofnuninni í framtíðinni. Á fyrirlestri um öldrun sem ég sótti við bandarískan háskóla fyrir þremur árum var fullyrt að sá fyrsti sem lifði í 150 ár væri þegar fæddur. Hvort sem eitthvað er að marka þá fullyrðingu eða ekki er raunverulegur möguleiki á að við sem enn eigum áratugi í starfslok þurfum að vera undir það búin að árin á lífeyrisaldri verði umtalsvert fleiri en við höfum þekkt fram að þessu. Lífeyririnn dugar þá skemur og þörfin fyrir skipulagðan sparnað utan lífeyriskerfanna eykst. Vonandi sýna sem flestir þá fyrirhyggju að leggja eitthvað aukalega fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Skoðun Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Getur verið að við séum að vanmeta stórlega hversu góð fjárhagsstaða aldamótakynslóðarinnar kemur til með að verða á lífeyrisaldri? Sú kynslóð mun vissulega, ásamt vinnuveitendum sínum, hafa lagt mun hærra hlutfall launa sinna í lífeyrissjóði og hafa færi á að greiða lengur í séreignarsparnað en fyrri kynslóðir, en þó getur brugðið til beggja vona. Byrjum á séreignarsparnaðinum. Hvers vegna var kerfið búið til á sínum tíma? Líklega var það heldur hugsað sem sem tekjuuppbót á lífeyrisaldri en innlegg í eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins, en svona geta hlutirnir nú breyst. Vegna skattfrjálsrar ráðstöfunar til kaupa á fyrsta húsnæði og til afborgana eða niðurgreiðslu lána er hætt við að uppbygging séreignar hefjist nokkuð seint hjá mörgum. Svigrúm í greiðslubyrði sem ef til vill verður til er sjaldan lagt í frjálsan sparnað. Séreign á lífeyrisaldri kemur því til með að vera lægri fjárhæð en ella. Lífeyrisréttindi, miðað við þær forsendur sem reiknað er með í dag, koma til með að verða umtalsvert hærra hlutfall meðallauna en raunin er nú og við fyrstu sýn virðist stefna í stórgóða stöðu þar. Á móti kemur að við mat á stöðu lífeyrissjóða í dag er miðað við ævilíkur í fortíð. Rætt er um að endurskoða þetta fyrirkomulag og líta til sennilegrar þróunar ævilíka þegar fram í sækir. Slíkt er auðvitað löngu tímabært og kemur til með að gefa raunhæfari mynd af getu lífeyrissjóðanna til að greiða komandi kynslóðum. Stóra spurningin er hverjar ævilíkur koma til með að verða. Hækki þær þarf að leiðrétta fyrir þeirri hækkun með enn hærri framlögum í sjóðina, hækkun lífeyrisaldurs eða skerðingu réttinda. Í dag greiðir Tryggingastofnun tekjutengdar greiðslur sem uppbót á lífeyrisaldri en samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verða Íslendingar yfir 65 ára aldri fjórðungur landsmanna árið 2060. Þetta er tvöfalt hærra hlutfall en nú og ættu þeir sem yngri eru alls ekki að treysta á greiðslur frá stofnuninni í framtíðinni. Á fyrirlestri um öldrun sem ég sótti við bandarískan háskóla fyrir þremur árum var fullyrt að sá fyrsti sem lifði í 150 ár væri þegar fæddur. Hvort sem eitthvað er að marka þá fullyrðingu eða ekki er raunverulegur möguleiki á að við sem enn eigum áratugi í starfslok þurfum að vera undir það búin að árin á lífeyrisaldri verði umtalsvert fleiri en við höfum þekkt fram að þessu. Lífeyririnn dugar þá skemur og þörfin fyrir skipulagðan sparnað utan lífeyriskerfanna eykst. Vonandi sýna sem flestir þá fyrirhyggju að leggja eitthvað aukalega fyrir.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun