Hver verður staðan árið 2060? Björn Berg Gunnarsson skrifar 23. janúar 2019 08:00 Getur verið að við séum að vanmeta stórlega hversu góð fjárhagsstaða aldamótakynslóðarinnar kemur til með að verða á lífeyrisaldri? Sú kynslóð mun vissulega, ásamt vinnuveitendum sínum, hafa lagt mun hærra hlutfall launa sinna í lífeyrissjóði og hafa færi á að greiða lengur í séreignarsparnað en fyrri kynslóðir, en þó getur brugðið til beggja vona. Byrjum á séreignarsparnaðinum. Hvers vegna var kerfið búið til á sínum tíma? Líklega var það heldur hugsað sem sem tekjuuppbót á lífeyrisaldri en innlegg í eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins, en svona geta hlutirnir nú breyst. Vegna skattfrjálsrar ráðstöfunar til kaupa á fyrsta húsnæði og til afborgana eða niðurgreiðslu lána er hætt við að uppbygging séreignar hefjist nokkuð seint hjá mörgum. Svigrúm í greiðslubyrði sem ef til vill verður til er sjaldan lagt í frjálsan sparnað. Séreign á lífeyrisaldri kemur því til með að vera lægri fjárhæð en ella. Lífeyrisréttindi, miðað við þær forsendur sem reiknað er með í dag, koma til með að verða umtalsvert hærra hlutfall meðallauna en raunin er nú og við fyrstu sýn virðist stefna í stórgóða stöðu þar. Á móti kemur að við mat á stöðu lífeyrissjóða í dag er miðað við ævilíkur í fortíð. Rætt er um að endurskoða þetta fyrirkomulag og líta til sennilegrar þróunar ævilíka þegar fram í sækir. Slíkt er auðvitað löngu tímabært og kemur til með að gefa raunhæfari mynd af getu lífeyrissjóðanna til að greiða komandi kynslóðum. Stóra spurningin er hverjar ævilíkur koma til með að verða. Hækki þær þarf að leiðrétta fyrir þeirri hækkun með enn hærri framlögum í sjóðina, hækkun lífeyrisaldurs eða skerðingu réttinda. Í dag greiðir Tryggingastofnun tekjutengdar greiðslur sem uppbót á lífeyrisaldri en samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verða Íslendingar yfir 65 ára aldri fjórðungur landsmanna árið 2060. Þetta er tvöfalt hærra hlutfall en nú og ættu þeir sem yngri eru alls ekki að treysta á greiðslur frá stofnuninni í framtíðinni. Á fyrirlestri um öldrun sem ég sótti við bandarískan háskóla fyrir þremur árum var fullyrt að sá fyrsti sem lifði í 150 ár væri þegar fæddur. Hvort sem eitthvað er að marka þá fullyrðingu eða ekki er raunverulegur möguleiki á að við sem enn eigum áratugi í starfslok þurfum að vera undir það búin að árin á lífeyrisaldri verði umtalsvert fleiri en við höfum þekkt fram að þessu. Lífeyririnn dugar þá skemur og þörfin fyrir skipulagðan sparnað utan lífeyriskerfanna eykst. Vonandi sýna sem flestir þá fyrirhyggju að leggja eitthvað aukalega fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Skoðun Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Getur verið að við séum að vanmeta stórlega hversu góð fjárhagsstaða aldamótakynslóðarinnar kemur til með að verða á lífeyrisaldri? Sú kynslóð mun vissulega, ásamt vinnuveitendum sínum, hafa lagt mun hærra hlutfall launa sinna í lífeyrissjóði og hafa færi á að greiða lengur í séreignarsparnað en fyrri kynslóðir, en þó getur brugðið til beggja vona. Byrjum á séreignarsparnaðinum. Hvers vegna var kerfið búið til á sínum tíma? Líklega var það heldur hugsað sem sem tekjuuppbót á lífeyrisaldri en innlegg í eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins, en svona geta hlutirnir nú breyst. Vegna skattfrjálsrar ráðstöfunar til kaupa á fyrsta húsnæði og til afborgana eða niðurgreiðslu lána er hætt við að uppbygging séreignar hefjist nokkuð seint hjá mörgum. Svigrúm í greiðslubyrði sem ef til vill verður til er sjaldan lagt í frjálsan sparnað. Séreign á lífeyrisaldri kemur því til með að vera lægri fjárhæð en ella. Lífeyrisréttindi, miðað við þær forsendur sem reiknað er með í dag, koma til með að verða umtalsvert hærra hlutfall meðallauna en raunin er nú og við fyrstu sýn virðist stefna í stórgóða stöðu þar. Á móti kemur að við mat á stöðu lífeyrissjóða í dag er miðað við ævilíkur í fortíð. Rætt er um að endurskoða þetta fyrirkomulag og líta til sennilegrar þróunar ævilíka þegar fram í sækir. Slíkt er auðvitað löngu tímabært og kemur til með að gefa raunhæfari mynd af getu lífeyrissjóðanna til að greiða komandi kynslóðum. Stóra spurningin er hverjar ævilíkur koma til með að verða. Hækki þær þarf að leiðrétta fyrir þeirri hækkun með enn hærri framlögum í sjóðina, hækkun lífeyrisaldurs eða skerðingu réttinda. Í dag greiðir Tryggingastofnun tekjutengdar greiðslur sem uppbót á lífeyrisaldri en samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verða Íslendingar yfir 65 ára aldri fjórðungur landsmanna árið 2060. Þetta er tvöfalt hærra hlutfall en nú og ættu þeir sem yngri eru alls ekki að treysta á greiðslur frá stofnuninni í framtíðinni. Á fyrirlestri um öldrun sem ég sótti við bandarískan háskóla fyrir þremur árum var fullyrt að sá fyrsti sem lifði í 150 ár væri þegar fæddur. Hvort sem eitthvað er að marka þá fullyrðingu eða ekki er raunverulegur möguleiki á að við sem enn eigum áratugi í starfslok þurfum að vera undir það búin að árin á lífeyrisaldri verði umtalsvert fleiri en við höfum þekkt fram að þessu. Lífeyririnn dugar þá skemur og þörfin fyrir skipulagðan sparnað utan lífeyriskerfanna eykst. Vonandi sýna sem flestir þá fyrirhyggju að leggja eitthvað aukalega fyrir.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun