Opnar nýja verslun undir nýju merki við Hallveigarstíg í lok febrúar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. janúar 2019 11:43 Á meðal þeirra verslana sem Högum var gert að selja var Bónus við Hallveigarstíg. Fréttablaðið/Sigtryggur Í lok næsta mánaðar mun opna ný matvöruverslun við Hallveigarstíg, þar sem Bónus stendur nú. Nýr eigandi verslunarrekstursins segist fullviss um að neytendur verði ánægðir með verslunina, sem hann segir að verði samkeppnishæf við aðrar verslanir af sama toga. Eins og greint var frá í gær hófst rýmingarútsala á vörum Bónus við Hallveigarstíg sem nú er að loka í gær. Þar voru vörur allar vörur seldar á 30% afslætti og því margt um manninn og mikill erill í versluninni. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi og annar eigenda Boxins, vefverslunar sem selur mat og aðrar nauðsynjavörur, er nýr eigandi verslunarinnar. Hann keypti húsnæði sem hýst hefur þrjár verslanir sem Hagar þurfa að loka vegna samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV. Í samtali við fréttastofu upplýsti Sigurður að í húsnæðinu muni opna ný verslun undir nýju merki. „Seint í febrúar mun opna ný matvöruverslun sem verður algjörlega samkeppnishæf við það sem áður var. Ég held að neytendur og nágrannar verslunarinnar muni taka mjög vel í það.“Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson verslunarmaður.Þá munu verslanir undir sama merki opna á tveimur öðrum stöðum sem nú hýsa verslanir Haga. Það eru Bónusverslanir í Skeifunni og við Smiðjuveg í Kópavogi. Aðspurður hvort að verslanirnar muni opna undir merki sem Íslendingar þekki segir Sigurður svo ekki vera. „Þetta verður nýtt merki og nýjar vörur, í bland við vörurnar sem fólk þekkir og ég er sannfærður um að neytendur muni taka þessu mjög vel. Bæði upp á nýjungar í vöruúrvali og verð.“ Sigurður hefur boðið öllum starfsmönnum fráfarandi Bónusverslunar við Hallveigarstíg starf í nýju versluninni. Hann segir meirihluta þeirra þegar hafa þegið það boð. „Ég hef boðið öllu starfsfólki vinnu. Eins og staðan er núna hafa um það bil tveir þriðju þegið það og það eru einhverjir fleiri sem eru að hugsa sig um eða hafa lýst yfir áhuga um að fá starf í versluninni.“ Neytendur Tengdar fréttir Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. 25. janúar 2019 16:49 Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Í lok næsta mánaðar mun opna ný matvöruverslun við Hallveigarstíg, þar sem Bónus stendur nú. Nýr eigandi verslunarrekstursins segist fullviss um að neytendur verði ánægðir með verslunina, sem hann segir að verði samkeppnishæf við aðrar verslanir af sama toga. Eins og greint var frá í gær hófst rýmingarútsala á vörum Bónus við Hallveigarstíg sem nú er að loka í gær. Þar voru vörur allar vörur seldar á 30% afslætti og því margt um manninn og mikill erill í versluninni. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi og annar eigenda Boxins, vefverslunar sem selur mat og aðrar nauðsynjavörur, er nýr eigandi verslunarinnar. Hann keypti húsnæði sem hýst hefur þrjár verslanir sem Hagar þurfa að loka vegna samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV. Í samtali við fréttastofu upplýsti Sigurður að í húsnæðinu muni opna ný verslun undir nýju merki. „Seint í febrúar mun opna ný matvöruverslun sem verður algjörlega samkeppnishæf við það sem áður var. Ég held að neytendur og nágrannar verslunarinnar muni taka mjög vel í það.“Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson verslunarmaður.Þá munu verslanir undir sama merki opna á tveimur öðrum stöðum sem nú hýsa verslanir Haga. Það eru Bónusverslanir í Skeifunni og við Smiðjuveg í Kópavogi. Aðspurður hvort að verslanirnar muni opna undir merki sem Íslendingar þekki segir Sigurður svo ekki vera. „Þetta verður nýtt merki og nýjar vörur, í bland við vörurnar sem fólk þekkir og ég er sannfærður um að neytendur muni taka þessu mjög vel. Bæði upp á nýjungar í vöruúrvali og verð.“ Sigurður hefur boðið öllum starfsmönnum fráfarandi Bónusverslunar við Hallveigarstíg starf í nýju versluninni. Hann segir meirihluta þeirra þegar hafa þegið það boð. „Ég hef boðið öllu starfsfólki vinnu. Eins og staðan er núna hafa um það bil tveir þriðju þegið það og það eru einhverjir fleiri sem eru að hugsa sig um eða hafa lýst yfir áhuga um að fá starf í versluninni.“
Neytendur Tengdar fréttir Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. 25. janúar 2019 16:49 Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. 25. janúar 2019 16:49
Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00
Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00