Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2019 16:49 Það var þröngt á þingi í Bónus við Hallveigarstíg á fjórða tímanum. Árni Sveins Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. Bónus við Hallveigarstíg verður lokað að líkindum í kvöld en vörurnar rjúka út í rýmingarsölu þar sem allt er á 30 prósenta afslætti. „Fólk er alveg tryllt þarna, kaupa 200 eggjabakka og eitthvað. Ég þorði varla inn þegar ég sá stemmninguna fyrir utan,“ segir Árni. Fólk hafi verið með fjöldan allan af klósettpappírspakkningum og allar frosnar vörur hafi verið farnar, eða svo gott sem. „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð.“ Verslunin er ein þriggja sem Hagar þurfa að loka vegna samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir að verði sé að loka búðinni með mikilli eftirsjá. Þakka þau kærlega fyrir samskipti við viðskiptavini undanfarin ár. Til stóð að selja allar vörur á 30% afslætti í dag og á morgun en Guðmundur reiknar með því að búðin tæmist í dag.Merkti bugun í augum starfsfólks Í framhaldinu verður Bónus í Faxafeni lokað í lok febrúar og Smiðjuvegi 1. apríl. Árni mælir með því að fólk sem ætlar í búðina grípi vin með sér. „Það er praktískt. Þú verður eiginlega að byrja á því að fara í röð og gera út frá röðinni,“ segir Árni. Hann hafi gert góð kaup.Svona dót sem endist, mjög praktískt. Nú á ég nóg af tannkremi og svona rugli. Hann hafi þó áhyggjur af gamalli konu sem staðið hafi fyrir aftan hann. Hún hafi horfið í mannhafið. Vonandi sé í lagi með hana. Álagið hafi greinilega verið mikið á starfsfólkinu. Árni segist hafa merkt ákveðna bugun í augum þeirra sem flest eru ung að árum.Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson verslunarmaður.Enginn að ryðjast „Það var svo mikið álag á kerfinu. Það þarf að reikna út afsláttarprósentur á allar vörur svo þetta gengur hægt fyrir sig. Svo eru allir með svo mikið. Þetta var pínu nötts en samt engin brjálæðisglampi í augum fólks. Enginn hlaupandi eða að ryðjast.“ Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi og annar eigenda Boxins, vefverslunar sem selur mat og aðrar nauðsynjavörur, keypti verslanirnar þrjár af Högum. Samkvæmt heimildum Vísis stendur til að opna verslun við Hallveigarstíg í febrúar. Fær flest starfsfólk í verslun Bónus á Hallveigarstíg vinnu í nýju búðinni. Neytendur Tengdar fréttir Segir að sambærileg búð opni á Hallveigarstíg Degi B. Eggertssyni borgarstjóra brá við tíðindin af hvarfi Bónus af Hallveigarstíg. 15. september 2018 12:37 Samruni Haga og Olís samþykktur Kaupsamningur var gerður í fyrra en Samkeppniseftirlitið setti skilyrði um að Hagar og Olís þyrftu að selja ákveðnar eignir áður en það legði blessun sína yfir samrunann. 29. nóvember 2018 17:39 Metur hvort áform um kaup Bónusverslana séu trúverðug Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður sérstakur óháður kunnáttumaður til að meta hæfi kaupanda að þremur Bónusverslunum sem Hagar þurfa að selja að kröfu Samkeppniseftirlitsins í tengslum við samruna félagsins við Olís. Hann metur meðal annars hvort áformin séu trúverðug. 8. október 2018 18:30 Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. Bónus við Hallveigarstíg verður lokað að líkindum í kvöld en vörurnar rjúka út í rýmingarsölu þar sem allt er á 30 prósenta afslætti. „Fólk er alveg tryllt þarna, kaupa 200 eggjabakka og eitthvað. Ég þorði varla inn þegar ég sá stemmninguna fyrir utan,“ segir Árni. Fólk hafi verið með fjöldan allan af klósettpappírspakkningum og allar frosnar vörur hafi verið farnar, eða svo gott sem. „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð.“ Verslunin er ein þriggja sem Hagar þurfa að loka vegna samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir að verði sé að loka búðinni með mikilli eftirsjá. Þakka þau kærlega fyrir samskipti við viðskiptavini undanfarin ár. Til stóð að selja allar vörur á 30% afslætti í dag og á morgun en Guðmundur reiknar með því að búðin tæmist í dag.Merkti bugun í augum starfsfólks Í framhaldinu verður Bónus í Faxafeni lokað í lok febrúar og Smiðjuvegi 1. apríl. Árni mælir með því að fólk sem ætlar í búðina grípi vin með sér. „Það er praktískt. Þú verður eiginlega að byrja á því að fara í röð og gera út frá röðinni,“ segir Árni. Hann hafi gert góð kaup.Svona dót sem endist, mjög praktískt. Nú á ég nóg af tannkremi og svona rugli. Hann hafi þó áhyggjur af gamalli konu sem staðið hafi fyrir aftan hann. Hún hafi horfið í mannhafið. Vonandi sé í lagi með hana. Álagið hafi greinilega verið mikið á starfsfólkinu. Árni segist hafa merkt ákveðna bugun í augum þeirra sem flest eru ung að árum.Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson verslunarmaður.Enginn að ryðjast „Það var svo mikið álag á kerfinu. Það þarf að reikna út afsláttarprósentur á allar vörur svo þetta gengur hægt fyrir sig. Svo eru allir með svo mikið. Þetta var pínu nötts en samt engin brjálæðisglampi í augum fólks. Enginn hlaupandi eða að ryðjast.“ Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi og annar eigenda Boxins, vefverslunar sem selur mat og aðrar nauðsynjavörur, keypti verslanirnar þrjár af Högum. Samkvæmt heimildum Vísis stendur til að opna verslun við Hallveigarstíg í febrúar. Fær flest starfsfólk í verslun Bónus á Hallveigarstíg vinnu í nýju búðinni.
Neytendur Tengdar fréttir Segir að sambærileg búð opni á Hallveigarstíg Degi B. Eggertssyni borgarstjóra brá við tíðindin af hvarfi Bónus af Hallveigarstíg. 15. september 2018 12:37 Samruni Haga og Olís samþykktur Kaupsamningur var gerður í fyrra en Samkeppniseftirlitið setti skilyrði um að Hagar og Olís þyrftu að selja ákveðnar eignir áður en það legði blessun sína yfir samrunann. 29. nóvember 2018 17:39 Metur hvort áform um kaup Bónusverslana séu trúverðug Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður sérstakur óháður kunnáttumaður til að meta hæfi kaupanda að þremur Bónusverslunum sem Hagar þurfa að selja að kröfu Samkeppniseftirlitsins í tengslum við samruna félagsins við Olís. Hann metur meðal annars hvort áformin séu trúverðug. 8. október 2018 18:30 Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Segir að sambærileg búð opni á Hallveigarstíg Degi B. Eggertssyni borgarstjóra brá við tíðindin af hvarfi Bónus af Hallveigarstíg. 15. september 2018 12:37
Samruni Haga og Olís samþykktur Kaupsamningur var gerður í fyrra en Samkeppniseftirlitið setti skilyrði um að Hagar og Olís þyrftu að selja ákveðnar eignir áður en það legði blessun sína yfir samrunann. 29. nóvember 2018 17:39
Metur hvort áform um kaup Bónusverslana séu trúverðug Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður sérstakur óháður kunnáttumaður til að meta hæfi kaupanda að þremur Bónusverslunum sem Hagar þurfa að selja að kröfu Samkeppniseftirlitsins í tengslum við samruna félagsins við Olís. Hann metur meðal annars hvort áformin séu trúverðug. 8. október 2018 18:30
Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00