Opnar nýja verslun undir nýju merki við Hallveigarstíg í lok febrúar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. janúar 2019 11:43 Á meðal þeirra verslana sem Högum var gert að selja var Bónus við Hallveigarstíg. Fréttablaðið/Sigtryggur Í lok næsta mánaðar mun opna ný matvöruverslun við Hallveigarstíg, þar sem Bónus stendur nú. Nýr eigandi verslunarrekstursins segist fullviss um að neytendur verði ánægðir með verslunina, sem hann segir að verði samkeppnishæf við aðrar verslanir af sama toga. Eins og greint var frá í gær hófst rýmingarútsala á vörum Bónus við Hallveigarstíg sem nú er að loka í gær. Þar voru vörur allar vörur seldar á 30% afslætti og því margt um manninn og mikill erill í versluninni. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi og annar eigenda Boxins, vefverslunar sem selur mat og aðrar nauðsynjavörur, er nýr eigandi verslunarinnar. Hann keypti húsnæði sem hýst hefur þrjár verslanir sem Hagar þurfa að loka vegna samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV. Í samtali við fréttastofu upplýsti Sigurður að í húsnæðinu muni opna ný verslun undir nýju merki. „Seint í febrúar mun opna ný matvöruverslun sem verður algjörlega samkeppnishæf við það sem áður var. Ég held að neytendur og nágrannar verslunarinnar muni taka mjög vel í það.“Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson verslunarmaður.Þá munu verslanir undir sama merki opna á tveimur öðrum stöðum sem nú hýsa verslanir Haga. Það eru Bónusverslanir í Skeifunni og við Smiðjuveg í Kópavogi. Aðspurður hvort að verslanirnar muni opna undir merki sem Íslendingar þekki segir Sigurður svo ekki vera. „Þetta verður nýtt merki og nýjar vörur, í bland við vörurnar sem fólk þekkir og ég er sannfærður um að neytendur muni taka þessu mjög vel. Bæði upp á nýjungar í vöruúrvali og verð.“ Sigurður hefur boðið öllum starfsmönnum fráfarandi Bónusverslunar við Hallveigarstíg starf í nýju versluninni. Hann segir meirihluta þeirra þegar hafa þegið það boð. „Ég hef boðið öllu starfsfólki vinnu. Eins og staðan er núna hafa um það bil tveir þriðju þegið það og það eru einhverjir fleiri sem eru að hugsa sig um eða hafa lýst yfir áhuga um að fá starf í versluninni.“ Neytendur Tengdar fréttir Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. 25. janúar 2019 16:49 Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Í lok næsta mánaðar mun opna ný matvöruverslun við Hallveigarstíg, þar sem Bónus stendur nú. Nýr eigandi verslunarrekstursins segist fullviss um að neytendur verði ánægðir með verslunina, sem hann segir að verði samkeppnishæf við aðrar verslanir af sama toga. Eins og greint var frá í gær hófst rýmingarútsala á vörum Bónus við Hallveigarstíg sem nú er að loka í gær. Þar voru vörur allar vörur seldar á 30% afslætti og því margt um manninn og mikill erill í versluninni. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi og annar eigenda Boxins, vefverslunar sem selur mat og aðrar nauðsynjavörur, er nýr eigandi verslunarinnar. Hann keypti húsnæði sem hýst hefur þrjár verslanir sem Hagar þurfa að loka vegna samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV. Í samtali við fréttastofu upplýsti Sigurður að í húsnæðinu muni opna ný verslun undir nýju merki. „Seint í febrúar mun opna ný matvöruverslun sem verður algjörlega samkeppnishæf við það sem áður var. Ég held að neytendur og nágrannar verslunarinnar muni taka mjög vel í það.“Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson verslunarmaður.Þá munu verslanir undir sama merki opna á tveimur öðrum stöðum sem nú hýsa verslanir Haga. Það eru Bónusverslanir í Skeifunni og við Smiðjuveg í Kópavogi. Aðspurður hvort að verslanirnar muni opna undir merki sem Íslendingar þekki segir Sigurður svo ekki vera. „Þetta verður nýtt merki og nýjar vörur, í bland við vörurnar sem fólk þekkir og ég er sannfærður um að neytendur muni taka þessu mjög vel. Bæði upp á nýjungar í vöruúrvali og verð.“ Sigurður hefur boðið öllum starfsmönnum fráfarandi Bónusverslunar við Hallveigarstíg starf í nýju versluninni. Hann segir meirihluta þeirra þegar hafa þegið það boð. „Ég hef boðið öllu starfsfólki vinnu. Eins og staðan er núna hafa um það bil tveir þriðju þegið það og það eru einhverjir fleiri sem eru að hugsa sig um eða hafa lýst yfir áhuga um að fá starf í versluninni.“
Neytendur Tengdar fréttir Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. 25. janúar 2019 16:49 Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. 25. janúar 2019 16:49
Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00
Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00