Opnar nýja verslun undir nýju merki við Hallveigarstíg í lok febrúar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. janúar 2019 11:43 Á meðal þeirra verslana sem Högum var gert að selja var Bónus við Hallveigarstíg. Fréttablaðið/Sigtryggur Í lok næsta mánaðar mun opna ný matvöruverslun við Hallveigarstíg, þar sem Bónus stendur nú. Nýr eigandi verslunarrekstursins segist fullviss um að neytendur verði ánægðir með verslunina, sem hann segir að verði samkeppnishæf við aðrar verslanir af sama toga. Eins og greint var frá í gær hófst rýmingarútsala á vörum Bónus við Hallveigarstíg sem nú er að loka í gær. Þar voru vörur allar vörur seldar á 30% afslætti og því margt um manninn og mikill erill í versluninni. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi og annar eigenda Boxins, vefverslunar sem selur mat og aðrar nauðsynjavörur, er nýr eigandi verslunarinnar. Hann keypti húsnæði sem hýst hefur þrjár verslanir sem Hagar þurfa að loka vegna samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV. Í samtali við fréttastofu upplýsti Sigurður að í húsnæðinu muni opna ný verslun undir nýju merki. „Seint í febrúar mun opna ný matvöruverslun sem verður algjörlega samkeppnishæf við það sem áður var. Ég held að neytendur og nágrannar verslunarinnar muni taka mjög vel í það.“Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson verslunarmaður.Þá munu verslanir undir sama merki opna á tveimur öðrum stöðum sem nú hýsa verslanir Haga. Það eru Bónusverslanir í Skeifunni og við Smiðjuveg í Kópavogi. Aðspurður hvort að verslanirnar muni opna undir merki sem Íslendingar þekki segir Sigurður svo ekki vera. „Þetta verður nýtt merki og nýjar vörur, í bland við vörurnar sem fólk þekkir og ég er sannfærður um að neytendur muni taka þessu mjög vel. Bæði upp á nýjungar í vöruúrvali og verð.“ Sigurður hefur boðið öllum starfsmönnum fráfarandi Bónusverslunar við Hallveigarstíg starf í nýju versluninni. Hann segir meirihluta þeirra þegar hafa þegið það boð. „Ég hef boðið öllu starfsfólki vinnu. Eins og staðan er núna hafa um það bil tveir þriðju þegið það og það eru einhverjir fleiri sem eru að hugsa sig um eða hafa lýst yfir áhuga um að fá starf í versluninni.“ Neytendur Tengdar fréttir Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. 25. janúar 2019 16:49 Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Í lok næsta mánaðar mun opna ný matvöruverslun við Hallveigarstíg, þar sem Bónus stendur nú. Nýr eigandi verslunarrekstursins segist fullviss um að neytendur verði ánægðir með verslunina, sem hann segir að verði samkeppnishæf við aðrar verslanir af sama toga. Eins og greint var frá í gær hófst rýmingarútsala á vörum Bónus við Hallveigarstíg sem nú er að loka í gær. Þar voru vörur allar vörur seldar á 30% afslætti og því margt um manninn og mikill erill í versluninni. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi og annar eigenda Boxins, vefverslunar sem selur mat og aðrar nauðsynjavörur, er nýr eigandi verslunarinnar. Hann keypti húsnæði sem hýst hefur þrjár verslanir sem Hagar þurfa að loka vegna samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV. Í samtali við fréttastofu upplýsti Sigurður að í húsnæðinu muni opna ný verslun undir nýju merki. „Seint í febrúar mun opna ný matvöruverslun sem verður algjörlega samkeppnishæf við það sem áður var. Ég held að neytendur og nágrannar verslunarinnar muni taka mjög vel í það.“Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson verslunarmaður.Þá munu verslanir undir sama merki opna á tveimur öðrum stöðum sem nú hýsa verslanir Haga. Það eru Bónusverslanir í Skeifunni og við Smiðjuveg í Kópavogi. Aðspurður hvort að verslanirnar muni opna undir merki sem Íslendingar þekki segir Sigurður svo ekki vera. „Þetta verður nýtt merki og nýjar vörur, í bland við vörurnar sem fólk þekkir og ég er sannfærður um að neytendur muni taka þessu mjög vel. Bæði upp á nýjungar í vöruúrvali og verð.“ Sigurður hefur boðið öllum starfsmönnum fráfarandi Bónusverslunar við Hallveigarstíg starf í nýju versluninni. Hann segir meirihluta þeirra þegar hafa þegið það boð. „Ég hef boðið öllu starfsfólki vinnu. Eins og staðan er núna hafa um það bil tveir þriðju þegið það og það eru einhverjir fleiri sem eru að hugsa sig um eða hafa lýst yfir áhuga um að fá starf í versluninni.“
Neytendur Tengdar fréttir Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. 25. janúar 2019 16:49 Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. 25. janúar 2019 16:49
Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00
Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent