Handbolti

Sagosen stoðsendingakóngur HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sagosen er hér að gefa eina stoðsendingu af mörgum á HM.
Sagosen er hér að gefa eina stoðsendingu af mörgum á HM. vísir/getty
Norðmaðurinn Sander Sagosen lagði upp langflest mörk á HM í handbolta og fór fyrir silfurliði Noregs. Hann var líka fimmti markahæsti leikmaður mótsins.

Alls lagði Sagosen upp 47 mörk á mótinu en Króatinn Igor Karacic kom næstur með 41 stoðsendingu. Þjóðverjinn Fabian Weide varð þriðji með 39 stoðsendingar.

Makedóninn Kiril Lazarov nær fjórða sætinu með 38 stoðsendingar þó svo hann hafi aðeins spilað sjö leiki. Vasklega gert. Mikkel Hansen er svo fimmti með 37 stykki.

Gísli Þorgeir Kristjánsson var stoðsendingahæstur í íslenska liðinu með 19 stoðsendingar og Aron Pálmarsson kom næstur með 18. Gísli er í 26.-33. sæti stoðsendingalistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×