Þröngsýni um fjármálakerfið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 11. janúar 2019 08:00 Hvítbók um fjármálakerfið er góður grundvöllur fyrir umræðu um hvernig við viljum haga málum á því sviði. Því miður hefur of mikið borið á þröngsýni um þá kosti sem fyrir hendi eru, bæði í umræðunni sem útgáfa hennar hefur skapað sem og í hvítbókinni sjálfri. Það er nauðsynlegt að huga vel að því hvernig best er að nýta þá kosti sem eignarhald ríkisins á fjármálastofnunum býður upp á. Það er ekki á vísan að róa með að sú staða skapist á ný, þannig að mikilvægast er að vanda sig. Þá eigum við að læra það af sögunni að sala á ríkisbönkum er ekki endilega alltaf til góðs. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er þetta að finna um framtíðarskipulagningu fjármálakerfisins: „Fjármálakerfið á að vera traust og þjóna samfélaginu á hagkvæman og sanngjarnan hátt. Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun.“ Það er hins vegar engan veginn sjálfgefið hvað eigi að selja og hvernig. Við þurfum að vera óhrædd við að velta upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar. Á að sameina Landsbanka og Íslandsbanka í einn stóran banka, þar sem ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir, með tilheyrandi hagræðingu? Eigum við að stefna að því að koma á fót samfélagsbanka? Hvernig uppfyllum við það ákvæði stjórnarsáttmálans best um að fjármálakerfið þjóni samfélaginu á hagkvæman og sanngjarnan hátt? Þetta allt, og meira til, þarf að ræða. Umræða um fjármálakerfið má ekki hverfast um þá einföldu spurningu hvort eigi að selja banka eður ei. Því er allt tal um það hve söluvænn Landsbankinn er fullkomlega ótímabært. Þá er ágætt að hafa í huga að samkvæmt könnun sem gerð var fyrir hvítbókarvinnuna er almenningur almennt jákvæður í garð þess að ríkið eigi banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvítbók um fjármálakerfið er góður grundvöllur fyrir umræðu um hvernig við viljum haga málum á því sviði. Því miður hefur of mikið borið á þröngsýni um þá kosti sem fyrir hendi eru, bæði í umræðunni sem útgáfa hennar hefur skapað sem og í hvítbókinni sjálfri. Það er nauðsynlegt að huga vel að því hvernig best er að nýta þá kosti sem eignarhald ríkisins á fjármálastofnunum býður upp á. Það er ekki á vísan að róa með að sú staða skapist á ný, þannig að mikilvægast er að vanda sig. Þá eigum við að læra það af sögunni að sala á ríkisbönkum er ekki endilega alltaf til góðs. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er þetta að finna um framtíðarskipulagningu fjármálakerfisins: „Fjármálakerfið á að vera traust og þjóna samfélaginu á hagkvæman og sanngjarnan hátt. Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun.“ Það er hins vegar engan veginn sjálfgefið hvað eigi að selja og hvernig. Við þurfum að vera óhrædd við að velta upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar. Á að sameina Landsbanka og Íslandsbanka í einn stóran banka, þar sem ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir, með tilheyrandi hagræðingu? Eigum við að stefna að því að koma á fót samfélagsbanka? Hvernig uppfyllum við það ákvæði stjórnarsáttmálans best um að fjármálakerfið þjóni samfélaginu á hagkvæman og sanngjarnan hátt? Þetta allt, og meira til, þarf að ræða. Umræða um fjármálakerfið má ekki hverfast um þá einföldu spurningu hvort eigi að selja banka eður ei. Því er allt tal um það hve söluvænn Landsbankinn er fullkomlega ótímabært. Þá er ágætt að hafa í huga að samkvæmt könnun sem gerð var fyrir hvítbókarvinnuna er almenningur almennt jákvæður í garð þess að ríkið eigi banka.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun