Þetta vitum við um spænska landsliðið sem mætir Íslandi á HM í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2019 11:30 Spánverjar hafa tvisvar orðið heimsmeistarar og þeir eru aftur líklegir í ár. Vísir/Getty Nú er komið að leik tvö hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni eru Evrópumeistarar Spánverja sem hafa verið meðal fimm efstu á síðustu fjórum heimsmeistaramótum. Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um spænska landsliðið og má finna þær hér fyrir neðan.- Svona komst Spánn á HM 2019 - Spænska landsliðið tryggði sér sæti á HM 2019 með að vinna Evrópumeistaratitilinn á EM í Króatíu fyrir ári síðan. Spánverjar sluppu því við umspilið síðasta sumar. Gestgjafar Dana og Þjóðverja sem og ríkjandi heimsmeistarar Frakka voru einnig komin með farseðilinn þegar Spánverjar bættust í hópinn eftir sigur á Svíum í úrslitaleiknum í Zagreb. Spánverjar voru líka, ásamt fyrrnefndum þremur þjóðum, í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla á HM 22. júní í fyrra.Spánverjar fagna heimsmeistaratitlinum sem þeir unnu á heimavelli árið 2013.Vísir/Getty- Gengi Spánverja á HM í handbolta í gegnum tíðina - Þetta er tuttugasta heimsmeistaramótið í sögu spænska handboltalandsliðsins en Spánverjar voru fyrst með á HM á Austur-Þýskalandi árið 1958. Það var líka fyrsta heimsmeistaramót íslenska landsliðsins. Spánverjar enduðu í tólfta sæti á HM 1958 eða tveimur sætum neðar en Ísland en sextán þjóðir voru með á þessu heimsmeistaramóti fyrir 61 ári. Spánverjar hafa tvisvar sinnum orðið heimsmeistarar, fyrst á HM í Túnis árið 2005 og svo aftur á HM á heimavelli árið 2013. Spánverjar unnu 40-34 sigur á Króataíu í úrslitaleik HM 2005 og 35-19 stórsigur á Dönum í úrslitaleiknum á HM fyrir sex árum. Spánn hefur alls unnið þrenn verðlaun á HM, tvö gull (2005 og 2013) og eitt brons (2011). Spánverjar hafa líka þrisvar tapað leiknum um bronsið eða árin 1999 (á móti Júgóslavíu), 2003 (á móti Frakklandi) og 2015 (á móti Póllandi).Spánverjar fagna sigri á EM 2018.Vísir/Getty- Síðasta stórmót Spánverja - Spánverjar eru ríkjandi Evrópumeistarar eftir glæsilegan sigur á EM í Króatíu fyrir ári síðan. Spánverjar unnu sex marka sigur á Svíum í úrslitaleik, 29-23, eftir að hafa unnið seinni hálfleikinn 17-9. Spánverjar unnu Frakka 27-23 í undanúrslitaleiknum og enduðu vonir Þjóðverjar með sigri í síðasta leiknum sínum í milliriðlinum. Spænska liðið tapaði fyrir bæði Dönum (riðill) og Slóvenum (milliriðill) á leið sinni í úrslitaleikinn en unnu réttu leikina og Evrópumeistaratitilinn í fyrsta sinn. Spánverjar urðu í fimmta sæti á síðasta HM eftir að hafa dottið út fyrir Króatíu með minnsta mun í átta liða úrslitunum. Spænska liðið hafði þá unnið sex fyrstu leiki sína á HM þar á meðal sigur á Brasilíu í sextán liða úrslitunum.Joan Canellas í leik á móti Íslandi á síðasta HM í Frakklandi 2017.Vísir/Getty- Gengið á móti Íslandi á stórmótum - Ísland og Spánn hafa mæst fjórtán sinnum áður á stórmóti í handbolta þar átta sinnum á heimsmeistaramóti. Fyrsti leikurinn var á HM í Danmörku 1978 og sá síðasti á HM í Frakklandi fyrir tveimur árum. Íslenska landsliðið hefur aðeins unnið tvo af þessum fjórtán leikjum og einum leik þjóðanna lauk með jafntefli. Sigurleikirnir tveir voru annarsvegar 32-23 sigur í leik um sæti á HM í Kumamoto 1997 og hinsvegar 36-30 sigur í undanúrslitaleik á ÓL í Peking 2008. Spánverjar hafa unnið fjórar síðustu viðureignir þjóðanna á stórmótum (HM 2011, EM 2012, EM 2014 og HM 2017) og alla þessa fjóra leiki með fimm mörkum eða meira. Spænska liðið hefur unnið átta af síðustu níu leikjum sínum á móti Íslandi á stórmóti.Alex Dujshebaev var valinn í úrvalsliðið á EM í fyrra.Vísir/Getty- Stærstu stjörnurnar í liði Spánar - Spánverjar treysta á mennina sem færðu þeim Evrópumeistaratitilinn fyrir ári síðan. Markverðirnir frábæru hjá Barcelona (Gonzalo Perez de Vargas) og Paris Saint Germain (Rodrigo Corrales) eru áfram í lykilhlutverkum alveg eins og reynsluboltarnir Raúl Entrerríos (leikstjórnandi Barcelona) og Joan Canellas (Pick Szeged). Línumaðurinn öflugi Julen Aguinagalde er alltaf erfiður við að eiga og þá verður fróðlegt að sjá hvað synir Talant Dujshebaev gera á sínu fyrsta stórmóti saman. Alex Dujshebaev er örvhentur og var valinn í úrvalslið Em 2018 en Daniel Dujshebaev hefur verið að koma sterkur inn í vetur. Báðir spilar þeir fyrir föður sinn hjá pólska stórliðinu Vive Kielce. Hægri hornamaðurinn Ferrán Solé var einnig í úrvalsliði EM í fyrra en hann endaði sem fimmti markahæsti maður mótsins. Solé spilar með Fenix Toulouse í Frakklandi.Jordi Ribera að stýra spænska landsliðinu á móti Íslandi á Hm 2017.Vísir/Getty- Þjálfari Spánverja á HM 2019 - Þjálfari Króatíu er hinn 55 ára gamli Jordi Ribera sem hefur verið með spænska landsliðið frá því í september 2016. Hann var áður með brasilíska landsliðið í tvígang, fyrst 2005 til 2008 og svo aftur frá 2012 til 2016 eða fram yfir Ólympíuleikana í Ríó. Ribera þjálfaði einnig argentínska landsliðið frá 2004 til 2005. Þetta verður þriðja stórmót spænska liðsins undir stjórn Jordi Ribera en hann gerði liðið einmitt að Evrópumeisturum í fyrra. Spánverjar töpuðu fleiri leikjum á EM 2018 (2) sem þeir unnu heldur en á hans fyrsta móti sem var HM 2017. Spánn tapaði þá bara einum leik en endaði engu að síður í fimmta sæti. Jordi Ribera tókst loksins að landa Evrópumeistaratitlinum en áður en hann tók við liðinu höfðu Spánverjar spilað fjóra úrslitaleiki á EM og komist sjö sinnum í undanúrslit á EM án þess að ná Evrópugullinu. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Nú er komið að leik tvö hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni eru Evrópumeistarar Spánverja sem hafa verið meðal fimm efstu á síðustu fjórum heimsmeistaramótum. Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um spænska landsliðið og má finna þær hér fyrir neðan.- Svona komst Spánn á HM 2019 - Spænska landsliðið tryggði sér sæti á HM 2019 með að vinna Evrópumeistaratitilinn á EM í Króatíu fyrir ári síðan. Spánverjar sluppu því við umspilið síðasta sumar. Gestgjafar Dana og Þjóðverja sem og ríkjandi heimsmeistarar Frakka voru einnig komin með farseðilinn þegar Spánverjar bættust í hópinn eftir sigur á Svíum í úrslitaleiknum í Zagreb. Spánverjar voru líka, ásamt fyrrnefndum þremur þjóðum, í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla á HM 22. júní í fyrra.Spánverjar fagna heimsmeistaratitlinum sem þeir unnu á heimavelli árið 2013.Vísir/Getty- Gengi Spánverja á HM í handbolta í gegnum tíðina - Þetta er tuttugasta heimsmeistaramótið í sögu spænska handboltalandsliðsins en Spánverjar voru fyrst með á HM á Austur-Þýskalandi árið 1958. Það var líka fyrsta heimsmeistaramót íslenska landsliðsins. Spánverjar enduðu í tólfta sæti á HM 1958 eða tveimur sætum neðar en Ísland en sextán þjóðir voru með á þessu heimsmeistaramóti fyrir 61 ári. Spánverjar hafa tvisvar sinnum orðið heimsmeistarar, fyrst á HM í Túnis árið 2005 og svo aftur á HM á heimavelli árið 2013. Spánverjar unnu 40-34 sigur á Króataíu í úrslitaleik HM 2005 og 35-19 stórsigur á Dönum í úrslitaleiknum á HM fyrir sex árum. Spánn hefur alls unnið þrenn verðlaun á HM, tvö gull (2005 og 2013) og eitt brons (2011). Spánverjar hafa líka þrisvar tapað leiknum um bronsið eða árin 1999 (á móti Júgóslavíu), 2003 (á móti Frakklandi) og 2015 (á móti Póllandi).Spánverjar fagna sigri á EM 2018.Vísir/Getty- Síðasta stórmót Spánverja - Spánverjar eru ríkjandi Evrópumeistarar eftir glæsilegan sigur á EM í Króatíu fyrir ári síðan. Spánverjar unnu sex marka sigur á Svíum í úrslitaleik, 29-23, eftir að hafa unnið seinni hálfleikinn 17-9. Spánverjar unnu Frakka 27-23 í undanúrslitaleiknum og enduðu vonir Þjóðverjar með sigri í síðasta leiknum sínum í milliriðlinum. Spænska liðið tapaði fyrir bæði Dönum (riðill) og Slóvenum (milliriðill) á leið sinni í úrslitaleikinn en unnu réttu leikina og Evrópumeistaratitilinn í fyrsta sinn. Spánverjar urðu í fimmta sæti á síðasta HM eftir að hafa dottið út fyrir Króatíu með minnsta mun í átta liða úrslitunum. Spænska liðið hafði þá unnið sex fyrstu leiki sína á HM þar á meðal sigur á Brasilíu í sextán liða úrslitunum.Joan Canellas í leik á móti Íslandi á síðasta HM í Frakklandi 2017.Vísir/Getty- Gengið á móti Íslandi á stórmótum - Ísland og Spánn hafa mæst fjórtán sinnum áður á stórmóti í handbolta þar átta sinnum á heimsmeistaramóti. Fyrsti leikurinn var á HM í Danmörku 1978 og sá síðasti á HM í Frakklandi fyrir tveimur árum. Íslenska landsliðið hefur aðeins unnið tvo af þessum fjórtán leikjum og einum leik þjóðanna lauk með jafntefli. Sigurleikirnir tveir voru annarsvegar 32-23 sigur í leik um sæti á HM í Kumamoto 1997 og hinsvegar 36-30 sigur í undanúrslitaleik á ÓL í Peking 2008. Spánverjar hafa unnið fjórar síðustu viðureignir þjóðanna á stórmótum (HM 2011, EM 2012, EM 2014 og HM 2017) og alla þessa fjóra leiki með fimm mörkum eða meira. Spænska liðið hefur unnið átta af síðustu níu leikjum sínum á móti Íslandi á stórmóti.Alex Dujshebaev var valinn í úrvalsliðið á EM í fyrra.Vísir/Getty- Stærstu stjörnurnar í liði Spánar - Spánverjar treysta á mennina sem færðu þeim Evrópumeistaratitilinn fyrir ári síðan. Markverðirnir frábæru hjá Barcelona (Gonzalo Perez de Vargas) og Paris Saint Germain (Rodrigo Corrales) eru áfram í lykilhlutverkum alveg eins og reynsluboltarnir Raúl Entrerríos (leikstjórnandi Barcelona) og Joan Canellas (Pick Szeged). Línumaðurinn öflugi Julen Aguinagalde er alltaf erfiður við að eiga og þá verður fróðlegt að sjá hvað synir Talant Dujshebaev gera á sínu fyrsta stórmóti saman. Alex Dujshebaev er örvhentur og var valinn í úrvalslið Em 2018 en Daniel Dujshebaev hefur verið að koma sterkur inn í vetur. Báðir spilar þeir fyrir föður sinn hjá pólska stórliðinu Vive Kielce. Hægri hornamaðurinn Ferrán Solé var einnig í úrvalsliði EM í fyrra en hann endaði sem fimmti markahæsti maður mótsins. Solé spilar með Fenix Toulouse í Frakklandi.Jordi Ribera að stýra spænska landsliðinu á móti Íslandi á Hm 2017.Vísir/Getty- Þjálfari Spánverja á HM 2019 - Þjálfari Króatíu er hinn 55 ára gamli Jordi Ribera sem hefur verið með spænska landsliðið frá því í september 2016. Hann var áður með brasilíska landsliðið í tvígang, fyrst 2005 til 2008 og svo aftur frá 2012 til 2016 eða fram yfir Ólympíuleikana í Ríó. Ribera þjálfaði einnig argentínska landsliðið frá 2004 til 2005. Þetta verður þriðja stórmót spænska liðsins undir stjórn Jordi Ribera en hann gerði liðið einmitt að Evrópumeisturum í fyrra. Spánverjar töpuðu fleiri leikjum á EM 2018 (2) sem þeir unnu heldur en á hans fyrsta móti sem var HM 2017. Spánn tapaði þá bara einum leik en endaði engu að síður í fimmta sæti. Jordi Ribera tókst loksins að landa Evrópumeistaratitlinum en áður en hann tók við liðinu höfðu Spánverjar spilað fjóra úrslitaleiki á EM og komist sjö sinnum í undanúrslit á EM án þess að ná Evrópugullinu.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni